« Um kaþólskar fyrirbænir samkvæmt hinni heilögu arfleifðPadre Pio – Presturinn heilagi »

19.05.06

  20:09:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 4055 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kaþólska fréttasjáin: Vikan 14. til 20. maí 2006

Benedikt páfi XVI leggur áherslu á boðskap hins Flekklausa Hjarta Maríu.
Þegar Benedikt páfi ávarpaði þá sem voru viðstaddir þegar stytta vorrar Frúar frá Fatíma kom til Rómar í minningu þess að 25 ár voru liðin frá tilræðinu við Jóhannes Pál páfa II lagði hann áherslu á boðskap hennar: „Að lokum mun hið Flekklausa Hjarta mitt sigra“ komst hann að orði í Regina Caeli ávarpinu á sunnudaginn, jafnframt því að minnast orð „hvítklæddu konunnar“ sem birtist fjárhirðunum þremur í Fatíma 1917. Páfi lagði áherslu á að boðskapur hinnar blessuðu Meyjar til þeirra Francisco, Jacintu og Luciu „væri í samhljóðan við Lourdes og ákall til bæna og iðrunar.“ Í ávarpi sínu til fólksins á Péturstorginu sagði páfi: „Þrátt fyrir að enginn hörgull hafi verið á áhyggjuefnum og þjáningum þá er boðskapur „hvítklæddu konunnar“ til barnanna afar huggunarríkur: „Að lokum mun hið Flekklausa Hjarta mitt sigra.“ Stytta vorrar Frúar frá Fatíma kom frá Portúgal á föstudaginn í s.l. viku og verður komið fyrir hjá íhugunarsamfélagi Benediktusarsystranna í klaustri Mater Ecclesiae. Í lok heilagrar messu las Runi kardínáli ávarp frá páfa þar sem sú von var sett fram „að boðskapurinn frá Fatíma mætti njóta vaxandi viðurkenningar og allt hið mennska samfélag á jörðu fengi að bera skyn á hann.“ (Sjá heimasíðu Fatíma).

Lífsverndarsinnar vara við „hómófasisma“ virkra baráttuhópa samkynhneigðra.
Á fundi sínum þann 6. maí varaði Population Research Institute í Bandaríkjunum við augljósum fasískum tilhneigingum meðal virkra hómósexualista sem stefni að því að skerða allt trúarlegt tjáningarfrelsi sem felur í sér gagnrýni á þá. Joseph A. D´Agostino upplýingafulltrúi PRI kemst svo að orði: „Í dag er svo komið að virkir baráttuhópar samkynhneigðra „til hægri“ eru staðráðnir að þvinga upp á vestræn samfélög nýheiðni sem er fjandsamleg lífinu, fjölskyldunn og trúarbrögðunum og að láta refsa þeim sem samþykkja ekki viðhorf þeirra.“ PRI sem hefur gegnt lykilhlutverki um allan heim við að benda á falsanir fólksfækkunarsinna sér beint samband á milli miskunnarlausrar fólksfækkunar og andspyrnuhreyfinga samkynhneigðra. Hómósexualistar og þeir sem ánetjast þeim eru misnotaðir af hálfu fólksfækkunarsinna. Rétt eins og nasistar notfærðu sér hómósexualisma til þess einungis að losa sig síðar við hann þegar hann þjónuðu ekki lengur hagsmunum þeirra.

D´Agostino bendir jafnframt á að „hómósexualismi sé í eðli sínu andvígur eðlilegri tímgun og sú mikla áróðursherferð sem nú er rekin fyrir hómósexualisma komi á sama tíma sem fæðingartíðnin hefur fallið niður fyrir lágmark endurnýjunar í því sem næst öllum vestrænum löndum. Í reynd tilgreindi Planned Parenthood hómósexualisma þegar árið 1960 sem eina þeirra aðferða sem grípa mætti til í viðleitninni til að draga úr mannfjölgun. Og hómósexualismi meðal karlmanna stuðlar að útbreiðslu AIDS sem eykur dánartíðnina enn frekar.“

D´Agostino varar jafnframt við því eins og svo fjölmargir aðrir í dag „að í náinni framtíð muni það falla undir lagabrot að tala með þessum hætti.“ Hann tilgreinir síðan tilvik þar sem þeir sem andmælt hafi hómósexualisma hafi sætt opinberum ofsóknum. Hann bætir síðan við „að við vitum öll hversu tortímandi afl virk samkymhneigð er bæði andlega, sálrænt, samfélagslega og gagnvart fjölskyldulífinu og heilsufari almennt.

Í grein í Weekly Standard þann 15. maí „Banned in Boston“ segir Maggie Gallagher að „vaxandi viðurkenning á giftingum fólks af sama kyni muni smám saman skerða trúfrelsi Bandaríkjamanna.“

Að lokum vitnar D´Agostino í orð Camille Paglia á Salon.com frá 23. júní árið 1998 þar sem hún greinir frá fundi sínum við nokkar virka andspyrnumenn í hópi hómósexualista: „Undir sléttfelldu andlitinu sá ég hatur anarkisma Dostojevskís. Ég komst að raun um að þessir menn hafa brenglaðri andlegri afstöðu en nokkrir aðrir sem ég hef kynnst fram að þessu.“

Skýrsla PRI frá 6. maí í heild:

Notið fóstureyðingarnar til að „losa okkur við hina ómenntuðu, sjúku og snauðu.“
Hin sívökulu bandarísku samtök Judicial Watch hafa birt fjögurra blaðsíðna bréf sem Ron Weddington sendi Clinton þáverandi forseta BNA þar sem hann fór þess á leit að gripið yrði til fóstureyðinga til að „losa okkur við þá ómenntuðu, sjúku og snauðu.“ Orðalag Weddingtons er afar litað af ríkjandi viðhorfum stuðningsmanna fóstureyðinga í BNA og endurómar boðskað þýskra nasista þar sem lögð var áhersla á að losna við að „brauðfæða óæskilegt fólk.“ Bréfið var birt sem hluti þeirra gagna sem fylgdu svo nefndum „Clinton RU-486 Files“ sem vikið var að hér í fréttasjánni í s. l. viku sem leiða í ljós hvernig þessari ólyfjan var þrýst með hraði á markaðinn með dyggilegri hjálp Clintonstjórnarinnar. Bréfið var varðveitt í „Clinton Presidential Library“ í Little Rock, Arkansas. Weddington og frú voru ákafir stuðningsmenn fóstureyðingarþrýstihópsins (lobby) og hvöttu Clinton til að útbreiða heimspeki fóstureyðinganna með almennum áróðri til að „sannfæra“ hina snauðu um að þeir ættu ekki að ala börn.

„Við þörfnumst ekki meira fallbyssufóðurs . . . sóknarbarna . . . eða ódýrs vinnuafls. Við þörfnumst ekki fleiri barna.“ Weddington heldur síðan áfram: „ Ég er ekki að mæla með fjöldaútrýmingu þessa ógæfusama fólks. Glæpir, eiturlyf og sjúkdómar sjá þegar um slíkt. Vandamálið felst í því að fjöldi þess endurnýjast ekki einungis, heldur eykst hann með fæðingu milljóna barna hjá fólki sem hefur ekki ráð á því að eignast börn.“ Bréf Weddingtons leiðir í ljós að lítið hefur breyst í líknardrápshreyfingunni í BNA, Kanada og Evrópu. Viðhorf Margareth Sanger (stofnanda forvera Planned Parenthood) sem nutu mikilla vinsælda í Evrópu fyrir stríð skírskotuðu til evrópskra kaþolikka og innflytjenda almennt sem „úrhraka“ sem safna ætti saman í útrýmingarbúðum stjórnvalda til geldingar. Hún hvatti einnig til þess að finna trúarleiðtoga meðal hörundsdökkra kristinna samfélaga til að stjórna ófrjósemisaðgerum meðal fylgismanna sinna.

Sjá upphaflegu skýrsluna (stór PDF skrá):

Lesið um kynþáttamismuninn sem óaðskiljanlegan kjarna fólksfækkunarinnar:

Fyrsta starf Clintons þegar hann tók við embætti var að beita þrýstingi til að innleiða fóstureyðingarpilluna á markaði í BNA:

Læknar gefa út samkirkjulega lífsverndaryfirlýsingu
Alheimsráðstefna Alþjóðasambands kaþólskra heilbrigðisstofnana hefur gefið út samkirkjulega yfirlýsingu sem lýsir stuðningi við lífið, mannhelgi og heilbrigðismál. Dr Arcadi de Arquer sem sá um orðalag yfirlýsingarinnar komst svo að orði: „Við erum sannfærðir um tilgang og gildi mennsks lífs í ljósi kristinnar arfleifðar og gerum okkur grein fyrir þeim vaxandi árásum sem lífið verður fyrir á okkar tímum. Fulltrúar kaþólskra, mótmælenda og orþodoxa stóðu að yfirlýsingunni sem ætlað er að leggja áherslu á „boðskap kristindómsins um virðingu gagnvart mennsku lífi í samfélaginu og meðal heilbrigðisstétta.“ Draga má yfirlýsinguna saman í heild með eftirtöldum orðum:

– Guð sem skapari alheimsins og faðir mannkynsins er grundvöllur mannhelginnar.
– Maðurinn markar tilgang, þungamiðju og endanlegt markmið mennskra athafna.
– Mennskt líf í sinni líkamlegu mynd felur í sér grundvallargæði mannsins.
– Mikilvægasti réttur mannsins verður að njóta viðurkenningar, en það er lífið.
– Heilsan eru gæði sem hlúa verður að og vernda.
– Sjúkdómar og þjáning verða einungis skilin í ljósi pásakaleyndardóms kristindómsins.
– Dauðinn er lokastig jarðnesks lífs og náttúrleg takmörk þess.

Síðasta sjúkrahúsið í New Brunswick í Kanada sem framkvæmir fóstureyðingar hættir því í júní.
Presse Canadienne greinir frá því að Chalmerssjúkrahúsið í Fredricton muni hætta að framkvæma fóstureyðingar í júní. Peter Ryan sem er framkvæmdastjóri New Bruinswick Right to Life sagði að ef þessar fréttir væru réttar „þá væru þetta dásamlegar fréttir fyrir ófædd börn í New Bruinswick og fjölskyldur þeirra.“ Hann bætti við: „Við höfum hvatt þetta sjúkrahús til að fylgja fordæmi Monctonsjúkrahússins sem hætti fóstureyðingum árið 2002. Við vorum einmitt að tala um það í lífsverndargöngunni núna um daginn, að New Bruinswick þar sem fleiri börn deyja en þau sem fæðast mætti illa við því að missa 1000 börn árlega með fóstureyðingum.“ Um 400 þessara fóstureyðinga hafa verið framkvæmdar í Chalmerssjúkrahúsinu. Þær 600 sem eftir eru fara fram á einkastofnun í eigu Henry nokkurs Morgentaler. Ryan bætti við: „Það eina sem býður okkar nú er að fá hann til að láta af því að ofsækja konur og börn í héraðinu okkar.“ Ég vek athygli á því að fóstureyðingarnar í New Bruinswick hafa verið svipaðar af fjölda og á Íslandi. Hvenær mun Drottinn gefa okkur Íslendingum unga stjórnmálamenn sem hafa siðferðisþrek til að berjast gegn þessum vávaldi? Við skulum biðja fyrir því að slíkt megi verða.

Sjá frétt Presse Canadienne:

Kvikmyndin um „DaVinci lykilinn“ langdregin og hundleiðinleg.
Todd McCarthy sem er kvikmyndagagnrýnandi hjá Variety Magazine lýsir kvikmyndinni sem kynnt var á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem „bragðdaufri“ og „kuldalegri.“ David Germain frá AP (sem er alþekkt fyrir útbreiðslu sína á andkristnum viðhorfum, einkum hómósexualisma) lýsir áhrifunum sem hún hafði á áheyrendur í Cannes þannig, að sumir hafi brugðist við „með háðslegu brosi,“ en aðrir „þreytulegum geispa.“ Hann bætti við: „Áheyrendurnir í Cannes urðu augljóslega eirðarlausir eftir því sem kvikmyndin silaðist áfram í tvo og hálfan tíma.“ Hann vitnaði síðan til orða James Rocchi gagnrýnanda hjá CBS 5 rásinni í San Francisco: „Hún hélt endalaust áfram og það ekki með áhugaverðum hætti.“ Fréttamaðurinn Caroline Briggs hjá BBC News lýsti kvikmyndinni einfaldega sem „langdreginni“ og „hundleiðinlegri.“ Hún bætti síðan við: „Jafnhliða því sem samsærið gekk upp í bókinni, kemur það alls ekki vel út á tjaldinu. Handritahöfundurinn Akiva Goldsman hefur samið handrit sem er stirðbusalegt og í mörgum tilvikum einfaldlega óboðlegt með öllu.“ Ekki fara þeir mildari höndum um myndina í Boston þar sem þeir kalla ekki allt ömmu sína. Stephen Schaefer hjá Boston Herald segir í dómi sínum: „Hún er ekki rómantísk og vissulega engan veginn skemmtileg.“ Margir lesenda munu vafalaust minnast kvikmyndarinnar um samkynhneigðu kúrekana tvo sem íslenskir fjölmiðlar höfðu ákveðið fyrirfram að hlyti Óskarsverðlaunin. Allt bendir til þess að sömu örlaga bíði þessarar lönguvitleysu. Sú lágmarkskrafa sem gera verður til rugludalla er að þeir séu í það minnsta skemmtilegir.

Sjá frekari fréttir um Da Vinci lykilinn á LifeSite.com:
http://www.lifesite.net/ldn/2005/jan/050114a.html
http://www.lifesite.net/ldn/2004/dec/041222a.html

Leiðtogi úr rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunni gengur á fund Benediktusar páfa.
Í dag (fimmtudag) tekur Benedikt páfi á móti framámanni frá rússneska patríarkadæminu í Moskvu. Páfi mun hitta að máli metrópólítann Kýrill af Smolensk og Kalíngrad sem er forseti utanríkisdeildar patríarkadæmisins. Fundurinn kemur í kjölfar þess að fulltrúi rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar tók þátt í samráðsfundi um menningarleg samskipti sem stóð yfir frá 3. til 5. maí og efnt var til á vegum Moskvupatríarkadæmisins og Stjórnardeildar Páfastóls um menningarmál. Klukkan sjö síðdegis mun fulltrúi orþodoxa verða viðstaddur tónleika kórs Sretenskijklaustursins sem haldnir eru til að fagna hinni nýju Réttrúnaðarkirkju í Róm sem helguð er hl. Katrínu frá Alexandríu. Kýrill metrópólítani mun blessa kirkjuna klukkan 11 á föstudagsmorguninn. Sama kvöld mun hann veita viðtöku viðurkenningu frá Háskólanum í Fribourg í rússneska sendiráðinu. Þar mun hann síðan halda blaðamannafund.

Hómósexualismi: „Við verðum að sjá til þess að hann verði ekki liðinn meðal presta og reglumeðlima.
Ástralski kardínálinn George Pell var í fyrirlestraferð í BNA í vikunni og átti LifeSiteNews.com viðtal við hann þar sem meðal annars var vikið að hómósexualisma innan kirkjunnar.

LifeSiteNews.com: „Nýlega hefur kirkjan séð hvernig siðspilling hefur náð að skjóta rótum innan hennar eigin vébanda sem birst hefur í hneykslum í sambandi við kynferðislega misnotkun. Hvert teljið þér megi rekja rætur þessa vandamáls og hvert er samband þess við menningarlegt umhverfi almennt séð?“

Pell kardínáli: „Mannleg náttúra er ætíð veiklynd, en ég tel að vandamálið hafi tekið á sig mun alvarlegri mynd sökum siðferðilegrar upplausnar samfélagsins: Í minnkandi trúarvitund og óljósum siðrænum mörkum. Eins og þér vitið felast flest tilvikin um kynferðislega misnotkun í prestastétt, að minnst kosti í enskumælandi löndum, ekki í barnaníðingshætti strangt til tekið, heldur í því sem nefnt er hómósexualisma gagnvart drengjum sem náð hafa kynþroskaaldri (ephebophilia). Munur sá sem felst í þessu sem þér hafið líklega sjálfir veitt athygli er sá, að 80% tilvikinna lýtur að ungum drengjum. Því er augljóst að þetta tengist hómósexualisma.

Ég tel jafnframt að þetta megi rekja til rangs siðferðismats þegar fólk tekur að telja að allir hlutir séu afstæðir og um frjálst val sé að ræða, einkum þegar þrýstingurinn er fyrir hendi. Það er alls ekki svo erfitt að blekkja sjálfan sig siðferðilega. Þetta á einkum við um kynhegðun. Að sjálfsögðu er nú um mjög skipulagða viðleitni að ræða til að hvetja fólk um allan heim til að iðka virka samkynhneigð. Allt hefur þetta náð að þrengja sér inn í kirkjuna og gerir málið í heild erfiðara viðureignar. Ég tel að við höfum gripið til afar róttækra aðgerða gegn barnaníðingshætti. En við verðum einnig að vera vakandi gagnvart þeim vandamálum sem samfara eru hómósexualisma milli fullorðinna innan kirkjunnar sjálfrar. Við verðum að sjá til þess að slíkt verði hvorki liðið meðal presta eða meðlima trúarreglnanna.“

Sjá ennfremur:

Skoska þingið heldur fast við þingsályktunartillögu um ættleiðingu samkynhneigðra þrátt fyrir 89% andstöðu þingskipaðrar sérfræðinefndar.
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kvaddir voru til í ráðgjafarnefnd skoska þingsins um ættleiðingu samkynhneigðra eða 89% voru andvígir frumvarpinu. Þrátt fyrir þetta heldur þingið fast við ákvörun sína. Keith O´Brien kardínáli komst svo að orði í viðtali á útvarpsstöð Vatíkansins: „Hvaða tilgangur felst að baki því að skipa slíka ráðgjafarnefnd þegar niðurstöður hennar eru ekki virtar? Við vitum að ala ber börn upp við það samfélagslega öryggi sem felst í sambandi karls og konu. Þegar tveir samkynhneigðir einstaklingar lifa saman er slíkt ekki sambærilegt við hjónaband. Allt er þetta afskræmd tilraunastarfsemi, í fyrsta lagi með viðurkenningu sambands samkynhneigðra og enn frekar með því að heimila samkynhneigðum pörum að ættleiða barn.

Ég get ekki séð hvernig slíkt samband hljóti ekki að hafa áhrif á börnin. Það skiptir ekki nokkru máli hversu hæfir tveir karlmenn eða konur eru við hússtjórnarstörf eða hvað sem svo á hlut að máli. Börnin sem búa við slíkt komast ekki hjá því að vita að pabbi fer í rúmið með öðrum karlmanni eða mamma með annarri konu. Þetta er einfaldega ekki eðlilegt með hliðsjón af því sem önnur börn sjá gerast á heimilum sínum. Ég hef lýst þessu sem afskræmdri samfélagslegri tilraun. Í ljósi þess hvernig hjónaabandið hefur verið skilgreint í aldanna rás er hér um afskræmingu að ræða.“

Vatíkanið leggur áherslu á rétt kristinna manna í löndum múslima.
Vatíkanið hefur staðfest þann ásetning sinn að leggja áherslu á það innan alþjóðasamfélagsins að mannréttindi kristinna manna í löndum múslima verði virtur. Giovanni Lajolo erkibiskup lagði ríka áherslu á þetta þegar hann ávarpaði Stjórnardeild Páfastóls um málefni innflytjenda og ferðamann þegar fjallað var um „Búsetuskipti til og frá löndum þar sem múslimar eru í meirihluta.“ Í útvarpi Vatíkansins vék Lajolo erkibiskup að ummælum Benediktusar páfa XVI frá því á mánudaginn þar sem múslimsk ríki voru hvött til að virða rétt til gagnkvæms trúfrelsis.

Gagnkvæmt túfrelsi samkvæmt skilningi Páfastóls felast í því að réttur múslima í kristnum löndum til trúariðkana geri kröfu til þess að íslamskar þjóðir viðurkenni jafnframt réttindi kristinna manna. Þessi afstaða virðist vera afar framandi mörgum múslimskum þjóðum sem krefjist fullra réttinda fyrir ríkisborgara sína erlendis, jafnframt því sem þær neiti innflytjendum sem játa önnur trúarbrögð um þessi sömu réttindi í eigin löndum. Þessi afstaða þeirra hefur orðið þess valdandi, að kristnir menn hafa verið tilneyddir til að flýja frá þeim þeim ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. Erkibiskupinn sagði að Páfstóll myndi láta rödd sína heyrast meðal alþjóðastofnana og á ráðstefnum til að glæða virðingu fyrir mannréttindum innflytjenda og rétti hvers manns. Lajolo bætti síðan við að Páfastóll myndi halda áfram að tjá andstöðu sína gegn því að hryðjuverk og ofbeldi væri réttlætt af trúarlegum ástæðum.

Vatíkanið takmarkar athafnafrelsi reglustofnanda sökum gruns um kynferðislegar misbeitingar.
Vatíkanið hefur gert bróðir Marcial Maciel Degollado, stofnanda Kristslegionarinnar skylt að sæta ströngum takmörkunum í starfi. Í reynd felur þetta í sér að Vatíkanið telji að eitthvað sé hæft í þeim ásökunum sem lagðar hafa verið fram gegn þessum 86 ára presti um kynferðislegar misbeitingar. Honum var gert skylt að sæta þessum hömlum skömmu fyrir Páska af hálfu Stjórnardeildar trúarkenninga, en þær felast meðal annars í því að honum er ekki heimilt að syngja messur opinberlega, halda fyrirlestra eða að koma fram í fjölmiðlum. Benedikt páfi XVI hefur samþykkt þessar takmarkanir og búist er við því að Vatíkanið gefi yfirlýsingu í sambandi við þetta mál innan skamms.

Sjá ennfremur:

Kaþólskir læknar krefjast þess að bóluefni séu höfð á boðstólum sem ekki séu framleidd úr myrtum fóstrum.
CMA (Catholic Medical Association) krefst þess að lyfjafyrirtæki þrói bóluefni sem ekki sé framleitt úr myrtum barnfóstrum. Knýja ætti þau til að framleiða bóluefni með öðrum aðferðum til að mæta þörfum þeirra sem eru andvígir fóstureyðingum af trúarlegum eða siðrænum ástæðum. Í yfirlýsingu segja læknarnir að sjúklingar séu tilneyddir til að nota bóluefni framleidd úr deyddum fóstrum þegar ekkert annað stendur til boða. En þeir taka jafnframt fram að heimilt sé að hafa slíkum bóluefnum ef það stofni heilsu viðkomandi ekki í voða. Og þegar bóluefni eru framleidd eftir öðrum leiðum verður að nota þau í stað þeirra sem framleitt eru með ósiðsamlegum hætti. Robert Saxer framkvæmdastjóri CMA tók fram „að í reynd er engin ástæða til annars en að hafa slík bóluefni á boðstólum.

Prestvígslur halda áfram að aukast í Bandaríkjunum.
Áður hefur verið vikið að því hér í Fréttasjánni að prestvígslum fer fjölgandi innan kaþólsku kirkjunnar í BNA. Þær fréttir berast nú frá San Antonio í Texas að árgangur sá sem útskrifast í ár frá Assumption Seminary sé sá fjölmennasi í áraraðir. Fyrirsjáanleg aukning verður einnig árið 2008. Prestaskólinn var stofnsettur árið 1915 og hefur starfsemin farið vaxandi á síðari árum. „Fjöldi útskrifaðra presta hefur tvöfaldast hjá okkur á fimm árum og engin ástæða er að ætla annað en að þessi þróun haldi áfram,“ sagði talsmaður prestaskólans.

Holl áminning í vikulok: Myntin.
Háskólaborgari einn sem var atvinnulaus leitaði í vösum sínum einn morguninn þegar hann vaknaði og komst að raun um að hann ætti aðeins 100 dali eftir. Hann ákvað að nota peningana til að kaupa mat og síðan að bíða dauða síns þegar matinn þryti vegna þess að hann var of stoltur til að fara út og beiðast ölmusu þar sem engin kom honum til hjálpar.

Hann keypti sér matinn og settist svo niður að snæðingi. Þá birtust öldungur og tvö börn og báðu hann um að gefa sér að borða af því að þau hefðu ekki borðað neitt í hart nær eina viku. Hann horfði á þau og sá að þau voru kinnfiskasogin af hungri. Hann gaf þeim því matinn sinn og öldungurinn og börnin báðu fyrir honum og blessuðu hann og gáfu honum að skilnaði gamla mynt. Háskólaborgarinn sagði við þau: „Þið hafið meiri þörf fyrir að beðið sé fyrir ykkur en ég.“

Án atvinnu, peninga og matar fór nú maðurinn og kom sér fyrir undir brú nokkurri til að bíða dauða síns. Þegar hann var í þann veginn að festa blund kom hann auga á dagblaðslufsur. Hann tók þær upp og kom skyndilega auga á auglýsingu þar sem auglýst var eftir gamalli mynt og fólk var beðið að koma á ákveðinn stað sem tilnefndur var í auglýsingunni. Hann ákvað þá að fara með myntina sem gamli maðurinn og börnin höfðu gefið honum.

Þegar hann kom á tilgreindan stað afhenti hann mynstsalanum peninginn. Myntsalinn hrópaði upp yfir sig og náði í bók og sýndi manninum mynd að ævagamalli mynt sem metin var á 3 milljónir dala. Háskólaborgarinn ungi varð yfir sig glaður og samstundis lét myntsalinn millfæra upphæðina á bankareikning hans. Síðan tók hinn nýríki lánsmaður að leita að öldunginum og börnunum tveimur.

Þegar hann kom aftur á staðinn þar sem hann hafði skilið við þau voru þau horfin, en þá kom hann skyndilega auga á umslag sem þau höfðu skilið eftir og í því var eftirfarandi orðsending til hans: „Þú gafst okkur allt sem þú áttir og þetta eru laun þín. Undirritunin hljóðaði: Guð Faðir, Sonur og Heilagur Andi.“

Kæri lesandi! Hefur þú gefið JESÚ KRISTI allt þitt í þessari viku? Ef ekki, þá skaltu gera það í dag og hann mun koma þér á óvart.

(Ókunnur höfundur).

No feedback yet