« Kristnir málefnahópar í stjórnmálaflokkunumSpennandi fyrirlestur um hinn afar útbreidda kristindóm í Asíu í fornöld og á miðöldum »

10.03.09

  02:01:31, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 594 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Kardináli fordæmir ákvörðun Obama forseta að afturkalla bann við stofnfrumurannsóknum á nýjum fósturvísum

Forseti Bandaríkjanna tilkynnti í gær, að hann hafi aflétt banni Bush yngra forseta við því, að ríkisfé sé notað til rannsókna og nýtingar stofnfrumna úr frumfóstrum. Samdægurs kom viðbragð frá Justin Rigali kardinála:

"Ný stjórnvaldstilskipun (executive order) Obama forseta um fósturvísis-stofnfrumurannsóknir er hryggilegur sigur stjórnmála yfir vísindum og siðfræði.

"Þessi ákvörðun er siðferðislega röng, af því að hún hvetur til þess að tortímt sé saklausu mannlegu lífi og fer þar með viðkvæmar mannlegar verur eins og einberar afurðir, sem hafa beri afrakstur af.
"Hún óvirðir líka gildi milljóna bandarískra skattborgara sem andvígir eru rannsóknum sem krefjast mannslífa. Að endingu sniðgengur þessi stjórnvaldsaðgerð þá staðreynd, að siðferðislega réttmætar (sound) leiðir til að efla stofnfrumuvísindi eru nú þegar færar og full þörf á því að auka stuðning við þær."

Kardinálinn vitnaði í bréf, dags. 16. jan. sl., frá Francis George kardinála, forseta bandarísku biskuparáðstefnunnar, til Baracks Obama, en þar var hann hvattur til að leyfa ekki ríkisframlög til þessara rannsókna, en þrjár ástæður nefndi hann fyrir því, að þær væru "especially pointless at this time":

"Í fyrsta lagi: Rannsóknir á möguleikum fósturvísis-stofnfrumna er hægt að stunda – og eru nú þegar stundaðar – með því að nota þær stofnfrumulínur sem nú er val á, auk hundraða stofnfrumulína sem voru framleiddar með tilstyrk rannsóknarsjóða, sem ekki komu frá alríkinu, frá árinu 2001.
"Í 2. lagi eru nýjar og mjög athyglisverðar framfarir í 'endurskipulagningu' (reprogramming) frumna úr fullorðnum til að verða líkar fósturvísisfrumum – sem tímaritið Science fagnaði sem mesta vísindaárangri ársins – sagðar af mörgum vísindamönnum hafa gert stofnfrumurannsóknir á fósturvísum þarflausar (irrelevant) fyrir framfarir í læknisfræði.
"Í 3. lagi er nú vitað, að stofnfrumur úr blóði fullorðinna og naflastrengnum hafa mikla fjölhæfni og eru í vaxandi mæli notaðar til að snúa vörn í sókn í baráttu gegn alvarlegum sjúkdómum (used to reverse serious illnesses) og jafnvel sem hjálp við að endurbyggja sködduð líffæri.
"Að beina torfengnum sjóðum burt frá þessum rannsókna- og meðferðar-farvegum, sem lofa svo góðu, en inn á aðrar brautir, sem eru í hæsta máta álitamál siðferðislega séð, auk þess sem þær eru læknisfræðilega enn á stigi bollalegginga (highly medically speculative), yrði sorglegur sigur stjórnmála yfir vísindum og siðfræði.

Með ákvörðun Obama forseta er hann, eins og segir í frétt Zenit.org um þetta mál, að afturkalla bann George W. Bush, fyrrv. forseta, við ríkisstyrkjum til þessarar gerðar stofnfrumurannsókna, en hann batt afnot af fé skattborgara þeirri takmörkun, að þær rannsóknir færu ekki fram yfir þá 21 stofnfrumulínu sem þróuð hafði verið, áður en Bush gaf út tilskipun sína.

Um þetta sagði George kardináli: "Ef ríkisstjórnin vill fjárfesta í von um lækningu sjúkdóma og efla siðferðislega réttmæt vísindi, þá ætti hún að nota skattpeninga okkar til rannsókna, sem hvert og eitt okkar, á hvaða stigi lífs sem við erum, getum lifað með til frambúðar."

No feedback yet

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution