« Bænarefni páfa í desember 2006 | Tónleikar í Kristskirkju » |
Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að mánudagskvöldið 4. desember n.k. verður bókmenntakvöld á vegum Félags kaþólskra leikmanna þar sem lesið verður upp úr nýjum og væntanlegum bókum. Eftirtaldir höfundar lesa úr verkum sínum: Auður Ólafsdóttir, Jón Gnarr og Ólafur Gunnarsson. Þá les Gunnar Eyjólfsson leikari úr nýútkomnum ljóðmælum Jóns Arasonar biskups.
Upplesturinn hefst kl. 20 og fer fram í safnaðarheimili Kristskirkju í Landakoti, Hávallagötu 16. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
--
Kaþólska kirkjublaðið nr. 12, 2006 bls. 14.