« Mótmælendaprestur dæmdur í fjögurra ára fangelsiTveir fréttamolar af Asianews »

14.03.07

  22:32:28, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 51 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kaþólskir biskupar á Bretlandseyjum mótmæla kjarnorkuvopnum

Kaþólskir biskupar á Bretlandseyjum hafa beitt sér gegn endurnýjun Trident kjarnaflaugakerfisins en umræður um það eru í breska þinginu. Það viðhorf hefur komið fram að endurnýjun breska kerfisins á þessum tímapunkti sé óheppilegt og leiði til aukinnar framleiðslu þessara vopna í heiminum. Sjá eftirfarandi tengla: [1],[2] og [3].

2 athugasemdir

Athugasemd from: Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

Heyrðu, hér er bara (loksins!!!) komið eitthvað sem ég hef enga ástæðu til að nöldra yfir.

Hið besta mál!

15.03.07 @ 04:56
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Gott að heyra. Betur ef fleiri væru á móti þessu kjarnorkuvopnakerfi á Bretlandseyjum. Það er harla fátt sem kallar á varðveislu eða frekari þróun slíkra vopna í nútímanum. Það fjármagn sem sparast við að hætta vopnagerðinni mætti nota til annarrar atvinnuuppbyggingar svo sem þróunar og rannsókna, t.d. á fátækum svæðum heimsins.

15.03.07 @ 18:25