« Sá sem auðmýkir sjálfan sig mun upp hafinn verðaDom Helder Camara, erkibiskup. »

20.02.08

  20:18:04, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 297 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Kafli úr föstuboðskap páfa á fagnaðarárinu 2000

……… 2. Við vorum dauð fyrir syndina (sbr. Ef 2. 5). Þannig lýsir Páll postuli stöðu mannsins án Krists. Það var þess vegna sem Sonur Guðs vildi sameinast mannlegu eðli til þess að leysa það frá þrældómi syndar og dauða.

Andspænis myrkri syndarinnar og getuleysi mannanna til þess að frelsa sjálfa sig af eigin rammleik, birtist hjálpræðisverk Krists í allri sinni dýrð: "Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt" (Rm 3. 25). Kristur er lambið ………

……… sem tók á sig synd heimsins (sbr. Jh 1. 29). Hann tók þátt í lífi mannanna "allt til dauða, já, dauðans á krossi" (Fl 2. 8) til þess að frelsa mannkynið frá þrældómi hins illa og endurreisa mennina til sinnar fyrstu reisnar sem börn Guðs. Það er leyndardómur páskanna sem við erum endurfædd í. Eins og segir í sekventíu páskanna: "Dauði og líf háðu undursamlegt einvígi. Leiðtogi lífsins, sem látinn var, ríkir nú lífs." Kirkjufeðurnir staðfesta að í Jesú Kristi ráðist djöfullinn á allt mannkynið og hneppi það í snöru dauðans, þaðan sem það sé frelsað fyrir sigrandi mátt upprisunnar. Máttur dauðans er brotinn á bak aftur í hinum upprisna Drottni og mannkyninu er gert fært að öðlast samfélag við Guð fyrir trúna. Þeim sem trúa er gefið sjálft líf Guðs, fyrir athöfn Heilags Anda, "frumgróða þeirra sem trúa" (4. efstabæn). Þannig endurnýjar endurlausnin, sem komið var til leiðar á krossinum, heiminn og kemur á sáttum milli Guðs og manna og á milli þjóðanna. ………

No feedback yet