« Páskavakan, textaröð ABCFöstudagurinn langi, textaröð ABC »

16.02.08

  20:24:23, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 547 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Jóhannes XXIII páfi

Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.

Jóhannes XXIII páfi var ekki hálærður maður, en honum var annt um alla menn. Þegar hann dó fannst mörgum að þeir hefðu misst vin sinn.

Einu sinni spurði hann mennina sem unnu í garðinum hjá honum, hvað þeir hefðu í laun. Hann var mjög undrandi þegar hann heyrði hversu lítið það var og sagði að fjölskylda gæti ekki lifað af svo litlu. Hann ákvað því að hækka launin við þá. Þegar einhverjir starfsmenn kirkjunnar kvörtuðu yfir því og sögðu að þá yrði minna eftir til góðgerðastarfsemi, þá sagði páfinn: "Fyrst réttlæti, síðan kærleika."

Í annað sinn sagði hann að sem páfi væri hann mjög stoltur af því að vera sonur óbreytts og heiðarlegs verkamanns.

Og eitt sinn sagði hann, þegar hann heimsótti fanga í einu af fangelsum Rómar: "Fyrst þið getið ekki komið til mín, þá verð ég víst að koma til ykkar."

Stórglæpamaður einn spurði hann einu sinni, hvort hann gæti líka vænst einhvers, og Jóhannes páfi svaraði með því að faðma hann innilega að sé.

Tíu ára drengur skrifaði einu sinni Jóhannesi XXIII og sagði að hann vissi ekki, hvort hann vildi heldur verða, páfi eða lögregluþjónn. Páfinn svarði honum og sagði að það væri líklega best að hann lærði og yrði lögregluþjónn, því að páfar gætu allir orðið. "En ef þú kemur einhvern tíma til Rómar, þá líttu inn til mín og við skulum ræða málið," lauk hann bréfi sínu til drengsins.

Jóhannes páfi sagði einu sinni við trúlausan mann: "Og hvað er það svo, þegar öllu er á botninn hvolft, sem aðskilur okkur? Kannske hugmyndir okkar? En þær eru nú ekki svo mikilvægar, þar verðum við að viðurkenna."

Jóhannes XXIII var áreiðanlega ekki gallalaus maður og ekki heldur syndlaus, en við munum varla eftir neinu, sem honum var á vant, því hann var svo góður maður.

Hann var einn af hetjum okkar tíma og hann var ekki sá eini. Á hverju einasta skeiði kirkjusögunnar hefur kirkjan átt sínar hetjur. Um sumar þeirra hefur því verið lýst yfir opinberlega að þeir eða þær hefi verið dýrlingar. Það merkir m.a. að nöfn þeirra hafa verið skráð í dýrlingatal kirkjunnar. Um leið er þeim hverjum um sig úthlutað ákvenum messudegi innan kirkjuársins, og þann dag minnist fólkið þeirra í guðsþjónustunni. Um aðra er því ekki lýst yfir hátíðlega að þeir hafi verið helgir menn þótt þeir hafi lifað lífi sem er öllum öðrum fyrirmynd. Við getum kallað þá kristin mikilmenni. Dýrlingar, eða helgir menn, og kristin mikilmenni eiga það sameiginlegt að hafa lifað lífi sem sýnir að þeir hafa reynt bæði í orðum og athöfnum að feta í fótspor Krists.

No feedback yet