« Nýtt vefsetur: www.fokolare.is | Fréttatilkynning frá Kaþólsku kirkjunni » |
Um þessar mundir eru 20 ár liðin síðan Kaþólska kirkjublaðið kom út í fyrsta sinn, í júní 1991. Á þeim tíma hafa komið út 196 tölublöð. Með tilkomu Kirkjublaðsins var útgáfu Sóknarblaðs Kristskirkju hætt en Sóknarblaðið hafði verið gefið út frá október 1980. Af sumarhefti blaðsins á þessu ári 2011 voru prentuð 4200 eintök. Kostnaður við eitt tölublað er um 570 þús. krónur. Þetta kemur fram í pistli sem séra Denis O'Leary skrifar í septemberhefti blaðsins.
„Megi Kirkjublaðið halda áfram að koma út á ókomnum árum og skýra frá lífi kirkjunnar innanlands sem utan“, skrifar séra Denis og bætir við: „Megi það einnig halda áfram að styrkja eininguna og sambandið milli safnaðanna og hópanna í biskupsdæmi okkar og annars staðar ... Til hamingju með afmælið.“[1]
Kaþólska kirkjublaðið er sent heim til meðlima kaþólsku kirkjunnar og þeirra sem þess óska. Áskriftarsími blaðsins er 552 5388 og netfang catholica@catholica.is. Kirkjublaðið er fjármagnað með frjálsum framlögum. Þeir sem vilja styrkja útgáfu blaðsins geta lagt inn á reikning 513-26-3143, kt. 681069-4629. [2].
[1] Kaþólska kirkjublaðið, bls. 14, 9. tbl. 2011.
[2] Kaþólska kirkjublaðið, bls. 22, 8.-9. tbl. 2009.
Þetta er að mínu mati allt of hár kostnaður við hvert tölublað Kaþólska kirkjublaðsins. Ég býðst til að undirbjóða í prófarkalestur blaðsins; hver sem þókknun fyrir hann kann að vera, býðst ég til að til að vinna verkið fyrir 60% núverandi þókknunar.
Takk fyrir innlitið og athugasemdina Jón.
Já, ég tek undir þetta með þér Jón. Kostnaðurinn við útgáfuna hefur hækkað enda hefur allur kostnaður svo sem sendingarkostnaður hækkað mikið á síðustu árum.
Sendingarkostnaðurinn og hátt hlutfall tölvuvæddra heimila hefur t.d. almennt þau áhrif að æ fleiri kjósa rafræn skjöl og það sem skilar sér inn um lúguna er mest fjölpóstur.
Það er spurning hvort hægt væri að spara þarna með því að færa útgáfu Kirkjublaðsins á netið og minnka blaðið í ein- eða tvíblöðung sem yrði sendur út tvisvar- þrisvar á ári. Nægilega oft til að minna á kirkjuna.
Svona blöðungur þyrfti ekki að innihalda mikið meira en upplýsingar um messur, símanúmer, net- og heimilisföng prestanna, hugsanlega örfréttir/tilkynningar og svo tilvísanir á vefi kirkjunnar þar sem hægt væri að nálgast ítarlegri upplýsingar.