« Jesús heldur áfram að lækna í gegnum okkur!Löngu liðnir atburðir eru að gerast aftur »

25.02.07

  22:41:09, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 458 orð  
Flokkur: Messan

Jesús er til staðar í Altarissakramentinu

Það eru margir í heiminum í dag sem neita að trúa því að Jesús hafi verið Sonur Guðs. Þetta sama fólk viðurkennir e.t.v. að hann hafi verið andríkur en það hafi verið allt og sumt. Fólkið sýnir Jesú ákveðna virðingu og fylgir honum að vissu leyti. Ef það viðurkenndi, hver hann væri í raun og veru, þá mundi fólkið sýna honum enn meiri virðing, og fylgir honum betur eftir.

Hver ætti virðing okkar að vera þá gangvart Jesú þegar við vitum að hann er í raun og veru Sonur Guðs almáttugs? Hversu vel ættum við að fylgja honum þegar við vitum að hann er ekki einungis andríkur maður, heldur að hann sé önnur persóna Heilagrar Þrenningar? Er hann ekki vor konungur konunganna og æðstur drottinn vor?

Það er hægt að finna út hversu mikla virðingu við berum fyrir Drottni vorum Jesú Kristi með því að sjá hversu mikla virðingu við berum fyrir honum í Altarissakramentinu. Jesús er til staðar í Altarissakramentinu okkar vegna.

Þetta sakramenti er sérstakt tákn Guðs um kærleika hans og umhyggju fyrir okkur. Þarna er hann á meðal okkar á mjög sérstakan hátt.

Konungur okkar kemur til okkar sem í mynd brauðs og víns. Hann er Brauð Lífsins. Hann kemur til okkar sem fæða. Venjuleg fæða gefur okkur líf og hjálpar okkur að endurnýja líkama okkar. Venjuleg fæða veitir okkur þrótt og ánægju. Altarissakramentið gefur okkur andlegt líf og gerir gott úr þeim skemmdum er syndin veldur. Það veitir okkur andlegan þrótt og ánægju.

Í hverri messu sem við sækjum þá fögnum við nærveru Jesús meðal vor. Hann talar til okkar Þegar við hlustum á ritningarlestrana og prédikunina. Í byrjunmessunar biðjum við hann um fyrirgefningu syndanna. Þegar við berum hvort öðru friðarkveðju, þá biður hann okkur að fyrirgefa þeim sem hafa syndgað geng okkur. Þegar messunni er lokið, heldur hann áfram að vera hér í guðslíkamahúsinu, til að við getum verið með honum.

Það er til saga um prest sem tók eftir konu sem sat ein í kirkjunni og bað til Jesú í guðslíkamahúsinu. Klukkustund seinna, sá presturinn að hún var þar enn. Önnur klukkustund til viðbótar leið og enn var hún þar í bæn. Þegar þar var komið, gekk presturinn til konunnar og spurði hvort það væri eitthvað sem hann gæti gert fyrir hana. „Nei, þakka þér fyrir, faðir“, svaraði hún. „Ég hef fengið alla þá hjálp sem ég þarf á að halda frá Jesú.“

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Albert hinn mikli var lærifaðir Tómasar frá Akvínó. Hann var sá fyrsti sem vakti á því athygli, hversu guðræknin á hinu Alhelga Hjarta Jesú væri samofin Evkaristíunni – sakramenti elskunnar. Hann sagði:

„Drottinn okkar vökvaði garð kirkjunnar með blóðinu úr síðu sinni og Hjarta vegna þess að með þessu blóði lét hann sakramentin streyma fram úr Hjarta sínu.“

Hann sagði jafnframt:

„Hvers vegna var hann særður á síðunni svo nærri Hjartanu? Það var til þess að við þreyttumst aldrei á því að íhuga Hjarta hans.“

Þetta skulum við hugleiða á þessum föstutíma og „afturhvarfstíma“ til Hjarta Guðs í leyndardómi Evkaristíunnar, eða með orðum Páls páfa VI:

„Guð varð að bróðir okkar svo að allir gætu fundið að hann bjó í hugsunum Guðs og í Hjarta Guðs.“

Það er bæði huggunarríkt og sáluhjálplegt að minnast þess að öll ráðsályktun Guðs – já allur alheimurinn – streymdi fram úr guðlegu Hjarta hans sem opinberaðist okkur í holdtekju Sonar hans, en í honum býr „öll fylling Guðs“ (Kol 1. 20) og „allt á tilveru sína í honum“ og er „skapað fyrir hann og til hans“ (1 Kol 19, 17). Hjarta hans er því Hjarta alheimsins og slög þess hjartaslög lífsins – HJARTASLÁTTUR EILÍFS LÍFS.

Hl. Jóhannes af Krossi sagði: „Guð mælir aðeins eitt Orð af vörum að eilífu í þögn: Soninn.“ Við finnum hann í elskuríkri þögn kyrrleiksvalds hjartna okkar í bæninni þar sem hann talar til okkar í næturkyrrðinni eins og við Nikódemus farísea forðum. Því talaði hl. Jóhannes um „þögla hljómlist“ og „samhljóm þagnar“ þegar hann gekk til fundar við „mio Christo.“

MEÐ ÞESSUM HÆTTI LIFUM VIÐ Í HJARTA KIRKJUNNAR Í EVKARISTÍUNNI! – SAKRAMENTI ELSKU GUÐS.

26.02.07 @ 06:30