« Filippseyskir biskupar biðja fyrir kosningum„Islamismi er veikleiki hins islamska heims“ »

02.05.07

  20:11:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 69 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kaþólskur pakistani sætir pyntingum vegna meints guðlasts

Vefsetrið Asianews.it greindi frá því í síðustu viku að kaþólskur Pakistani hefði verið pyntaður af æstum múg vegna meintra móðgandi orða um spámanninn Múhameð. Lögreglan skarst í leikinn, færði manninn í fangelsi en reyndi þá að þvinga fram játningu. Í Pakistan eru þyngstu viðurlög við guðlasti dauðadómur. Sjá nánar um málið hér: [1]

1 athugasemd

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Hér er frásögn af konu í Pakistan sem var ákærð á grundvelli guðlastslaganna [1]. Þegar málið var skoðað kom í ljós að ákærurnar voru bornar fram af múslimskum verktökum sem vildu ekki greiða fyrir byggingarefni sem konan og maður hennar sáu um að útvega. Formaður mannréttindasamtaka sem vann í máli hennar sagði að þetta sýndi að guðlastslögin væru notuð til að þvinga fram niðurstöðu í einkamálum og jafnan væri hallað á minnihlutahópa með beitingu þessara ákæra. Þessi lög ætti því að afnema.

07.05.07 @ 20:34