« Hátíð hinnar guðlegu miskunnarAllt ber að sjá í ljósi leyndardóma jóla og páska »

23.03.08

  21:16:21, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 242 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Jesús lifir. Hann er með okkur.

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

"Mig langar til að segja frá atviki sem sýnir gæði sambands sem er bundið í Drottni. Það hafði djúp áhrif á bæði Föður Kevin og mig sjálfa, og gerði okkur mjög meðvituð um stöðuga nærveru Krists.

Við vorum að borða máltíð á veitingastað í Dublin og Faðir Kevin var andspænis mér. Hann kallaði á okkur að biðja borðbæn og sagði, "Biðjum Jesú að heimsækja okkur nú eins og hann gerði á leiðinni til Emmaus."

Á því augnabliki, þegar hann sagði þessi orð, beygði ég höfuðið og beið eftir að hann héldi áfram með bænina, en hann sagði ekki neitt. Ég leit upp til að sjá hvað tefði hann. Og sitjandi í auða stólnum – ég er viss um að það var í anda mínum, en ég sá greinilega – var falleg ímynd af Jesú að brosa til mín. Á þess að segja orð sendi hann þessi orð til mín, "Ég er alltaf þar sem ég er elskaður, virtur og velkominn." Svo hvarf ímyndin.

Faðir Kevin leit á mig. Ég gat séð að hann var snortinn.
Hann sagði, "Mér fannst einhver sitja við hliðina á mér."

Tilfinning hans staðfesti það sem ég hafði séð."

http://www.sisterbriege.com/

No feedback yet