« Náttúran frá sjónarhóli kristninnarKrossganga í Riftúni vel sótt »

11.11.05

  17:59:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 71 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kína: Biskup fangelsaður

Frá því var greint á fréttavef ICN að kínversk yfirvöld hefðu fangelsað kaþólskan biskup í vikunni. Julius Jia Zhiguo biskup sem er meðlimur kaþólsku neðanjarðarkirkjunnar í Kína var sóttur á heimili sitt í borginni Zhengding sem er um 240 km. suðvestur af Bejing. Tveir prestar úr biskupsdæmi hans eru einnig í fangelsi. Stjórnarerindrekarnir sem handtóku hann sögðu að hann ætti að fara á „námskeið“.

Heimild: China: Bishop arrested
Independent Catholic News. http://www.indcatholicnews.com

No feedback yet