« Logi Elsku hins Flekklausa Hjarta Maríu og boðskapur systur Erzsbet (Elísabetar) Szantos o.c.d.sKaþólska fréttasjáin: Vikan 1. til 6. maí 2006 »

13.05.06

  12:25:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3761 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 7 til 13. maí 2006

Jákvæð þróun fyrir lífsverndarsinna í BNA.
Þau gleðilegu tíðindi berast nú frá Bandaríkjunum að hver skoðanakönnunin eftir aðra staðfestir að afstaða almennings til fóstureyðinga hefur breyst í grundvallaratriðum lífsverndarsinnum í vil. Skoðanakönnun gerð á vegum Harris þann 4 maí s. l. leiðir í ljós að í fyrsta skiptið í 30 ár er stuðningur við fóstureyðingar fallinn niður fyrir 50% meðal Bandaríkjamanna. Hún leiðir í ljós að 44% Bandaríkjamanna myndu styðja löggjöf sem einskorða myndi fóstureyðingar við það þegar lífi móður er stefnt í hættu. Skoðanakönnun sem gerð var í aprílmánuði á vegum Polling Company leiðir í ljós að 54% vilja setja fóstureyðingum mun þrengri skorður en nú tíðkast og 69% eru hlynntir því að upplýsingaskylda verði stóraukin, jafnframt því sem foreldrum verði tilkynnt um fóstureyðingar stúlkna undir 17 ára aldri. Ég vísa til annarrar fréttar sem birtist á kirkju.net þann 20. apríl s.l.

Tjáningarfrelsið á sér takmörk.
Í ávarpi sínu til til UNESCO sagði Monsignor Francesco Follo, fastafulltrúi Vatíkansins á 174 fund framkvæmdanefndarinnar þar sem fjallað var um „Virðingu fyrir tjáningarfrelsi og heilagri trú og gildi trúarlegra og menningarlegra tákna,“ að tjáningarfrelsið ætti sér skynsamleg takmörk. Hann bætti við að „ef um einhvern opinberan og stjórnmálalegan vettvang væri að ræða þar sem unnt væri að ræða málin af alvöru og dýpt, þá væri það UNESCO og trúarleg afstaða mótaði afstöðu milljarða manna, þrátt fyrir að hún væri þeim framandi sem væru henni ókunnir með öllu. Follo hélt síðan áfram og sagði: „Þegar tjáningarfrelsið tekur ekki mið af neinum grundvallarviðmiðunum, þá er frelsi án réttlætis ekkert annað en tjáning persónubundinna áhugamála og réttlæti án frelsis er einungis málamyndagjörð sem leiðir til alræðisvalds og alls kyns einræðis. Hann bætti síðan við: „Einstaklingur án frelsis og sviptur réttlæti er lemstraður og rígbundinn líffræðilegum raunveruleika líkama síns og þannig afneitar hann stórum hluta verundar sinnar sem nefna verður hið andlega svið.

Mikil vonbrigði með afstöðu Amnesty International.
Kaþólskir trúarleiðtogar jafnt sem mótmælendur gagnrýna harðlega afstöðu mannréttindasamtakanna AI sem lýst hafa því yfir, að þau hyggist taka fóstureyðingar upp á arma sína. Fred Henry biskup í Calgary sem er mikill talsmaður mannréttinda segir í viðtali við LifeSiteNews.com: „Áætlun AI um að styðja fóstureyðingar er illa ígrunduð og svik við málstað þeirra að berjast fyrir mannréttindum.“ S. l. föstudag ákvað Bretlandsdeild samtakanna að styðja fóstureyðingar og kanadíska deildin mun taka afstöðu til málsins 20. maí næstkomandi.

„Það er óhugsandi að nokkur geti haft „rétt“ til að aðhafast eitthvað sem stríðir gegn mennsku eðli og mannhelginni,“ bætti hann við. Biskupinn hélt síðan áfram og sagði: „Fremur en að styðja fóstureyðingar ættu samtökin fremur að standa vörð um réttindi hinna ófæddu Þar sem takmark þeirra er að rannsaka og beina athygli sinni að grófum mannréttindabrotum, hefði verið rökréttara að þau hefðu beint rannsóknum sínu að því að kanna óljósa læknisfræðilega stöðu hins ófædda barns, í stað þess að bregðast enn frekar þessum varnalausu börnum. Ég fyrir mitt leyti mun hætta að styrkja Amnesty International.“ Janet Epp Buckingham hjá Evangelical Fellowship of Canada harmaði hina nýju stefnu AI og varaði við því, að þetta yrði til þess að hið kristna samfélag myndi hætta stuðningi sínum við samtökin: „Þetta eru fréttir sem valda miklum vonrigðum og ég tel að þetta geti haft neikvæð áhrif á það mikilvæga starf sem samtökin vinna fyrir samviskufanga. Ég tel að þetta muni hafa áhrif á afstöðu mótmælenda hvað áhrærir AI, einkum ef þessa gætir um allan heim.“ Sylvain Salvas, talsmaður kanadísku Biskuparáðstefnunnar komst svo að orði: „Við styðjum enga starfsemi sem vinnur að útbreiðslu fóstureyðinga, það má ganga út frá þessu sem vísu.“ ACN (Aid to the Church in Need), kaþólsk mannréttindasamtök, tjáðu voðnbrigði sín gagnvart áætlum Amnesty International: „Við hörmum ákaft að AI hefur lagt fram tillögu um að styðja „rétt“ til fóstureyðinga um allan heim sem nýtt stefnumark samtakanna.“

Mikill léttir fyrir kaþólsku kirkjuna í Colorado.
Mikils léttis gætti hjá forráðamönnum kaþólsku kirkjunnar þegar fylkisþingið felldi þingsályktunartilögu sem augljóslega grundvallðist á „illvilja gegn kaþólskum“ sem snérist um að unnt væri að hefja mál á hendur kirkjunni fyrir kynferðisafbrot sem áttu sér stað fyrir áratugum síðan. Það sem var höfðueinkenni þessa frumvarps fólst í því að mati fjölmargar kaþólikka, að það beindist að stofnunum kirkjunnar, en snérist ekki um opinber fyrirtæki líkt og skóla. Chaput erkibiskum komst svo að orði: „Fólkið sem greiðir fyrir slíkar kröfur lögfræðinga eru venjulegar og saklausar kaþólskar fjölskyldur sem áttu enga hlutdeild í þessum illvirkjum sem áttu sér stað fyrir 25, 35 eða 40 árum. Enginn andmælir því að ströng lög séu látin gilda um kynferðislega misnotkun barna – bæði innan og utan kirkjunnar – og eru samþykkir því að fórnardýr kynferðislegrar misnotkunar í fortíðinni þarfnast átakanleg hjálpar. En að lögsækja saklaust fólk í dag fyrir glæpi í fortíðinni er ekki réttlæti. Sjá:

Kjör samkynhneigðs biskups í Biskupakirkjunni í Kalifórníu geta haft víðtæk áhrif.
Meðlimir Biskupakirkjunnar í Kaliforníu munu kjósa nýjan biskup næstkomandi helgi, en kosningarnar gætu haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir samfélag anglíkana víða um heim. Þrír að sjö frambjóðendum hafa játað samkynhneigð opinberlega. Anglíkanakirkjan telur 77 milljónir meðlima í 164 þjóðlöndum og hefur verið klofin hvað varðar afstöðu til samkynhneigðar presta árum saman. Bill Atwood sem er meðlimur í Ekklesia Society sem er staðsett í Carrolton í Texas sagði í viðtali við AP fréttastofuna að Kaliforníubúar muni vart huga að afleiðingunum fyrir hið alþjóðlega samfélag og kjósa samkvæmt „réttlætistilfinningu sem grundvallast á misskilningi.“ Sjá:

Bandaríska Matvæla- og lyfjaeftilitið heldur ráðstefnu um RU-486.
Bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur ákveðið að halda eins dags ráðstefnu þann 11. maí í Atlanta um skaðvænleg hliðarárhrif manndrápslyfsins RU-486. Auk fjögurra staðfestra dauðsfalla af völdum lyfsins liggja fyrir 800 skýrslur um alvarlegar hliðarverkanir þess. Ekki verður tekin ákvörðun um markvissar aðgerðir gegn notkun lyfsins greindi Wall Street Journal Online frá í gær. Sjá grein um þessa ólyfjan á kirkju.net.

Clintonstjórnin og RU-486.
Meðal þeirra skjala sem lögð verða fram á ráðstefnunni hér að ofan er nýbirt skýrsla sem sýnir fram á hvernig Clintonstjórnin greip til pólitlísks þrýstings til að markaðssetja RU-486 í BNA. Clinton skipaði Heilbrigðisráðuneytinu og Matvæla- og lyfjaeftirlitinu að heimila notkun þess sem sitt fyrsta embættisverk. „Eins og skýrslan leiðir í ljós beitti Clintonstjórnin þrýstingi til að lyfið fengi hraðmeðferð til að þóknast þrýstihópi fóstureyðingarsinna,“ segir forseti Judicial Watch, Tom Fitton: „Þessi nýja skýrsla sýnir fram á að hér var um grófgerðasta afbrigði pólitíkur að ráða. Þar af leiðandi ætti þingið og aðrir opinberir aðilar að hefja rannsókn á málinu. Að minnsta kosti sex konur og 560.000 ófædd börn hafa látið lífið sökum ábyrgðarlausrar hegðunar Clintonstjórnarinnar til að koma RU-486 á framfæri í Bandaríkjunum. Taka verður þessa stórvarasömu fóstureyðingarpillu af markaðnum þegar í stað.“

Hin 64 blaðsíðna skýrsla Judicial Watch má sjá á netinu:

Vaxandi andstaða í Bretlandi gegn nýju líknarmorðslögunum.
Hin nýju lög stjórnar Blair verða lögð fyrir lávarðadeild þingsins í næstu viku. Það eru samtökin „Care Not Killing“ sem hafa barist einna harðast gegn samtökunum „Dignity in Dying“ sem styðja líknarmorð og hafa náð hljómgrunni í Bretlandi. Meðal stuðningsmanna „Care Not Killing“ er David Williams, 51 árs gamall frá Cardiff sem sigraðist á krappameini og talar nú gegn þrýstingnum um líknarmorð. Samkvæmt núverandi lögum getur það varðað allt að 14 ára fangelsi fyrir lækni að aðstoða sjúkling við sjálfsmorð. David Williams greinir frá því að þegar krabbameinið olli þrýstingi á mænusúluna og sársaukinn var því sem næst óbærilegur hafi hann íhugað líknarmorð. Í viðtali við BBC komst hann svo að orði: „Ég var 35 ára gamall á þessum tíma og þeir (skurðlæknarnir) sögðu: „Eftir tvö ár verður þú líklega kominn í hjólastól og munt líklega ekki ná því að verða fertugur. Þetta var óneytanlega dálítið kaldranalegt.“ Meðan ég gekk í gegnum alls kyns sársauka og angist gerði ég mér ljósa grein fyrir þeim erfiðleikum sem ég ölli fjölskyldu minni, einkum Lynne sem var nýbúin að ala barn og sem tveggja barna faðir íhugaði ég líknarmorð.“ En góð ummönnun sem fólst í því að lina þjáningar hans og ást hans á fjölskyldunni gerði hann afhuga líknarmorði. Willimans berst gegn líknarmorðum vegna þess að hann óttast misnotkun þeirra. Slík misbeiting hefur gerst æ tíðari í þeim löndum þar sem líknarmorð hafa verið heimuluð og margumræddir „öryggisventlar“ sem felast í lögunum hafa reynst hrein markleysa. Sjá:

Sjá heimasíðu Care Not Killing:

Átök milli kirkju og ríkis vegna giftingar samkynhneigðra óhjákvæmileg segja bandarískir sérfræðingar.
Árekstrar milli trúfrelsis og giftingar fólks af sama kyni eru óhjákvæmilegir segir Maggie Gallagher, forseti Institute for Marriage and Public Policy og vitnar í sérfræðinga frá báðum málsaðilum. Í grein sem birtist í Weekly Standard (8. maí) fjallaði Gallagher um afskipti ríkisvaldsins af trúfrelsi margvíslegra stofnana sem andvíg eru giftingu fólks af sama kyni. Niðurstaða hennar eftir að hafa talað við fjölmargar sérfróða menn á sviði lögfræði og fræðimennsku var sú eftir að hafa fylgst með með þróun hreyfingar samkynhneigðra í BNA að þeir væru fullvissir um að trúfrelsið væri að glata stöðu sinni gagnvart kröfum samkynhneigðra um jafnrétti. Anthony Picarello, forseti og helsti ráðgjafi Becket Fund for Religious Liberty sem er eitthvert virtasta lögfræðifyrirtækið sem ver trúfrelsi fólks af öllum játningum komst svo að orði: „Afleiðingarnar munu verða alvarlegar og neikvæðar og mun hafa áhrif á allt sambandið milli ríkisvaldsins og kirkjunnar sökum þess að hjónabandið hefur áhrif á því sem næst öll svið lagasetninga. Hjónaband samkynhneigðra mun valda ágreiningi hvar sem borið er niður. Hætt er við að sama vandamálið muni skjóta upp kollinum á Íslandi og vakið hefir athygli að eini lögfróði aðilinn um þetta svið – Björg Thorarensen – lenti í minnihluta í nefndinni sem skipuð var um málefni samkynhneigðra hér heima. Sjá:

Pútin Rússlandsforseti hefur þungar áhyggjur af fólksfækkuninni.
Á Rúv 1 (sjá ennfremur) í dag barst frétt frá Rússlandi um að Pútín Rússlandsforseti hefur þungar áhyggjur af fólksfækkuninni þar í landi. Það kom fram í fréttinni að Rússum fækkar um 700.000 árlega og hyggst stjórnin grípa til ráðstafana og greiða konum sem eignast fleiri börn en eitt ákveðna fjárupphæð mánaðarlega til að sporna við þessari óæskilegu þróun. Forsetinn vék þó ekki að meginástæðu vandamálsins sem flest í fóstureyðingunum. Tölfræðilegar upplýsingar leiða í ljós að rússneskar konur fara að meðaltali fjórum sinnum í fóstureyðingar sem er að sjálfsögðu arfur frá tímum Sovétstjórnarinnar og dauðamenningar þeirra Leníns og Stalíns.

Rússneska fólksfækkunin komin á alvarlegt stig – Fóstureyðingar fleiri en fæðingar:

Rússnesku fóstureyðingardrápin og ófrjósemisaðgerðir á milljónum: Fólksfjöldahrunið mun alvarlegra en áður var spáð:

Bush Bandaríkjaforseti hvetur Jeb Bush, bróðir sinn og ríksisstjóra í Flórída til að bjóða sig fram til forseta.
„Jeb myndi verða frábær forseti,“ sagði Bush samkvæmt frétt AP fréttastofunnar. Hann hélt áfram: „Ég hef ekki hugmynd hvað hann ætlast fyrir. Ég hef ekki spurt hann að þessu sjálfur og ég held að hann hafi ekki hugmynd um þetta. En hann er afar sjálfstæður í skoðunum og fjölskyldan skiptir hann öllu máli.“ Fjallað hefur verið um ríkisstjóra Flórída í fjölmörgum fréttum á LifeSiteNees.com sem mikinn lífsverndarsinna og baráttumann fyrir fjölskyldugildum. Jeb Bush er einnig trúfastur kaþólikki og meðlimur í Kolumbusarriddurunum og alþekktur fyrir baráttu sína fyrir lífsverndarstefnuna. Houm var fyrst og fremst að þakka hversu Terri Schiavo lifði lengi. Sjá: Árið 2004 reyndi ríkisstjórinn að fá réttargæslumann skipaðan sökum ófædds barns bæklaðrar móður. Sjá: Honum auðnaðist einnig að setja lög sem gerðu það að skyldu að læknir tilkynnti foreldrunum áður en ólögræða dætur þeirra gengjust undir fóstureyðingar. Sjá: Jeb Bush harmaði mjög þegar ófætt barn var deytt þegar dómari gaf þrettán ára stúlku leyfi til að fara í fóstureyðingu. Sjá: S. l. ár kom hann á fót ráðgjafarþjónustu til að benda konum á aðra valkosti en fóstureyðingar, eins og ættleiðingar. Sjá: Ríkisstjórinn ámælti hæstarétti s. l. ár fyrir að hafna áfrýjun Flórídafylkis um að heimila samkynhneigðum ekki að ættleiða börn. Sjá: Það liggur í hlutarins eðli að hann er ekki vinsæll hjá fóstureyðingaþrýstihópnum meðal demókrata í Boston.

Höfundur sænskrar rannsóknar staðfestir að Associated Press hafi rangfært skýrslu um samkynhneigð.
Þriðjudaginn 9. maí flutti AP frétt sem greindi frá því að sænskir vísindamenn hefðu fundið sannanir fyrir því að heilar lesbía „brygðust öðru vísi við kynhormónum heldur en heilar gagnkynhneigðra kvenna.“ AP hélt áfram og sagði að „þetta renndi stoðum undir þá hugmynd að samkynhneigð eigi sér líkamlegar orsakir, en væri ekki lært hegðunarmunstur.“ Ein af höfuðrökunum í hugmyndafræði hreyfingar samkynhneigðra er að hér sé um líkamlegar og erfðafræðilegar orsakir að ræða og því óumbreitanlegar sem ekki væri unnt að meðhöndla og yrði því að líta á sem eðlilegt ástand. AP hélt áfram og sagði: „Karlmenn og lesbíur töldu karlkynshormóna meira ertandi en kvenhormóna, en gagnkynhneigðar konur voru líklegri til að verða fyrir ertandi áhrifum af karlkynshormónum.“ Dr. Warren Throckmorton, vísindamaður og prófessor í sálfræði við Grove City College fannst fullyrðingar AP grunsamlegar. Hann hafði því samband við dr. Ivanka Savic, stjórnanda sænska rannsóknarteymisins við Heilarannsóknarstofunina í Stokkhólm sem staðfesti grunsemdir hans. Hún sagði að ályktanir AP „væru rangar og þetta væri ekki staðfest í skýrslunni.“ Þvert á móti staðfesti Savic að í skýrslu hennar kæmi fram að hún teldi að hugsanlegt svar hvað varðar orsakir samkynhneigðar væru áunnið hegðunarmunstur. Talsmenn lífsverndar og fjölskyldugilda hafa hvað eftir annað vakið á því athygli hvernig vinstri sinnaðar skoðanir hefðu mótandi áhrif á fréttaflutning AP og Robert Knight, forstjóri CFI (Culture & Family Institute) sagði: „Þessi fréttaflutningur AP er enn annað framlagið hjá þeim til að ávinna kynvillu brautargengi. Sjá:

Stofnun Jóhannesar Páls páfa II. um hjónaband og fjölskyldumál nú 25 ára gömul.
Benedikt páfi XVI fagnaði 25 ára afmæli eins þeirra drauma sem Jóhannes Páll páfi II bar fyrir brjósti og rættist í vikunni: Stofnun á háskólastigi um hjónaband og fjölskyldumál. Þegar Benedikt páfi ávarpaði prófessora , nemendur og fyrri nemendur stofnunarinnar minntist hann tilræðisins við Jóhannes páfa blessaðrar minningar þann 13. maí 1981. Einmitt á þessum degi „þegar hann ætlaði að tilkynna tilurð stofnunar ykkar varð hann fyrir þessari grófgerðu og alþekktu árás.“ Til að minnast þessa áfanga hefur stofnunin efnt til nokkurra daga ráðstefnu: „Boðskapur Jóhannesar Páls páfa II um hjónabandið og fjölsylduna: Að elska með mennskri elsku.“ Auk þess að starfa í Róm (í Lateranháskólanum) starfar stofnunin nú einnig í Washington D.C., Melbourne í Ástralíu, Gaming í Austurríki, Valencia á Spáni, í Mexico City og Guadalajara í Mexíkó, Salvador da Bahia í Brasilíu, Cotonou í Benín og Changanacherry í Indlandi. Benedikt páfi komst svo að orði: „Mikilvægasta áskorun hinnar nýju boðunar fagnaðarerindisins sem Jóhannes Páll páfi annar lagði grundvöllinn að af svo mikilli elsku, verður að vera samofin meðvitund fyrir elskunni þar sem þessi elska er sú sérstaka leið sem Guð hefur kosið að opinbera sig í fyrir heiminum.“

Breska lávarðadeildin hafnar nýju lögunum um líknardráp.
Þau gleðilegu tíðindi berast nú úr ríki Elísabetar drottningar að breska lávarðadeildin hefur fellt lög stjórnar Blaires um líknardráp. Jafnhliða þessu hafa trúarleiðtogar sameinast um að fordæma lögin. Cormac kardínáli, Murphy O´Connor við Westminsterdómkirkjuna, anglíkanabiskupinn Rowan Williams í Canterbury og erkirabbíinn Jonathan Sacks gáfu út sameiginlega yfirlýsingu sem birtist í London Times þar sem þeir fordæma „Terminally III Bill“ lögin um líknardráp í dag (12. maí). Í bréfi sínu segja þeir: „Við erum andvígir þessari lagasetningu og öllu því sem miðast við að lögleiða sjálfsmorð með hjálp annarra eða líknarmorð. Við trúum því að allt mennskt líf sé heilagt og guðsgjöf sem er þegin, en ekki skilyrt.“ Þeir vöruðu jafnframt við því að rétturinn til að deyja gæti þróast í að verða að „skyldu til að deyja fyrir langveikt fólk.“ Um 90 meðlimir lávarðadeildarinnar mæltu gegn lögunum, auk margra lækna og bæklaðs fólks sem mælti eindregið gegn þessari lagasetningu. Paul Tully sem er aðalritari Society for the Protection of Unborn Children sagði „að lögin brjóti gegn réttindum alvarlega sjúks fólks eða dauðvona og myndu leiða til þess að réttindi eldra fólks og bæklaðs yrðu vanmetin.

Fastafulltrúi Páfagarðs hjá Sameinuðu þjóðunum: „Trúarbrögð eiga að fela í sér lausn á hryðjuverkum, en ekki hvetja til þeirra.“
Celestino Migliore erkibiskup og fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á fimmtudaginn þegar hann ávarpaði Allsherjarþingið: „Trúarbrögðum er ætlað að styðja og hvetja til samræðna á breiðum grundvelli og til að auka skilning á fjölhyggju og menningarlegum mismun. Forsendan er virðingin fyrir manneskjunni sem persónu. Sameiginlegt mannlegt gildi okkar er hin sanna forsenda vegna þess að hún er í fyrirúmi andspænis allri annarri aðferðarlegri nálgum, jafnvel hvað áhrærir alþjóðleg réttarákvæði. Páfagarður er reiðubúinn til að hvetja hina trúuðu til að vera boðbera friðar og alls þess sem stuðlar að friðsamlegri sambúð.“ Erkibiskupinn útskýrði síðan að Benedikt páfi XVI hafi hvatt „alla kaþólska og þá karla og konur sem hafa góðan vilja . . . til að beina viðleitni sinni að því að íhuga samstarf, viðræður og bæn til að vinna sigur á hryðjuverkunum og byggja upp friðsamlega sambúð meðal fjölskyldu mannkynsins.“

Brandari vikunnar: Svissneska fjölmiðlaráðið bannar sjónvarpauglýsingu á vegum kaþólsks dagblaðs!
CNA greinir frá því að svissneska fjölmiðlaráðið (Bakom) hafi bannað birtingu stuttrar sjónvarpsauglýsingar fyrir kaþólska dagblaðið „Sonntag.“ Cat Medien AG sem framleiddu auglýsinguna fyrir dagblaðið sagði að bannið væri fáránlegt þar sem trúarlegri boðun væri líkt við áróður fyrir tóbaki og vínum. Til að andmæla þessu hefur auglýsingaskrifstofan birt auglýsinguna á Internetinu. En áður en fólk horfir á hana fylgja þessi varnaðarorð: „Vertu varkár! Viltu í raun og veru sjá vídeómynd sem lögmæt yfirvöld hafa bannað? Sjá:

Enn og aftur vil ég minna lesendur á hina daglegu ritningarlestra á Vefrit Karmels. Í aldanna rás hefur Vegvísan (Hoidigitria) bent okkur á þessi sannindi á íkonu sinni þar sem hún bendir með hendi sinni á ávöxt lífs síns: HORFIÐ TIL HANS!

TENGILL

2 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Kærar þakkir fyrir fréttirnar Jón. Þetta er mikill fengur og gerbyltir til hins betra aðstöðu okkar sem viljum fylgjast með fréttum af kirkjulegum málefnum. Þó margt sé þarna athyglisvert þá eru orð Fred Henry bisups einna athyglisverðust:

Þar sem takmark þeirra [AI] er að rannsaka og beina athygli sinni að grófum mannréttindabrotum, hefði verið rökréttara að þau hefðu beint rannsóknum sínu að því að kanna óljósa læknisfræðilega stöðu hins ófædda barns, í stað þess að bregðast enn frekar þessum varnalausu börnum.

13.05.06 @ 19:58
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Orð „la madre fundadora“ hl. Teresu frá Avíla sannast í sífellu í fjölmiðlafári hedonismans: „Allt sem stendur utan hans Hátignar eru lygar.“

13.05.06 @ 21:42