« Kasper kardínáli: Sambandið við Anglíkana í hættu | Talsmaður Páfagarðs svarar opnu mótmælabréfi » |
Asianews.it - Jakarta. Nemendur og kennarar kristins guðfræðiskóla sem varð fyrir árás róttækra múslima 26. júní sl. eru enn á hrakhólum. Sumir fengu húsaskjól í þinghúsi, aðrir hjá lögreglunni og enn aðrir í kirkju. Ætlun þeirra er að fara með mál sitt fyrir mannréttindasamtök. Árásin var gerð af róttækum múslimum og að sögn skipulögð af fyrirtæki sem ásælist landið þar sem guðfræðiskólinn hafði aðsetur. [Tengill]