« Nígería: Aukið misrétti og ofbeldi gagnvart kristnumJakarta: Nemendur guðfræðiskóla enn á hrakhólum eftir árás »

01.08.08

  06:36:30, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 87 orð  
Flokkur: Samkirkjuleg málefni, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kasper kardínáli: Sambandið við Anglíkana í hættu

Cwnews.com - London. Mikil átök innan anglíkönsku kirkjunnar um málefni sem lúta að vígslum homma og kvenna hafa sett samskiptin við anglíkönsku kirkjuna í hættu. Þetta kom fram í máli Kasper kardínála sem hann flutti á Lambeth ráðstefnu anglíkönsku kirkjunnar nýlega. [Tengill] Kardínálinn sagði að með gjörðum sínum þá tækju Anglíkanar sér stöðu með mótmælendum fremur en með kaþólskum og orþodoxum.

9 athugasemdir

Athugasemd from: Jakob Valsson
Jakob Valsson

Ja, petta er mjog alvarlegt malefni, en pvi midur a pa virdist svo sem peim sem kalla sig “liberal” standi alveg a sama hverjar langtima afleidingar kunna ad hljotast af peirri stefnu sem peir eru ad yta afram. peir sem eg pekki innan peirra rada eru sannfaerdir um pad ad menningin a ad rada stefnu Kirkjunnar. Ritningin og Kirkjuhefdin er pa bara nothaefar svo lengi sem paer stangast ekki a vid menningarstefnuna, hver sem hun er nu. Sameinada Kirkjan her i Kanada var staersta Motmaelenda kirkjudeildin i Kanada vel fram yfir midja 20 oldina en fyrir u.p.b 2 manudum sidan heldu peir landsfund sem titladur var “Should we throw in the towel.” Astaedan fyrir fundinum er su ad a sidustu arum eru peir ordnir ein smaersta kirjudeildin i Kanada og peir sem eftir lifa eru farnir ad velta pvi fyrir ser hvort ad pad se nokkur framtid i pvi sem peir eru ad gera. petta er kirkjudeild sem valdi ad hafna kennivaldi Heilagrar Ritningar og leyfdi baedi hjona og prestavigslu a hommum og lesbium. Sem medlimur i Anglikonsku Kirkjunni pa get eg ekki annad en velt pvi fyrir mer ad ef svo heldur afram sem horfir hvort ad Anglikanska Kirkjan I Kanada muni purfa ad halda samskonar radstefnu eftir 15 til 20 ar?

04.08.08 @ 03:26
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Jakob og athyglisverðar fregnir frá Kanada.

04.08.08 @ 06:21
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Það er hryggilegt að sjá hvernig farið hefur fyrir Anglíkanakirkjunni. Upphaf þessarar sögu má rekja til Lambethráðstefnunnar 1930 þegar forstöðumenn hennar samþykktu fósturdeyðingar. Síðan hefur hver trúarjátningin eftir aðra fallið og nú er svo komið að fátt eitt er eftir af kristinni afstöðu.

Ummæli Winston Churchills urðu víðfræg þegar samþykkt var á einni Lambethráðstefnunni á stríðsárunum að afneita tilvist djöfulsins. Þá varð Churchill að orði: „Nú eru þeir búnir að vera, strákarnir!“

Óneitanlega minnir þetta allt á örlög flaggskips Cunardfélagsins: Titanic! Anglikanakirkjan virðist hafa siglt á fullri ferð á ísjaka vantrúarinnar. (íslenska þjóðkirkjan virðist ætla að sigla sömu leið, en það er annað mál).

05.08.08 @ 08:38
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Jón. Þetta eru athyglisverðir fróðleiksmolar. Svo virðist sem skortur á miðlægu kennivaldi hjá þessum kirkjum hafi þessar afleiðingar. En nú hefur Orþodoxa kirkjan ekki slíkt kennivald eða hvað? En samt hefur ekki orðið vart við þessa þróun hjá þeim - eða svo hef ég alla vega ekki haft spurnir af.

06.08.08 @ 05:42
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Jú, Ragnar. Biskuparáð Orþodoxa kemur reglulega saman til ákvarðanatöku rétt eins og í rómversk kaþólsku kirkjunni og niðurstöður þess eru bindandi fyrir hina trúuðu.

Dæmi: Afstaðan til frímúrara frá 1936 sem áréttuð var 1978. Þegar Rússland var helgað hinu flekklausa Hjarta Maríu 1986 var það gert í samhljóðan við rómversk kaþólska biskuparáðið að beiðni Jóhannesar Páls páfa II.

06.08.08 @ 07:16
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

En athyglisvert er í þessu samhengi hversu orþodoxir eru trúir erfikenningunni í samanburði við Anglíkana og hafa þeir þó ekki ósvipaða stjórnskipan.

11.08.08 @ 17:03
Athugasemd from: Jakob Valsson  
Jakob Valsson

Ja pad er kannski meginmunurinn a Anglikonsku og Orthdox Kirkjunum ad Orthodox Kirkjan dregur allt sitt einkenni og kennivald fra Frumkirkjunni og Fedrunum, nokkud sem nutima Anglikanar maettu taka ser til fyrirmyndar. Sersdtaklega i ljosi pess ad adal leidtogar og hugsudir Ensku sidaskiptanna sottust ekki eftir pvi ad “finna upp” nyja Kristni heldur ad endrheimta pad sem glatast hafdi og ekki bara med hlidsjon af Ritningunni heldur lika utfra tulkun Fedranna. Eitt besta daemid um slik fyrirmyndar Gudfraedi vinnubrogd eru rit John Jewel’s, en alltof margir leidandi menn innan Anglikonsku Kirkjunnar hafa aldrei heyrt um eda lesid Jewel og er pad mikils midur. En vonandi eru bjartari timar framundan par sem Kristinn Retttrunadur mun bera sigur af holmi i pessari barattu vid truvillingana. pad er pess vegan vel pess virdi ad enda pessi skrif med baen ur Hinni Almennu Baenabok Anglikonsku Kirkjunnar(Book of Common Prayer): “Most gracious God, we humbly beseech thee for thy holy Cathlic Church. Fill it with all truth; in all truth with all peace. Where it is corrupt, purify it; where it is in error, direct it; where anything is amiss, reform it; where it is right, strengthen and confirm it; where it is in want, furnish it; where it is divided and rent asunder, make it whole again; through Jesus Christ our Lord. Amen

15.08.08 @ 12:36
Athugasemd from: Ágúst Ingvar Magnússon
Ágúst Ingvar Magnússon

Mig langaði bara að skjóta inn stuttri athugasemd því þessi umræða er svo dásamlega athyglisverð. Sérstaklega er ég hér að vísa í ummæli Jóns Rafnar Jóhannssonar hér að ofan. Biskuparáð Orþodox kirknanna hefur vissulega mikið að segja um hvernig Kirkjan skilur og túlkar kennisetningar fyrstu sjö Kirkjuráðanna, sem liggja enn að grunni allra trúarkenninga í Orþodox Kirkjunni. Hinsvegar er það ekki alveg rétt að niðurstöður þessa ráðs séu “bindandi” fyrir meðlimi Orþodox Kirkjunnar. Orþodox Kirkjan er ekki miðstýrð eins og Kaþólska kirkjan heldur vinnur hún “uppávið” frá botninum, ef svo má að orði komast. Skýrðir Orþodox eru þeir sem hafa ávallt síðasta orðið hvað trúnna varðar. Ef að biskupar, patríarkar eða metrópólítanar túlka eða kenna eitthvað sem Kirkjan sjálf ekki samþykkir (þ.e. skýrðir Orþodox út um allan heim) þá eru slíkar kenningar um leið felldar. Fólkið sjálft, með leiðsögn Hins Heilaga Anda, eru þau sem raunverulega túlka og kenna trúnna. Biskuparnir gegna að sjálfsögðu lykilhlutverki í þeirri túlkun, en að engu leyti má líta á þá sem kennivald sem setur bindandi lög og reglur fyrir hinn “almenna” Orþodox. Þetta er einmitt einn athyglisverðasti munurinn á Kaþólsku kirkjunni og þeirri Orþodox.

04.06.09 @ 09:47
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þetta er afar áhugaverð og fjörleg umræða á þessari vefslóð og hefur einhvern veginn tekizt að fara fram hjá mér. Fyrsta innleggið frá Jakobi er einkar upplýsandi um það sem vart er hægt að kalla neinu öðru nafni en eymd anglíkönsku kirkjunnar í Kanada, og fleiri innlegg bæta góðu við.

18.07.09 @ 22:15