« Píslir Jesú rangfærðar í fjölmiðlumÞað var aðfangadagur og hvíldardagurinn fór í hönd »

14.04.06

  16:43:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 506 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Kanadískur sigur fyrir kristið skoðunarfrelsi

BIBLÍAN = HATURSBÓKMENNTIR, NEI!

Eftir John-Henry Westen

REGINA, KANADA 13. apríl 2006 (LifeSiteNews.com) - Einhverjum mikilvægustu dómsniðurstöðum gegn trúfrelsi í Kanada hefur verið snúið við. Áfrýjunarrétturinn í Saskatchewan, sem er æðsta dómsstigið, hefur snúið við dómsniðurstöðum réttarins í Quenn´s Bench sem hvað upp þann dóm, að maður sem lét birta tilvitnanir í Biblíuna um kynvillu í dagblaði hefði gerst sekur um að kynda undir hatur.

Dómsniðurstöðurnar frá 11. desember 2002 voru svar við beiðni frá 2002 frá Saskatchewan Human Rights Commission (HRC) sem skipaði svo fyrir að bæði dagblaðinu StarPhoenix í Saskatoon og Hugh Owen frá Regina skyldi gert skylt að greiða þremur virkum hómósexualistum 1500 dali fyrir að hafa birt auglýsingu í blaðinu með ritningarversum úr Biblíunni um hómosexualisma

Rannsóknarnefnd mannréttindanefndarinnar taldi að Owens hefði brotið s. 14(1)(b) í mannréttindaákvæðum Saskatchewans.
Greinin óheimilar útgáfu eða birtingu á merkjun eða yfirlýsingum sem gefa til kynna eða virðast hvetja til haturs, eða sem hæða, gera lítið úr eða ögra virðingu einstaklings af ýmsum ástæðum. Ein þessara ástæða er kynhneigð.

 Árið 1977 lét Owen birta auglýsingu í dagblaði í Saskatoon sem gaf til kynna trúarlega afstöðu hans til hómosexualisma.

MYNDIN

Ástæðan sem bjó auglýsingunni að baki var að kynna hvað Biblían hefur að segja um framferði hómosexualista. Auglýsingin birti fjögur ritningarvers úr 1. kafla Rómverjabréfsins, úr 3 M 18. 22 og 20. 13 og 1 Kor 6. 9-10 vinstra megin. Í miðjunni var staðsett jafnaðarmerki (=) með merki til hægri. Merkið sýndi tvo karlmenn sem héldust í hendur umluktir í hinum alþjóðlega rauða hring ásamt þverstriki.

Áfrýjunarrétturinn í Saskatchewan birti niðurstöður sínar í málinu Hugh Owens gegn Saskatchewan á 37 síðum í dag. 

Niðurstöðurnar lögðu áherslu á að lesa yrði og túlka s. 14(1)(b) til samræmis við grundvallarreglur málfrelsis og trúfrelsis eins og slíkt væri tryggt í kanadísku mannréttindaákvæðunum (Canadian Charter of Rights and Freedoms). Í ljósi þessa og með því að skírskota til hæstaréttarúrskurðar, sagði dómurinn að lesa yrði s. 14(1)(b) með hliðsjón af atvikum þar sem mikill tilfinningahiti (extreme emotions) og sterk tilhneiging til fyrirlitningar, ósannra fullyrðinga eða hefnigirni kæmi fram.

Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að auglýsingin fæli í sér ögrun og móðgunaryrði gagnvart mörgum, þá hefði Owens ekki brotið gegn s. 14(1)(b).

Þar sem fyrri dómsniðurstöður gáfu til kynna að ritningarversin fælu í sér „hatur á hómosexualistum,“ voru kristnir lögfræðingar áhyggjufullir í ljósi þessa, þannig að sjálf Biblían yrði bönnuð sökum haturslaganna í Kanada.

Dómsniðurstöðurnar í heild:
http://204.83.249.88/judgments/2006/CA2006/01asp.pdf

No feedback yet