« Áminning hl. Ágústínusar (354-430) til vantrúarmannaGlæpurinn gegn mannkyninu – Kynþáttahyggjan og markviss fækkun jarðarbúa »

10.06.06

  09:45:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2986 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 4. júní til 10. júní 2006

Rannsóknir á frumfóstrum; undirskriftir til stuðnings hjónabandinu; framlag kirkjunnar í baráttunni við eyðni; rússar í Róm; tryggingarafsláttur í Sviss; senator Kennedy og trúarofstækið; fóstureyðingar eru glæpur; hostíum stolið; sendiráðsstarfsmaður biður um flutning; breytingartillaga felld; Planned Parethood mokar inn peningum; nágrannar kvarta sökum líknarmorðastöðvar; 500 læknar staðfesta lækningar Guðs; líknarmorðin í Bretlandi; sá létti í vikulokin.

Rannsókn á dánartíðni frumfóstra þegar stuðst er við
tíðahringsaðferðina röng bæði út frá vísindalegu og siðrænu sjónarmiði.

Rannsókn sem birt var í s. l. viku í aukaútgáfu British Medical Journal
(Journal of Medical Ethics) virðist miðast fremur við að gera árás á kaþólsku kirkjuna en að fylgja strangvísindalegum kröfum.

Ef þetta hefur verið tilgangur höfundarins L. Bovens í grein sinni „The rhytm method and embryonic death,“ þá hefur honum tekist ætlunarverk sitt. Fjölmargir fjölmiðlar gripu fréttina á lofti. „How Vatican roulette kills embryos“ hrópar „Sydney Morning Herald“ í Ástralíu. Í indverska blaðinu New Kerala mátti lesa „Rythm method linked to massive embryo death“ og Vancouver Sun sagði: „Rythm method a killer og embryos.“

Læknar og siðfræðingar í læknisfræði hafa svarað í BMJ og sagt að hér væri um „fáránleg vísindi að ræða“ sem væri móðgun við kaþólikka og hreint út sagt rangfærslur. Í grein sinni heldur Boven því fram að „notkun tíðahringsaðferðarinnar til að koma í veg fyrir getnað“ valdi því að tvö af hverjum þremur frumfóstrum deyi vegna þess að getnaðurinn eigi sér stað utan „hámarks frjósemistímans.“

Dr. Anne M Williams mótmælti niðurstöðum Bovens í annarri grein í BMJ sem heitir „Fáránleg vísindi.“ Hún kemst svo að orði: „Það eru engar sannanir fyrir hendi um að lífslíkur frumfósturs séu háðar frjósemisstímaskeiðinu.“ Hin náttúrlega fjölskylduáætlun (NFP) leiðir ekki til fósturláts og er ekki ætlað að gegna því hlutverki. Hins vegar valda getnaðarvarnarpillur fósturláti vegna þess að þær hindra að frumfóstrið „límist“ í legslímið.

Frekari upplýsingar, sjá:

eða:

Sjá svarbréf á vefsíðu tímaritsins:

ong>Meira en 500.000 undirskriftir sem styðja hjónaband karls og konu
sendar til Öldungadeildar Bandaríkjaþings.
Þann 6. júní mun Öldungadeildin greiða atkvæði um breytingarákvæði við stjórnarskrána, hið svo nefnda „Marriage Protection Amendment“ (MPA), en þar er hjónabandið skilgreint sem samband karls og konu. Breytingartillagan hljóðar svo: „Hjónaband í Bandaríkjunum felst einungis í sambandi karls og konu. Hvorki þessi stjórnarskrá né stjórnarskrá neins ríkis í Bandaríkjunum skal kveða svo á að skilgreiningar hjónabandsins eða lögbyndandi afleiðingar þess nái til nokkurs sambands annars en sambands karls og konu. Þann 5. júní afhenti „Center for Reclaiming America for Christ“ undirskriftalista með nöfnum 505.199 einstaklinga sem lýsa yfir stuðningi við breytingarákvæðin.

Einn af hverjum fjórum eyðnisjúklingum í heiminum
meðhöndlaður á vegum kaþólskra stofnanna.

Javier Lozano Barragán kardínáli sem er forseti Stjórnardeildar starfsmanna í heilbrigðisþjónustu ávarpaði Allsherjarþing S. Þ. s. l. miðvikudag. Þegar hann vék að hlutverki kirkjunnar í málaflokkum sem lúta að eyðni vakti hann athygli á því að 26.7% þeirra heilbrigðisstofnana sem meðhöndla eyðni séu kaþólskar. Þetta svið feli meðal annars í sér „þjálfun starfsfólks í heilbrigðisþjónustu, varnaraðgerðir gegn eyðnismiti, meðhöndlun, umhyggja og margvísleg aðstoð til fjölskyldna eyðnismitaðra.

Hann sagði meðal annars: „Þessi aðstoð er möguleg sökum stuðnings ýmissa kaþólskra samtaka og Caritas International starfi nú í 102 löndum. Hvað áhrærir umönnun og eftirmeðferð sjúkra og skyldmenni þeirra beinist hún að munaðarleysingjum, ekkjum og eyðnismituðum. Í dag rekum við heilbrigðismiðstöðvar sem sérhæfðar eru á þessu sviði í 18 löndum: 13 í Afríku, 3 í Ameríku og 2 í Asíu. Fjármagnið kemur frá kaþólskum í 19 löndum bæði í Ameríku, Asíu, Evrópu og Afríku sjálfri.

Rússneskir kaþólikkar fara í pílagrímsferð til Rómar.
Nýlokið er einhverri fjölmennustu pílagrímsferð rússneskra kaþólikka til Rómar sem farin hefur verið eftir hrun Sovétríkjanna. Olga Karpova sem var fararstjóri í einum þeirra þriggja langferðabíla sem fóru til Rómar sagði að „tilgangurinn hefði verið að biðja við gröf Jóhannes Páls páfa II og heilsa upp á eftirmann hans. Í fyrstu töldum við okkur einungis vera 92 að tölu í tveimur bifreiðum, einum með Moskvubúum og öðrum hóp frá St. Pétursborg. En þar sem fjöldinn var svona mikill var einni bifreið bætt við með fólki frá Nizhnij Novgorod, Tjumen, Rostov-na-Donij og fleiri stöðum. Þannig voru 150 rússneskir kaþólikkar við gröf Jóhannesar Páls páfa II þann 16. maí og við áheyrn Benediktusar páfa daginn eftir. Þetta er fjölmennasti hópur Rússi í nútímasögu kaþólsku kirkjunnar í Rússlandi.

Tryggingarafsláttur fyrir konur sem neita að fara í
fóstureyðingu í Svisslandi.

Áætlun sem miðast að því að draga úr fjölda fóstureyðinga í Sviss býður konum upp á tryggingarafslátt. Að minnsta kosti fimm tryggingarfélög samþykktu að taka þátt í áætluninni sem bíður upp a 10% til 40% afslátt og hafa þúsundir kvenna tekið þessu tilboði. Nokkrar andstöðu hefur gætt og Josef Zisyadis sem er sérstakur ráðunautur kommúnistaflokksins andmælti þessari áætlun opinberlega. Svisslendingar ákváðu að útvíkka rétt til fóstureyðinga árið 2002 og skoðanakönnun sem náði til allrar þjóðarinnar leiddi í ljós að 72% væru hlynntir fóstureyðingum á fyrstu tólf vikum meðgöngu. Fæðingarstuðull Sviss er nú 1. 43 börn á konu eða vel undir endurnýjunarmörkum.

Senator Ted Kennedy: „Að greiða þessum breytingarákvæðum
atkvæði er einfaldlega hreint trúarofstæki.

Þetta voru viðbrögð Ted Kennedys við breytingarákvæðunum við stjórnarskrána sem fara fyrir atkvæðagreiðslu í Öldungadeildinni í þessari viku. Kennedy sem telur sig vera kaþólskan hefur afneitað því sem næst öllum kenningum kirkjunnar í grundvallaratriðum. Bill Donohues, forseti „Catholic League komst svo að orði: „Að stimpla þá sem styðja breytingarákvæðin sem trúarfstækismenn er aurkast sem líkja má við að segja að þeir sem styðji þau ekki séu „hommaelskendur.“

Donahue minnti einnig á þann almenna stuðning sem breytingartillagan nýtur: „Í síðustu kosningum greiddu 11 ríki gegn giftingu fólks af sama kyni, þar á meðal „frjálslynd“ ríki líkt og Oregon. Þar fyrir utan hafa 80% ríkjanna sett lög til verndar hjónabandinu. Hann áminnti Kennedy á þá staðreynd „að Biskuparáðstefna Bandaríkjanna styður breytingartillöguna og að trúarleiðtogar blökkumanna eins og Harry Jackson biskup væru henni hlynntir. Jafnvel í New York sýna skoðanakannanir að fólk er á móti giftingu fólks af sama kyni.“ Hann lauk orðum sínum með því að segja: „Er allt þetta fólk trúarofstækismenn, herra Kennedy? Skynsömu fólki getur greint á um það hvort stjórnarskrábreyting sé rétta leiðin, en einungis ofstækismenn halda því fram að stuðningsmenn hennar séu trúarofstækismenn.“

Fóstureyðingar eru glæpur sem ber að refsa fyrir segir Vatíkanið.
Stjórnardeild fjölskyldumála Vatíkansins hefur gefið út skýrslu sem grípur til einhverra sterkustu orðanna sem Vatíkanið hefur notað áratugum saman. Í innganginum að „Fjölskyldan og mannfjölgun“ má lesa: „Í dag er maðurinn orðinn sjálfum sér ráðgáta og lifir á tímum einhverrar mestu neyðar sem um getur í málefnum fjölskyldunnar. Fjölskyldan verður fyrir árásum sem aldrei fyrr. Hin nýju fjölskyldugildi eru að tortíma fjölskyldunni. Tæknigetnaður stefnir elskunni í voða og pólitísk stjórnun á fæðingartíðni leiðir til „íbúafækkunarvetrarins“ . . . Með þessum hætti stefnum við að síð-mennsku samfélagi. Það er aðkallandi að koma manninum til bjargar.“

Skýrslan skilgreinir fóstureyðingar sem glæp sem ber að refsa fyrir: „Í dag vill fólk réttlæti fóstureyðingar með því að yfirvöld eigi ekki að refsa fyrir fóstureyðingarglæpinn. Skýrslan fordæmir einnig árásina á fjölskylduna sem „sólmyrkva Guðs.“ „Sambúðarform samkynhneigðra krefst sömu réttinda eins og karlinn og konan. Það krefst jafnvel réttar til ættleiðinga. Konur sem lifa í lesbískri sambúð krefjast réttar til tæknifrjóvgunar eða fósturígræðslu.“ Í fyrsta kafla skýrslunnar er vikið að „getnaði“ og „hvers vegna fjölskyldan er hinn rétti vettvangur hans.“ Vikið er að því að tæknifrjóvgun sé ólöglegt athæfi sökum þess að „getnaður felst í því að miðla lífi í elskuríku sambandi karls og konu“ og „verði að grundvallast á sönnum manngildum.“

Hin heimspekilega forsenda þess að hverfa frá dauðamenningunni eru hin sammannlegu gildi og án víðsýnar mannfræði sem snertir sjálfan verundarkjarnann, andann, verður aldrei um neinn heildstæðan skilning að ræða á hugtakinu maður vegna þess að persónan og verundin hafa verið svipt öllu inntaki. Siðfræði og trúarbrögð sem eru grundvallargildi eru gengisfelld og gerð að „einkamáli.“ Endurkoma háspekinnar er óumflýjanleg til að öðlast tilfinningu fyrir því hvað felst í því að vera maður.“

Aðgerðahópar samkynhneigðra stela hostíum í altarisgöngu
og dreifa meðal „Regnbogabandsmeðlima.“

Aðgerðahópar samkynhneigðra fylgdu hótun sinni eftir um að trufla messur í kaþólskum dómkirkjum á Hvítasunnudag. S. l. sunnudag birtust 50 Regnbogabandsmeðlimir í Pálsdómkirkjunni í Minneapolis meðan á heilagri messu stóð. Þeir fengu ekki að ganga til altaris og upplausnarástand skapaðist þegar karlmaður sem ekki bar regnbogabandið meðtók hostíuna og braut og tók að dreifa meðal hópsins. Á s. l. ári gaf Vatíkanið út afdráttarlausa yfirlýsingu um að slíkum aðgerðarhópum mótmælenda yrði óheimilt að meðtaka altarissakramentið.

Aðgerðarhópar samkynhneigðra trufla messur á Hvítasunnunni:

Meðlimir Regnbogabandssamtakanna kalla Benedikt páfa „hommahatara“ og „lygara:“

Samkynhneigður sendiráðsstarfsmaður biður um flutning í starfi.
Einn starfsmanna hollenska sendiráðsins í Eistlandi hefur sótt um að verða fluttur í starfi til Kanada vegna þess að hann segir „að eistneskt þjóðfélag sé fjarri því að viðurkenna samlík tveggja karlmanna.“ Hans Glaubitz bað um þennan flutning í starfi eftir að hafa orðið fyrir „kynþáttahatri“ í Tallín sem beinst hafi gegn honum og ástmanni hans, hörundsdökkum Kúbana. Talsmaður hollensku utanríkisþjónustunnar sagði að beiðni hans fengi jákvæðar undirtektir.

Breytingar á viðauka við bandarísku stjórnarskrána náðu
ekki nægilegum meirihluta í Öldungadeildinni.

Bandaríska Öldungadeildinn hefur hafnað breytingarákvæðum þeim sem lögð voru fyrir þingið um að hjónaband karls og konu yrði samþykkt sem eina löglega sambúðarformið. Tillagan féll í atkvæða greiðslu þar sem 49 samþykktu ákvæðin, en 48 voru andvígir þeim. 60 atkvæða meirihluta er krafist til að stjórnarskrárbreyting nái fram að ganga. 45 ríki hafa samþykkt ákvæði um að standa vörð um hjónaband karls og konu. Öldungadeildarþingmaðurinn Sam Brownback (R) komst svo að orði: „Við hættum ekki fyrr en hjónaband karls og konu nýtur lagaverndar.“

Planned Parenthood tilkynnir 882 milljóna tekjur
og 63 milljóna dála hagnað.

Samkvæmt ársuppgjöri fyrir fjárhagsárið 2004-2005 er þetta næst mesti hagnaður samtakanna til þessa (Taka ber fram að þau hafa fengið um 4 milljarði dala af skattfé almennings síðan 1987). Planned Parenthood deyddi fleiri ófædd börn en á s. l. ári og batt enda á líf 255.015 barna með sogaðferðinni. Í þessari tölu eru ekki innifalin öll þau börn sem myrt eru með fóstureyðingarlyfjum. Samtökin reka meira en 800 fóstureyðingarstöðvar í BNA, 173 skurðstofur sem framkvæma barnamorð og 595 stöðvar sem dreifa lyfjum til að framkalla fósturlát. Á s. l. ári fengu samtökin 272.7 milljónir dala frá yfirvöldum sem styrki eða verktakasamninga.

Nágrannar leggja fram kvörtun sökum starfsemi Dignitas í Sviss
á líknarmorðsmiðstöð.

Íbúarnir segja sig vera búna fá sig fullsadda á því að sjá líkpoka borna út úr fjölbýlishúsi sínu og krefjast þess að Dignitas verði gert skylt að flytja starfsemi sína. Í apríl greindi breska dagblaðið Telegraph frá því, að fólk sem nýtti sér þjónustu Dignitas til að myrða sig kæmi og hringdi dyrabjöllunni á íbúð á fjórðu hæð fjölbýlishússins. Fólkinu væri gefin dauðasprauta og eftir að það væri dáið væri það annað hvort borðið niður sigann í líkpokum eða farið með það í lyftunni.

Íbúarnir segja að þeir hafi fengið sig fullsadda af þeirri skelfilegu starfsemi sem ætti sér stað þarna. Ein konan tjáðið Telegraph frá því að íbúð Dignitas væri beint fyrir ofan heimili hennar. Gloria Sonny, 53 ára gömul kona, sagði við blaðamanninn: „Við köllum þetta hryllingshúsið.“ Kelvin Leneveu sem býr á nædtu hæð fyrir neðan ásamt vinkonu sinni og fjögurra ára gömlum syni sagði við Telegraph: „Þetta er óhugnanlegt. Gólfin eru þunn svo að við heyrum allar hreyfingar þarna uppi og vitum að nú mun einhver láta lífið.“

Grein Telegraphs:

500 læknar frá 26 löndum koma saman til að staðfesta
dæmi um lækningar Guðs.

Meira en 500 læknar frá 26 löndum komu saman í Cebu á Filippsreyjunum á ráðstefnu sem stóð yfir frá 1. til 2. júní og lögðu fram sannanir fyrir dæmum um lækningar Guðs. Heiti ráðstefnunnar var „Guðrækni og læknisfræði“ og var haldin á vegum Alþjóðasambands kristinna heilbrigðisstofnanna (WCDN). Ráðstefnan lagði áherslu á Guð sem „læknirinn“ og dr. Sven Frederik, danskur læknir, sagði: „Ef slík ráðstefna væri haldin í Norðurevrópu myndu margir menntamenn samþykkja kraft Guðs.“

Vefsíða the World Christian Doctors Network má sjá á:

Lögþvinguð líknarmorð – Næsta skrefið sem Bretland mun taka.
TimesOnline greinir frá því að virtur siðfræðingur á sviði læknisfræðinnar, Len Doyal, prófessor í siðfræði við „Queen Mary University of London“ fullyrti að andlát með aðstoð lækna væru þegar orðin svo útbreidd í Englandi, að nauðsynlegt væri að skilgreina þau betur út frá lagalegum forsendum. Doyal segir jafnframt að iðkun „þvingaðra“ (involutary) líknarmorða væri orðin svo útbreidd að nauðsynlegt væri að veita læknum lagavernd.

Í grein sem Doyal birti í „the Royal Society of Medecine Journal“ segir hann að svelting og afvökvun (dehydration) sjúklinga sem væri algeng í Bretlandi sem erlendis, bæri einfaldlega að skilgreina það sem hún er: Líknarmorð. „Ef til vill eru læknar ekki reiðubúnir að viðurkenna þetta og nefna ákvörðun sína „að lina þjáningar,“ en að neita ólæknanandi sjúklingum um meðferð til að halda þeim á lífi er siðfeðrilega séð líknarmorð.“ Hann leggur til að vandamálið sem felst í þjáningum þeim sem samfara eru „uppþornun“ verði einfaldlega leyst með þvinguðum líknarmorðum.

Frumvarp Joffes lávarðs um hjálp til að deyja (Assisted Dying Bill) – sem veitti læknum rétt til að gefa langveikum sjúklingun lyf sem bindi enda á líf þeirra – er í biðtöðu fyrir þinginu næstu sex mánuðina. En líknarmorðshreyfingin í Bretlandi er sterk og nýtur viðurkenningar fyrir dómstólum. Doyal er sérlegur ráðgjafi „the General Medical Council, the Department of Health, the Royal Colleges of Surgery and Medicine“ og „the Medical Research Council“ og meðlimur í „the British Medical Association (BMA).“

Sá létti í vikulokin
Núna í vikunni rétt fyrir flokksþing Framsóknarmanna sá Guðni landbúnaðarráðherra að búið var að skrifa á framrúðuna á jeppanum hans með merkipenna: „Þú ert halló og líka púkó!“ Hann brást að sjálfsögðu illa við þessu og kærði atvikið þegar í stað til lögreglunnar. Eftir ítarlega vettvangsrannsókn hringdi lögreglan í Guðna og sagði: „Við getum bæði sagt þér slæmar fréttir og enn verri fréttir. Hvora viltu heyra fyrst?“ „Hver er sú slæma?“ spyr þá Guðni. „Þetta var gert með merkipennanum hans Halldórs.“ „Það er ekki að því að spyrja, aldrei lætur hann sér tækifæri úr hendi sér sleppa til að gera lítið úr mér. Hver er þá sú enn verri?“ Lögreglumaðurinn svarar: „Þetta er skriftin hennar Valgerðar . . .“

No feedback yet