« Texas: Forstöðukona hjá útibúi Planned Parenthood hættir | Þrengingin mikla - hreinsunareldurinn » |
Catholic Online greinir frá því að Raymond Lahey biskup í Antigonish, Nova Scotia hafi sagt af sér embætti og gefið sig fram við lögreglu á fimmtudaginn var í kjölfar ákæru um vörslu barnakláms.
Það voru lögreglumenn á Ottawa flugvelli sem fundu myndirnar á fartölvu biskupsins og staðfestu rannsóknir lögreglunnar að um barnaklám var að ræða. Lahey biskup hafði áður komið að rannsóknum á ásökunum um meinta áreitni presta í biskupsdæminu. Antigonish biskupsdæmi telur liðlega 130 þúsund manns í 118 sóknum og trúboðsumdæmum.
Heimild Catholic Online: http://www.catholic.org/international/international_story.php?id=34555&wf=rsscol
Þakka þér árveknina, Ragnar, að finna og birta þessa frétt, sem ég hafði hvergi séð annars staðar. Fyrstur með fréttirnar hérlendis! En sorgleg er hún þessi fyrir kaþólsku kirkjuna, einkum í Kanada og biskupsdæmi þessa manns, sem nú hefur sagt af sér biskupsembætti, eins og rétt var og skylt.
Takk fyrir innlitið Jón. Já sorgleg er hún þessi frétt en jafnframt gott að frétta að hann hefur nú þegar sagt af sér embætti og vikið til hliðar. Maður í þessari stöðu með heiðarlegar tilfinningar til kirkjunnar og jafnframt með barnagirnd hefði átt að finna það sjálfur að hann þyrfti að víkja og hafa þann sóma að segja af sér fyrr og leita sér hjálpar.