« Kynferðisglæpir innan kaþólsku kirkjunnar á ÍslandiÍslenski krossfáninn »

11.12.10

  20:44:43, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 307 orð  
Flokkur: Hreggviður Jónsson

Um bókina „Jesús frá Nasaret“

Eftir Hreggvið Jónsson

Það er mikil tíðindi, þegar út kemur bók á íslensku og höfundur er páfinn í Róm. Bók þessi er: JESÚS frá Nasaret og er höfundur núverandi páfi Benedikt XVI (Joseph Ratzinger). Útgefandi er Bókafélagið Ugla, þýðandi Elín Guðmundsdóttir. Þessi bók hefur verið þýdd og gefin út víða. Hún hefur fengið mikið lof og fimm stjörnur, þar sem um stjörnugjöf er að ræða, bæði hjá lesendum og gagnrýnendum. Sjálfur get ég ekki fjallað um bókina betur, en gert er á bókakápu. Þar stendur:

„Í þessari stórbrotnu bók fjallar Benedikt páfi XVI um manninn Jesúm. Hver var Jesús frá Nazaret í raun? Hvernig lýsa guðspjöllin honum? Hver er kjarni tilvistar hans? Benedikt páfi XVI dregur upp heilandi mynd af Jesú, manneskju af hold og blóði sem jafnfram er „andlit Drottins“. Hrífandi bók, rituð af miklum lærdómi, skarpskyggni og frábæru innsæi. Einstök leiðsögn um grundvöll kristinnar trúar“

Þá eru þrjár tilvitanir í ritdóma:

„Afar óvenjuleg og merkileg bók. Jesús var yfirburðasnillingur. Það er boðskaður Ratzingers - og upplýsandi og bráðskörp textarýni hans mun koma mörgum til að hrópa. Hallelúja”
A.N. Wilson, Sunday Times.

„Jesús frá Nasaret er sannarlega hrífandi á köflum og mun hafa áhrif á alla aðra en harðsvíruðustu vantrúarmenn. Mikill kostur við bókina er að hún skuli skrifuð í kristalstærum, einföldum stíl eins og Ratzinger er lagið.“
Irish Independent.

„Hverfur seint úr huga manns..... Páfinn heldur fast í hefðir og ekki síst af þeim sökum er þessi bók fagnaðarefni..... Hún er skrifuð á skýru og einföldu máli án þess að neinu sé fórnað í vitsmunalegri dýpt.“
Spectator.

Við þetta er litlu að bæta, en ég skora á allt kristið fólk að taka sér þessa bók í hönd og hugleiða innihald hennar. Bókin er gleðiefni fyrir okkur, sem trúum, en hún á ekki síður heima hjá þeim, sem eru í vafa eða trúlausir.

Hreggviður Jónsson, fyrrv. alþingismaður.

No feedback yet