« REFSINGIN

15.11.05

  16:13:47, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 644 orð  
Flokkur: Sr. Edward Booth

Jólapredikun í Stykkishólmi árið 2002

Kæru bræður og systur.
Þegar við hugsum um tilvist mannsins á þessari jörðu var fæðing Jesú Krists í Betlehem fyrir tveim þúsund árum ekki fjarlægur atburður, innan glataðrar sagnfræði. Það má líta á það sem nýlegan atburð. Það var augnablik ráðandi afla til að viðhalda stöðugleika á þessari jörðu. Ritarar guðsspjallsins söfnuðu saman allri vitneskju sem þeir gátu fundið á umhyggjusaman hátt. Þeir sýndu fram á efndir spádóma fyrir Gyðinga: spádóma um þetta fólk sem opnar leiðina fyrir skilaboð til alls fólks, allt til endimarka jarðarinnar.

Guð sem skapaði ósýnilega en djúpt skynjaða veröld engla, Guð sem skapaði alheiminn sýnilega, þar sem þessi ofurlitla pláneta hefur þýðingu, óháð stærð hennar, Orð Guðs, sem var Guð einnig, kom til að búa í þeirri veröld sem hafði verið gerð gegnum hann.

Hann var fæddur af konu, Maríu, sem hélt áfram að vera jómfrú. Einhver sem er mjög náinn Guðdóminum getur ekki annað en haldið áfram að vera flekklaus. Hann tók hold hennar og lagði í jötu sem barn. Síðar, og áfram af hennar holdi ferðaðist hann sem predikari og trúboði meðal Gyðinga, lofað þeim komu Guðsríkis, sem var hann sjálfur útbreiddur. Með sama líkama, tekinn frá Maríu, gerði hann kraftaverk, sem tákn um að Guð væri miskunnsamur og læknaði mannkynið sem þjáðist vegna synda forfeðra sinna. Hann læknaði líkama og sálir. Og margir urðu óvinir hans og ofsóttu hann. Þessi likami sem tekinn var frá Maríu var miskunnarlaust pyndaður, og því næst deyddur. Hann sem varð bróðir vor var meðhöndlaður eins og óvinur – jafnvel þó að skilaboð hans væru æðsta viska. Og líkaminn myndi rísa upp, og stíga til himins, og aldrei deyja aftur. Og hann mun taka oss með til himins, og láta oss upprísa meðal dauðra, hann gaf oss hold og blóð af þessum líkama til að eta og drekka, í athöfn sem við nefnum “þakkargjörð”: “Eucharistie”, “Altarissakramenti”.

Þessi endalok lífs hans voru kvalafull en sigur endurfæðingar.

En í kvöld minnumst við sakleysingjans hinnar upprunalegu fæðingar í Betlehem, Fjarri heimili sínu, var hann lagður í jötu. Himinninn opnaðist fjárhirðunum sem vitjuðu hans, fyrir og vitringarnir sem túlkuðu atburðinn í stöðu stjarnanna á himni vitjuðu hans einnig.
Við munum ekki eingöngu muna eftir þvi, og ekki einungis dást að því. Heldur drífur dulin elðisvöt oss. Því eitthvað í okkur var nálægt þar, utan við tíma og rúm, þegar þessi fæðing átti sér stað. Þegar sonur hennar var fæddur, fæddist kirkjan með honum, ásamt félögum öllum, jafnvel oss sem lifum öldum síðar.

Og þar sem þetta var gleði atburður. Sendir Guð sama anda inn í hjörtu vor, svo að vér trúum innilegar, og elskum innilegar, og njótum friðar sem tilheyrir himni, og sem englarnir kunngerðu auðmjúkum fjárhirðunum, sem trúðu þeim.

Fyrir hönd samfélags systranna og mín, óska ég að þið megið meðtaka í hjörtu ykkar þennan frið sem heldur áfram að koma frá nálægð Krists á meðal okkar. Guð blessi ykkur öll! Ég óska öllum hér, svo og öðrum íbúum Stykkishólms og nágrennis helgrar og gleðilegrar jólahátíðar. Amen.

Sr. Edward Booth

(Birt með leyfi höfundar.)

No feedback yet