« Ritningarlesturinn 26. júní 2006Kaþólska fréttasjáin: Vikan 11. júní til 17. júní 2006 »

24.06.06

  09:03:07, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 3781 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 18. júní til 24. júní 2006

Sérfræðingar segja að smokkar séu fölsk vörn gegn eyðni – Frakkland: 51% andvígir „hjónabandi“ samkynhneigðra, 60% andvígir ættleiðslu samkynhneigðra – Filippseyingar hafna kynfræðslu í skólum sökun andstöðu kaþólskra – Skosk yfirvöld fastákveðin í að leggja áherslu á að uppfræða skólabörn um samkynhneigð – Kristinn höfundur varar við innhverfri íhugun eða TM – Samkynhneigð ber vott um sálrænt jafnvægisleysi segir í skýrslu frá Pentagon – Kardínáli hvetur til þess að bresku fóstureyðingarlögin verði endurskoðuð – Fyrstu þingsályktunartillagan um herta fóstureyðingalöggjöf lögð fram í Kanada – Vatíkanið fordæmir stefnu Amnesty International m.t.t. fóstureyðinga – Hagfræðingur: Stefna Kínverja að fæða aðeins eitt barn mun gera út um efnahagslega afkomu landsins í framtíðinni – Forseti Lettlands grípur til neitunarvalds gagnvart þinginu – Mikilvægi guðrækni hins Alhelga Hjarta – Sá létti í vikulokin.

Sérfræðingur segir að smokkar séu fölsk vörn gegn eyðni.
Sue Ellin Browder sem er dálkahöfundur um heilbrigðismál og skrifar fyrir Crisis Magazine fullyrðir að sprenginguna í útbreiðslu eyðni megi að hluta til rekja til oftrúar á notkun smokka: „Fram að þessu liggja engin haldbær rök fyrir sem leiða í ljós annað en að smokkar eigi þátt í hinni miklu útbreiðslu eyðni í Miðafríku.“ Hún leggur fram sannanir máli sínu til stuðnings sem sýna fram á að sprengingin í útbreiðslu eyðnifaraldursins í Afríku helst í hendur við dreifingu smokka. Hún vísar til tölfræðilegra upplýsinga frá Suðurafríku sem leiða í ljós að smokkamagnið jókst úr 6 milljónum árið 1994 í 198 milljónir 1998 á sama tíma sem tíðni eyðnismitana jókst um 57%.

Skýrsla frá Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNAIDS) frá 2003 varar við því að treysta svo mjög á smokka til að hefta útbreiðslu eyðni. Skýrslan var eins og hnefahögg í andlit fólksfækkunarsinna sem hafa sífellt fullyrt að smokkar fælu í sér 100% vörn. Dr. Norman Hearst frá Kalifórníuháskólanum varaði alvarlega við oftrú manna á smokkum sem vörn gegn eyðni í skýrslu árið 2004. Hann lagði fram marktækar niðurstöður sem sýndu fram á samband milli aukningar á sölu á smokkum í Kenýa og Botswana og aukinnar útbreiðslu á eyðni.

Sjálf setur Browder aukninguna á útbreiðslu eyðni í beint samband við kynlífsbyltinguna á Vesturlöndum í grein í Crisis Magazine árið 2004: „Sannleikur málsins er sá að afleiðingar þessarar byltingar eru skelfilegar . . . Í dag horfumst við í augu við 12 afbrigði kynsjúkdóma sem hafa sýkt 42 milljónir um allan heim og orðið 23 milljónum að aldurtila.“

Meira um saman efni:
http://www.zenit.org/english/visualizza.phtml?sid=91414

Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að smokkar bregðist í 10% tilvika:
http://www.lifesite.net/ldn/2003/jun/03062303.html

Nýjar rannsóknir staðfesta að smokkar eru varasöm vörn gegn eyðni:
http://www.lifesite.net/ldn/2004/jan/04011408.html

Reiði Sameinuðu þjóðanna gegn miklum árangri í Úganda gegn eyðni
með aðgát í kynlífi:
http://www.lifesite.net/ldn/2005/oct/05101404.html

 
Frakkland: 51% andvígir „hjónabandi“ samkynhneigðra, 60% andvígir
ættleiðslu samkynhneigðra.

Ríflega helmingur frönsku þjóðarinnar er andvígur „hjónabandi“ samkynhneigðra og hart nær 2/3 andvígir tæknifrjóvgum samkynhneigðra. Skoðanakönnun sem birtist í vikunni í Le Nouvel Observateur leiðir þetta í ljós. Könnunin var framkvæmd 6. til 7. júní s. l. 45% þjóðarinnar eru hlynnt „hjónabandi“ fólks af sama kyni. Stuðningurinn við ættleiðingu samkynhneigðra para var jafnvel enn lægri. 60% sögðust vera andvígir ættleiðingu samkynhneigðra af báðum kynjum. Talan var hærri eða 62% hvað áhrærir ættleiðingu karla, 35% hlynntir henni.

Meirihluti þeirra sem voru spurðir eru einnig andvígir tæknifrjóvgun. 54% voru andvíg henni, 42% hlynnt. Skýrsla á vegum franska þingsins sem birtist í febrúar s. l. var andvíg lögleiðingu „giftingum“ samkynhneigðra og aðstoð við tæknifrjóvganir. Eftir áralangt samráð við ýmsa sérfræðihópa komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að „réttur og vernd barna hefði forgang fram yfir réttindi og tilhneigingar fullorðins fólks.

Tvo helstu frambjóðendurna í forsetakosningunum á næsta ári greinir mikið á í afstöðunni til samkynhneigðra. Innanríkisráðherrann, Nicoalas Sarkozy, sem nýtur sem stendur 32% stuðnings er andvígur auknum réttindum samkynhneigðra, en frambjóðandi sósíalista, Ségolène Royal nýtur 30% fylgis. Hún hefur lýst því yfir að ef hún verði kjörin forseti muni hún lögleiða „giftingar“ samkynhneigðra.

Skýrsla á vegum franskra stjórnvalda: Ekkert „hjónaband“ til handa
samkynhneigðum:
http://www.lifesite.net/ldn/2006/feb/06021601.html

Filippseyingar hafna kynfræðslu í skólum sökun andstöðu kaþólskra.
Ríkisstjórnin á Filippseyjum hefur ákveðið að hætta við tilraun við kynfræðslu í skólum sökum andstöðu kaþólska biskuparáðsins. Menntamálaráðuneytið hafði þegar hafið tilraun með slíka kynfræðslu í tveimur skólahverfum á Stórmanilasvæðinu. Íbúaráð Sameinuðu þjóðanna hafði lýst þessu sem „jákvæðu“ skrefi, en eins og kunnugt er hafa SÞ beitt fjölmörg lönd Þriðja heimsins áköfum þrýstingi til að stórauka fóstureyðingar og „kynfræðslu“ í skólum. Dr. Angelita Aguirre hjá „Human Life International“ hefur vakið athygli á því að beinlínis væri um rangar upplýsingar að ræða í fyrirhugaðri kynfræðslu þar sem væri gert alltof of mikið úr öryggi smokka sem vörn gegn útbreiðslu kynsjúkdóma. Sitjandi ráðherra, Fe Hidalgo skipaði svo fyrir að hætt yrði við þessa tilraun þegar hún sá hversu hörð viðbrögð fólks voru gegn henni.

Biskuparáð Filippseyja andvígt kynfræðslu í skólum:
http://www.lifesite.net/ldn/2006/jun/06061205.html

Skosk yfirvöld fastákveðin í að leggja áherslu á að uppfræða skólabörn um samkynhneigð.
Skosk yfirvöld íhuga það á ný alvarlega að halda sérstök námskeið fyrir grunnskólanemendur um samkynhneigð til að koma í veg fyrir „hommahatur“ og koma upp forvörnum til verndar börnum sem telja sig samkynhneigð. Times online greinir frá könnun sem gerð var af hálfu „Edinburgh University’s Centre for Education for Racial Equality and Lesbian, Gay, Bisexual and Transgender (LGBT) Youth Scotland“ spurði börn á Internetinu um kynhneigð sína. Árangurinn var að tvö 12 ára gömul börn töldu sig vera samkynhneigð. Önnur átta börn sögðu að þau væru að velta því fyrir sér hvort þau væru hommar, lesbíur eða tvíkynhneigð.“ Með hliðsjón af þessari niðurstöðu hafa þeir sem stóðu að rannsókninni krafist þess að komið verði á fót víðtæku kerfi samræðuhópa og að glæða tilfinningu barna fyrir kynhneigð sinni sem hneigðust til samkynhneigðar.

Victor Topping hjá kennarasambandinu NASUWT sagði að þessi viðbrögð væru „öfgakennd“ Hann komst svo að orði: „Hvernig getur 12 ára gamalt barn vitað hvort það sé samkynhneigt? Á þessum aldri skortir börn lífsreynslu og hafa enga reynslu af samskiptum við gagnstætt kyn. Það er alls ekki aðkallandi að fræa börn í grunnskólum um samkynhneigð.“ Fræðsluefni um samkynhneigð liggur nú frammi um samkynhneigð í Skotlandi eftir að skoska þingið samþykkti þetta árið 2000 í mikilli andstöðu við viðhorf almennings og kirkjulegra yfirvalda.

Skoskir skólar uppfræða börn um „öryggi“ kynlífs samkynhneigðra:
http://www.lifesite.net/ldn/2006/may/06052306.html

Aðgerðarhópar samkynhneigðra grípa til aðgerða gegn skólun trúfélaga í Bretlandi:
http://www.lifesite.net/ldn/2006/jun/06060203.html

Kristinn höfundur varar við innhverfri íhugun eða TM.
Dave Hunt varar við innhverfri íhugun í nýjustu bók sinni „Yoga and the Body of Christ.“ Það var Maharisishi Mahesh jógi sem kynnti TM í Bandaríkjunum. Hunt segir að Maharishi noti TM til að stunda hindúískt trúboð með vísindalegu yfirbragði. Hann neitar að trúa þeim sem halda því fram að TM sé ekki trúarleg iðkun. Meðal annars bendir hann á að þær „möntrur“ sem stuðst er við í TM séu nöfn guða Hindúismans og geti orðið þess valdandi að viðkomandi upplifi andlegar árásir. Í bók minni kem ég með dæmi um fólk sem framdi sjálfsmorð eða varð vitskert og endaði í einangrunarklefa, en aðrir urðu mjög árásargjarnir. Allt átti þetta sér stað undir leiðsögn Maharisishi Mahesh jóga meðal þess hóps sem átti að verða að andlegum leiðbeinendum hans.

Samkynhneigð ber vott um sálrænt jafnvægisleysi segir í skýrslu frá Pentagon.
Aðgerðarhópur hlynntur samkynhneigð sem nefnist „Center for the Study of Sexual Minorities in the Military“ og starfar við University of California í Santa Barbara segist hafa uppgötvað skýrslu sem skilgreini samkynhneigð sem sálrænt jafnvægisleysi. Samkvæmt því sem samtökin segja er þessi skýrsla Varnarmálaráðuneitisins undirrituð af aðstóðarvarnarmálaráðherranum árið 1996 og endurskoðuð 2003 og merkt „í fullu gildi.“ Skýrsla frá 1998 sem fjallar um stefnu hersins kveður svo á „að þjónusta þeirra sem hneigjast til iðkunar hómósexualisma leiði til ósættanlegrar siðrænar áhættu.“ Talsmaður Pentagon, Jeremy M. Martin segir að skýrslan sé nú í endurskoðun.

Kardínáli hvetur til þess að bresku fóstureyðingarlögin verði endurskoðuð.
Cormac Murphy-O´Connor kardínáli og erkibiskup af Westminster átti einkafund með Patricu Hewitt, heilbrigðismálaráðherra bresku stjórnarinnar þann 20. júní til að ræða endurskoðun á fóstureyðingarlögunum í ljósi þess hvernig lífefnafræðilegar ákvarðanir væru teknar í Bretlandi. Hann greindi ráðherranum frá því að hann teldi það tímabært að endurskoða fóstureyðingalögin frá 1967 sökum vaxandi áhyggna í landinu af fjölda fóstureyðinga. Fundur kardínálans með ráðherranum kemur í kjölfar þess að konur í Bretlandi krefjast þess að lögin verði hert. Árlega eru framkvæmdar 190.000 fóstureyðingar, en þetta er um 20% allra fæðinga í Bretlandi. Kardínálinn vakti athygli á því að „það væri vaxandi óánægja í Bretlandi sökum þessa fjölda fóstureyðinga. Löggjöf okkar ætti að endurspegla þessa óánægju. Vísindin hafa farið fram úr hæfileika okkar til að hugleiða málin.“

Fyrstu þingsályktunartillagan um herta fóstureyðingalöggjöf
lögð fram í Kanada.

Frjálslyndi þingmaðurinn Paul Steckle lagði fram frumvarp á kanadíska þinginu þann 20. júní, Bill C-338, þar sem lagt er til að refsiákvæðum laga verði breytt í þá átt, að fóstureyðingar eftir 20 viku meðgöngu verði gerðar refsiverðar, en í Kanda eru fóstureyðingar sem stendur löglegar alla meðgönguna. Jim Hughes, framkvæmdastjóri „Campaign Life Coalition (CLC) hinum pólitíska armi lífsverndarsinna í Kanda komst svo að orði: „Við fögnum frumkvæði Paul Steckles, þingmanns frjálslyndra frá Huron-Bruce. Sérhver skoðanakönnun sem gerð hefur verið síðustu 10 árin hefur gefið til kynna að meirihluti Kanadamanna vill láta setja einhverjar takmarkanir.“

Síðustu upplýsingar frá því í október 2005 leiða í ljós að 60% Kanadamanna vilja að mannslíf njóti verndar með einhverjum hætti og hefur þetta hlutfall haldist stöðugt frá árinu 2002 sem þakkað er fræðslustarfi lífsverndarsinna. Frumvarpið felur í sér að fóstureyðing sem framkvæmd er eftir 20 viku meðgöngu varði allt að 5 ára fangelsi og sekt sem nemi 100.000 dölum. Undantekningarákvæði eru í lögunum ef líf konu sé stefnt í voða meðan á meðgöngu stendur.

Vatíkanið fordæmir stefnu Amnesty International m.t.t. fóstureyðinga.
Renato Martino kardínáli og yfirmaður Ráðs Páfastóls um frið og réttlæti og Ráðs um sálgæslu innflytjenda hefur varað Amnesty International gegn því að breyta stefnu sinni gegn fóstureyðingum. AI eru einhver þekktustu samtök í heiminum (og í reynd stofnuð að kaþólskum manni) og hafa lýst því yfir að þau hyggist endurskoða stefnu sína til fóstureyðinga. og styðja svo kallaðan „rétt til fóstureyðinga“ í stað þess að vernda ófædd börn.

Í viðtali við Reuters á þriggja daga heimsókn til Singapore sagði kardínálinn: „Ég virði Amnesty International mikils, en með þessu binda þeir hendur sínar. Ég vona að þeir geri þetta ekki vegna þess að ef sú verður raunin, gera þeir sig óhæfa sem mannréttindasamtök.“ Vernda þeir þá rétt allra. Nei! Ekki hinna ófæddu vegna þess að þau munu verða myrt.“ Kardínálinn varaði AI við því að ef þeir héldu fast við þennan ásetning myndu samtökin glata stuðningi kaþólskra með því að skilgreina fóstureyðingar sem mannréttindi. Kanadíska, breska og nýsjálenska deild samtakanna hafa þegar samþykkt þessa nýju stefnu.

Hagfræðingur: Stefna Kínverja að fæða aðeins eitt barn mun gera út um
efnahagslega afkomu landsins í framtíðinni.

Hagfræðingurinn Greg Peel sem er dálkahöfundur fyrir FNArena.com um efnahagsmál varar við því að skortur á vinnuafli muni hafa alvarleg áhrif á afkomu Kínverja í framtíðinni. Sú stefna sem innleidd var árið 1979 að heimila fólki einungis að eignast eitt barn mun leiða til 10% samdráttar í vinnuafli um 2030. Samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum Sameinuðu þjóðanna mun fjöldi íbúa yfir sextugt hafa tvöfaldast um 2030, samtímis því sem vinnuaflið dregst saman um 10%. Peel bendir á að skortur á vinnuafli muni setja landið í slæma stöðu gagnvart öðrum löndum í Asíu

Ítarlegri umfjöllun:
http://www.fnarena.com/index2.cfm?type=dsp_newsitem&n=CBF416E5-3048-5296-A2330418AE70A927

http://www.lifesite.net/ldn/2004/feb/04021806.html

Forseti Lettlands grípur til neitunarvalds gagnvart þinginu.
Einungis viku eftir að lettneska þingið hafnaði kröfum Efnahagsbandalagsins um að setja orðið „kynhneigð“ einn í jafnréttislög sín greip Vaira Vike-Freiberga til neitunarvalds síns og sendi lögin til baka til þingsins: „Leyfið mér að vekja athygli á því að í aðildarviðræður Lettlands og EB . . . var engin athugasemd gerð við kröfu um kynhneigð sem hluta mannréttindaákvæða. Vika-Freiberg bendir á að samkvæmt þeim ströngu reglum sem giltu um aðild Lettlands að EB verði landið að setja orið „kynhneigð“ inn í mannréttindaákvæði sín eins og önnur lönd innan EB.

Bréf forsetans í heild:
http://ukgaynews.org.uk/Archive/2006june/2104.htm

Mikilvægi guðrækni hins Alhelga Hjarta.
Hátíð hins Alhelga Hjarta Jesús sem haldin er í dag (föstudaginn 23. júní) er haldin jafnhliða hálfrar aldar minningu hirðisbréfs Píusar páfa XII, Hauretis Aquas. Í þessu tilefni hefur Benedikt páfi XVI. skrifað bréf til föður Peter Hans Kolvenbachs, yfirboðara Jesúítareglunnar. ZENIT átti viðtal við föður Massimo Taggi, framkvæmdastjóra Boðunarstarfs bænarinnar á Ítalíu (samtaka sem vinna að útbreiðslu guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú).

Sp: Hversu mikilvæg er guðrækni hins Alhelga Hjarta í dag?

Faðir Taggi: Í heimi sem annars vegar mótast af afar jákvæðum þáttum, bæði á sviði vísinda, tækni, menningar og í samfélagsmálum með mikilli réttlætiskennd, friði og samstöðu, en sem er jafnhliða afar reikull í ráði og vegvilltur í gildismati sínu, er áþreifanleg og efnisleg guðrækni hins Alhelga Hjarta afar mikilvæg til að tjá hina sönnu ímynd Guðs og djúpstæða merkingu þess fyrir lífið.

Ef það sem franskur hugsuður orðar með svo miklum ágætum er, að „gæði lífsins ráðist af gæðum hins skynjanlega,“ að snúa til hjartans í skilningi Biblíunnar sem miðju mannsins þar sem hugsanir, ákvarðanir og skynjanir finna sér tilvistarlega samsemd, og einkum til Hjarta Jesú, hins holdgaða Orðs, þá er þetta konungsvegurinn til að njóta unaðar vatna hjálpræðisins.

Eða eins og hans heilagleiki Benedikt XVI. kemst að orði í hirðisbréfi sínu „Deus Caritas Est:“ „Sérhver sá sem þráir að gefa elsku verður einnig að þiggja elskuna að gjöf. Vissulega getum við orðið að uppspretta sem fljót hins lifandi vatns streymir frá, eins og Drottinn segir okkur. En til þess að verða að slíkri uppsprettu verðum við sífellt að bergja af hinni upphaflegu uppsprettu sem er Jesús Kristur, en elska Guðs streymir fram úr gegnumnístu hjarta hans.“

Sp: Hvers vegna hefur dregið úr þessari guðrækni á síðustu 30 árum?

Faðir Taggi: Í raun og veru hefur alls ekki dregið úr henni. Jafnvel á tímabilinu eftir kirkjuþingið hélt guðræknin á hinu Alhelga Hjarta áfram að vera til, einkum meðal almennings og í útbreiddri guðrækilegri iðkun, eins og í þeirri daglegri bænaiðkun sem Boðunarstarf bænarinnar boðar og tilbeiðslunni á fyrsta föstudegi hvers mánaðar.

Samtímis þessu er rétt að hún hefur verið dregin í efa og ýtt til hliðar með þeim yfirveguðu rökum að að hún feli í sér að verða að fórnardýri „guðrækisisma,“ eða á því sem á sér miklu minni stoð, að eftir Annað Vatíkanþingið sé ekkert svigrúm fyrir slíkt.

Helsta ástæðan að baki þessarar kreppu er það sem lá ekki nægilega ljóst fyrir, að hér er ekki um léttvæga viðbótarguðrækni að ræða, heldur guðrækni sem er jafn gömul og kristindómurinn, eins og Benedikt páfi kemst að orði í bréfi sínu til föður Kolvenbachs þann 15. maí s. l.

Sp: Með hvaða hætti verður haldið upp á hálfrar aldar minningu Haurietis Aquas Píusar páfa?

Faðir Taggi: Við höfum ákveðið að halda landsfund á vegum Boðunarstarfs bænarinnar sökum hálfrar aldar minningar Haurietis Aquas af tvenns konar ástæðu: Þetta hirðisbréf var mikilvægt sem fjallaði með yfirgripsmiklum og djúpstæðum hætti um guðrækni hins Alhelga hjarta og sökum þess að við erum þess fullvissir að heimur nútímans þarfnast þess að uppgötva elsku Guðs og að ástúð en ekki tilfinningasemi er óhjákvæmilegur þáttur í áþreifanlegu sambandi við Guð í Jesú Kristi. Að miskunnsemi sem er bæði þegin og gefin er grundvöllur friðar á öllum sviðum allt frá fjölskyldunni til fjölmenningarlegra samskipta, eins og kemur glöggt í ljós í kenningum þeirra Jóhannesar Páls II og núna Benedikts XVI.

Boðunarstarf bænarinnar varð til í Vals nærri Le Puy í Frakklandi þann 3. desember 1844 að frumkvæði föður Xavier Gautrelet sem var jesúíti. Starfið hófst sem viðleitni til að skapa andlega hópa meðal prestnema í Jesúítareglunni og breiddist skjótt til hinna ýmsu hluta kirkjunnar. Það var enn annar jesúíti sem blés miklu lífi í starfið, faðir Henry Ramier og það svo mjög, að að í lok nítjándu aldar mátti finna 35.000 staðbundna söfnuði og stofnanir bæði innan og utan Evrópu með yfir 13 milljónum skráðra meðlima.

Hreyfingin barst fljótt til Ítalíu á vegum Barnabítanna í Napolí og náði einkum mikilli útbreiðslu sökum starfs blessaðrar Caterine Volpicelli. Hlutverk Boðunarstarfs bænarinnar má skilgreina sem „meðvitaða og virka skírn, einkum í hinum almenna prestdómi sem er köllun allra hinna skírðu.“ Þetta er framkvæmt með daglegri fórn okkar eigin reynslu í sameiningu við Evkaristíufórn Jesú og í ljósi þeirra sérstöku tilefna sem páfi velur mánaðarlega fyrir allt samfélag kirkjunnar og með helgun – persónulegri og fjölskyldunnar og svo framvegis – til hins Alhelga Hjarta Jesú sem sérstakri tjáningu skírnarhelgunarinnar. Hvað áhrærir meðlimi gefa nýlegar og áreiðanlegar kannanir til kynna að 50 milljónir manna fylgja Boðunarstarfi bænarinnar um allan heim.

Sá létti í vikulokin
Trúboðsprestur nokkur sá að trúboðsstöðin þarfnaðist þess átakanlega að verða máluð. Eitt sinn hafði hún verið hvít og falleg. Daginn eftir fór hann í nærliggjandi þorp og keypti sér tíu lítra af hvítri málningu. Síðan fór hann heim og tók til að mála trúboðsstöðina.

Hann lauk við að mála fyrstu hliðina og hún leit ljómandi vel út. En þá sá hann að hann hafði þegar klárað fimm lítra af málningunni. Þar sem leiðin til þorpsins var erfið yfirferðar vildi hann ekki fara aftur til að kaupa meiri málningu. En þá minntist hann þess að hann ætti þynni í geymslunni. Hann blandaði þá afganginn af málningunni með þynni og tók aftur við að mála.

Starfið sóttist honum vel og málningin nægði á hinar þrjár hliðarnar. En um nóttina hellirigndi og þegar hann kom út um morguninn til að dást að verki sínu sá hann, að fyrsta hliðin sem hann hafði málað leit ljómandi vel út, en málningin hafði skolast af hinum þremur hliðunum.

Trúboðspresturinn leit þá örvæntingarfullur til himins og sagði: „Hvað á ég að gera?“

Þrumuraust barst af himnum sem sagði : „Málaðu aftur og notaðu engan þynni!“

4 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Góður þessi, Jón bróðir! – Og þakka þér svo enn og aftur ötula fréttaveitu. Ýmislegt merkilegt kemur hér fram, svo sem frá Kína, Kanada og Bretlandi, ásamt frétt af skozkum afkáraskap og öðrum fréttum varðandi fósturdeyðingar, eyðni og samkynhneigð, auk fólksfækkunarmála, kynfræðslu og bænalífs.

Skyldi Vaira Vike-Freiberga takast að kúga lettlenzka þingið? Þeir atburðir – og sérstaða Lettlands fyrir hugrekkið að setja í stjórnarskrána ákvæði um að hjónabandið sé aðeins fyrir karl og konu – leiða hugann að því, hvort hugsanlega verði ofurvaldi sósíalistanna í EB einhvern tíma hnekkt. Þeir náðu þar ráðandi stöðu, en hafa ekki alltaf haft hana. Fylgifiskurinn varð stuðningur við fósturdráps"réttindi” og delluhugmyndir um samkynhneigð, sem þeir taka svo alvarlega að vilja helzt reyra þann rétttrúnað fastan í lögggjöf allra EB-ríkja með ýmsum ofréttindaákvæðum. Ætli það hafi líka haft áhrif á ríkisstjórn okkar við hennar fráleitu ákvörðun sl. sumar að lögleiða frumættleiðingar homma og lesbía og tæknifrjóvganir lesbía?

Afstaða Frakkanna í skoðanakönnuninni í þessum mánuði er lærdómsrík (og Le Nouvel Observateur er þekkt blað og virt). Ef aðeins eru meðtaldir þeir, sem afstöðu tóku, eru 63,92% manna andvíg því, að hommar fái að ættleiða börn, en 36,08% fylgjandi því. Munurinn er naumari, þegar spurt er, hvort samkynhneigðir eigi að fá að ganga í hjónaband, en greinilegur meirihluti þó andvígur því. Miklu meiri væri andstaðan, ef spurt væri um kirkjulega hjónavígslu homma og homma eða lesbíu og lesbíu.

24.06.06 @ 13:42
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Já, þeir eru slæmir í félagsfasismanum í EB sossarnir, eins og Andrés Magnússon kallar forræðishyggju þeirra gjarnan í Blaðinu. Það sem er verra er að þeir reka „trúboð“ fyrir þessu rugli í Suðurameríku sem kostað er af evrópskum skattgreiðendum. Þannig skilyrða þeir efnahagsaðstoð við latnesku Ameríku við að þeir taki upp fóstureyðingastefnu EB, samanber Argentínu fyrr i vor.

En þessir strákar og stelpur standa á hálum ís og hætt er við að bakslagið sé ekki langt undan, þegar evrópskir kjósendur gera sér ljóst hvert stefna þeirra leiðir þarna í Brüssel, það er að segja að auðvelda Íslam yfirtökuna.

Í raun er niðurstaðan ávallt sú sama þegar þessi söfnuður kemst til pólitískra áhrifa eins og sagan sannar: „KATASTRÓFA!“

24.06.06 @ 14:42
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það er athyglisvert að fregna að konur á Bretlandi hafi frumkvæði að því að fóstureyðingalöggjöfin sé hert. 20% allra fæðinga er býsna há tala. Lítið hefur heyrst frá íslenskum kvennasamtökum um þessi mál þrátt fyrir að eitthvað hljóti að vera hægt að betrumbæta í félagslegum aðstæðum kvenna ef horft er á þann fjölda sem fer í fóstureyðingu af félagslegum ástæðum.

Bjóða þyrfti þessum konum upp á miklu fleiri úrræði og vissulega hljóta menn að ætla að kvennasamtök hafi frumkvæði að slíku, t.d. innan stjórnmálaflokkanna. Hefur í alvöru ekkert gerst hér síðastliðin 30 ár? Sjá þessar konur ekki að kvenfrelsi á forsendum fóstureyðingar er hin fullkomna kvennakúgun? Í Afríku eru brjóst straujuð og konur umskornar og okkur hryllir við. Okkar aðferðir eru ekki eins sýnilegar en í þeim felst deyðing lífs sem hefur kviknað.

Það hugarfar að óheft kynlíf sé normið brýtur niður samfélagslegar varnir kvenna og með því að gangast inn á það hugarfar meðtaka konur karlrembuviðhorf samfélagsins og gera þau að sínum.

25.06.06 @ 20:54
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Vel mælt, Ragnar.

25.06.06 @ 23:20