« Að skilja leyndardóma Guðs | Ertu búinn að fyrirgefa? » |
Að venju fór sr. Jean–Marie Vianney reglulega á daginn í kirkju sína til að lesa þar tíðarbænir sínar. Hann tók oft eftir bónda nokkrum sem stóð í anddyri kirkjunnar. Hann var hvorki með bænabók né rósakrans heldur spennti hann aðeins greipar sínar og horfði fram á við í átt til háaltarisins þar sem guðslíkamahúsið var.
Dag nokkurn spurði presturinn hann hvað hann væri eiginlega að gera allan þann tíma.
Bóndinn svaraði:
„Jesús horfir á mig og ég horfi á hann.“