« Heilög Margrét María AlacoqueHeilagur Ansgar - postuli Norðurlanda »

03.03.08

  12:09:15, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 291 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Jóhannes Páll II

Karol Wojtyla fæddist 18. maí 1920 í bænum Wadowici nálægt Kraká í Póllandi. Ungur missti hann móður sína og föður sinn dó er hann var 21 árs.

Í stríðinu fékk Karol köllun til að gerast prestur. Hóf hann þá nám í leynilegum prestaskóla á vegum erkibiskups borgarinnar og var auk þess virkur í starfi leynilegs leikflokks. Við stríðslok hélt hann áfram formlegu námi og vígðist til prests haustið 1946.

Árið 1958 var Karol settur vígslubiskup í ………

……… Kraká og vígður erkibiskup borgarinnar 1964. Páll páfi VI. gerði hann að kardínála árið 1967. Jóhannes Páll var fyrsti páfinn frá því snemma á 16. öld sem ekki var af ítölsku bergi brotinn.

Hann var kjörinn páfi 16. október 1978 og settur í embætti biskups Rómar 5 daga seinna. Sem páfi í aldarfjórðung fór hann í rúmlega 100 opinberar heimsóknir út fyrir Ítalíu og tæplega 150 innanlands. Sem biskup Rómar vísiteraði hann 301 af 334 kirkjusóknum borgarinnar.

Hann var sýnt banatilræði 13. maí árið 1981 á Péturstorginu en hann lifði það af. Páfinn hitti Mehmet Ali Agca sem skaut hann, í desember 1983 og fyrirgaf honum.

Jóhannes Páll lagði töluvert að mörkum til frelsis og friðar í heiminum. Með stuðningi sínum við verkalýðshreyfinguna Samstöðu í Póllandi hafi hann átt ríkan þátt í falli alræðisstjórnar Kommúnista þar í landi, sem síðan hafði óhjákvæmilega áhrif á frelsisbyltinguna í Austur-Evrópu í lok áratugarins.

Jóhannes Páll hafði beatifikerað nálega 1300 sálir og útnefnt 482 dýlinga, þegar hann dó. Þessu til viðbótar hafði hann vígt 232 kardínála.

No feedback yet