« Heilög Teresa frá LisieuxHeilög Gianna Beretta Molla (1922-1962) »

27.03.08

  18:58:14, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 240 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Kærleikur Guðs til mannkynsins

Boðskapur Drottins vors Jesú Krists til heimsins — fagnaðarerindi guðspjallanna — opinberar okkur hinn gríðarmikla kærleika Guðs til mannkynsins; kærleika sem er svo mikill að hann er ólýsanlegur. Heilagur Jóhannes guðspallamaður segir þetta með einföldum hætti þegar hann skrifar: „Guð er kærleikur“.

Þessi kærleikur Guðs til mannkynsins kemur hvað skýrast fram í holdtekjunni þegar önnur persóna hinnar Háheilögu Þrenningar gerðist maður. „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf Son sinn eingetinn“.

Þessi ólýsanlegi kærleikur Guðs til okkar krefst viðbragða af okkar hálfu. Þegar við komumst að raun um að Guð er miskunnsamur kærleikur, finnum við fyrir löngun til að fara til hans og gerum það af fyllsta trausti. Smám saman breytist þetta traust í kærleika.

Þannig hefst kærleikur okkar til Guðs með kærleika hans til okkar. Ég elska Guð því hann elskar mig. Við verðum að vaxa í kærleika til Guðs á hverjum degi. Þetta er mikilvægt atriði, annars glötum við því stöðuglyndi sem við þurfum á að halda til að vaxa í vináttu við Guð. Ef það gerist missum við auðveldlega sjónar á Guði og hættum að vaxa í heilagleika.

Heilagur Jóhannes af krossi, einn mesti dýrlingur Karmelreglunnar, skrifaði eitt sinn: „Einungis kærleikur getur endurgoldið kærleika“.

No feedback yet