« Himnaríki2. sunnudagur í föstu, textaröð C »

09.02.08

  17:57:39, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 261 orð  
Flokkur: Lífsvernd

……… að búa við villimennsku ………

Kafli úr Evangelium Vitae

14. ……… "Forburðarskoðun hefur ekki í för með sér neinar siðferðilegar mótbárur ef hún er gerð til að kanna hvort lækningar sé þörf á fyrir barnið í móðurkviði. Hún verður hins vegar allt of oft tilefni þess að ýta undir og framkvæma fóstureyðingu. Þetta er þannig fóstureyðing sem gerð er til að bæta erfðaeiginleika. Þetta réttlætir almenningsálitið á grundvelli hugarfars sem af misskilningi

telur að það sé í samræmi við kröfur um „meðferðarúrræði“ og viðurkennir þannig lífið einungis undir vissum skilyrðum – hafnar því ef það stríðir við einhverjar takmarkanir, er hreyfihamlað eða haldið sjúkdómi.

Verði þessari rökfærslu fylgt eftir er komið að þeim tímapunkti að börnum sem fædd eru verulega hreyfihömluð eða með alvarlega sjúkdóma verður neitað um grundavallarumönnun, jafnvel næringu. Þar að auki er það sem blasir við okkur í nútímanum að verða jafnvel enn skelfilegra sökum hugmynda sem komið er á framfæri á ýmsum stöðum um að réttlæta jafnvel barnsmorð en þar er sama röksemdin notuð sem réttlætir réttinn til fóstureyðinga. Með þessum hætti hverfum við aftur til þess ástands að búa við villimennsku sem maður hafði vonað að væri að baki um alla eilífð."

Kafli úr Evangelium Vitae


http://www.lifsvernd.com/evangaleumvitae.html

No feedback yet