« Fordæmdi Jesús vopnaburð?Sir Philip Sidney: Splendidis longum valedico Nugis »

15.09.06

  16:11:38, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 208 orð  
Flokkur: Trúarljóðaþýðingar JVJ

John Byrom (1692–1763): Þrá (Desiderium)

Minn andi þráir Þig.
Af þjáðu hjarta´ eg styn.
Ég veit óverðan mig
að vona´ á Þig sem vin …

Að vona´ á Þig sem vin
ég verður sízt þess er.
Þó þverr ei þraut, fyrr en
mín þrá fær hvíld í Þér.

Mín þrá fær hvíld í Þér ...
Af því, sem veröld snauð
fram býður, allt þar er
svo einskisnýtt í nauð.

Svo einskisnýtt í nauð ...
Að nærist lífsfögnuð´,
ég bið um himneskt brauð :
þitt blessað líf, ó Guð !

––––––––––––––––
Áður birt í Kaþólska kirkjublaðinu, 7. tbl., júlí–ágúst 1999.
Þrátt fyrir latneskan titil ljóðsins var það frumort á ensku.
Hér á eftir fer það í frumgerð skáldsins sjálfs:

John Byrom: Desiderium

My spirit longeth for Thee,
Within my troubled breast ;
Although I be unworthy
Of so divine a Guest.

Of so divine a Guest,
Unworthy though I be ;
Yet has my heart no rest,
Unless it come from Thee.

Unless it come from Thee,
In vain I look around ;
In all that I can see,
No rest is to be found.

No rest is to be found,
But in Thy blessèd love ;
O! let my wish be crowned,
And send it from above !

1 athugasemd

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ég var að færa inn frumtexta ljóðsins til að hafa hann hér með.

19.09.06 @ 21:23
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution