« Benedikt páfi: „Efnahagslífið ætti að taka tillit til almannaheilla“Dana með þætti á EWTN »

25.06.10

  06:44:34, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 52 orð  
Flokkur: Bænir

Keltnesk bæn

Í gær sá ég ókunnugan mann.
Ég lagði mat á borð,
hellti vatni í glas,
lék ljúfa tónlist honum til ánægju.
Í nafni heilagrar þrenningar
blessaði hann mig og húsið mitt,
bú og ástvini alla,
og lævirkinn söng í hreiðri sínu:
Oft, oft, oft kemur Kristur dulbúinn
sem ókunnugur maður.

Heimild: http://ornbardur.annall.is.

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þetta er fallegt, lýrískt og lýsir af trú og kristnu hugarfari – því hugarfari sem líka hikar ekki við að bera vitni um sína trú. En meira virðist mér þetta andleg hugvekja/hugleiðing (meditation) heldur en bæn.

01.07.10 @ 23:12
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Sammála þessu Jón. Takk fyrir athugasemdina.

02.07.10 @ 06:29