« Barnabarnabarn þekkts hörundslitaðs þræls, Dred Scotts, berst fyrir réttindum ófæddra barna til að binda enda á fósturdeyðingarJ’ accuse – ég ásaka »

07.03.07

  14:56:17, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 842 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Jafnframt því sem andstæðingar kaþólsku kirkjunnar ásaka hana um aukna dánartíðni vegna eyðni, leiðir tölfræðin þveröfugar niðurstöður í ljós.

LONDON, 5. mars 2007 (LifeSiteNews.com) – Kaþólska kirkjan myrðir „milljónir“ vegna kenninga sinna um hreinlífi, trúfestu í hjónabandinu og með því að vilja ekki breyta „stefnu“ sinni um að banna notkun smokkar í baráttunni gegn EYÐNI. Þetta er vinsælt og augljóslega viðloðandi umfjöllunarefni meðal stórs hluta blaðamanna.

Fréttaskýrendur, einkum enskir, lýsa því yfir með reglubundnum hætti að Jóhannes Páll páfi II og arftaki hans, Benedikt XVI, séu ábyrgir fyrir dauða milljóna manna vegna andstöðu sinnar við getnaðarvarvarnir, einkum smokkanotkun.

Polly Toynbee, blaðamaður hjá The Guardian, notaði tilefnið þegar Jóhannes Páll II andaðist til að segja að Vatíkanið væri „boðberi mannvonsku og hræsni í nútímanum.“ Toynbee hélt því fram að „með banninu á smokkanotkun bæri kirkjan ábyrgð á dauða milljóna kaþólikka og annarra á þeim svæðum í Afríku þar sem kaþólskir trúboðar væru ráðandi og alls staðar annars staðar í heiminum. Í löndum þar sem 50% íbúanna eru eyðnismitaðir eru milljónir munaðarlausra barna fórnardýr kúríunnar.“

Þeir kaþólsku lesendur sem lesa dagblöð fjölmiðlavaldsins kannast vel við að greinar birtast með reglubundnum hætti sem fjalla um það, hvort páfinn muni „aflétta smokkabanninu“ eða samþykkja smokka sem vörn gegn EYÐNI.

Í síðustu viku greindi Ruth Gledhill – fréttaritari um trúmál hjá The Times – að hún og samstarfsmaður hennar Richard Owen í Róm hefði verðið „drekkt“ í tölvupóstun, símhringingum „og öðrum ábendingum“ um að páfinn hyggðist „aflétta“ banninu á smokkinum í hugvekju sinni síðdegis á öskudag.

Orðrómurinn átti sér ekki neina stoð, sagði hún, en var fylgt eftir daginn eftir með bréfi sem gekk út á að Benedikt páfi myndi aflétta banninu þegar þess yrði minnst að 20 ár væru liðin frá útkomu Donum Vitae, hirðisbréfi sem endurtók þá kaþólsku kenningu að það væri syndsamlegt að grípa til tilbúinna getnaðarvarna og þar með smokka.

Gledhill vitnaði til John Coventry frá samtökunum „ActionAid“ sem mælir eindregið með smokkum til að hefta útbreiðslu eyðni. Þegar Coventry vék að kenningum kaþólsku kirkjunnar um hreinlífi og trúfestu í hjónabandinu nefndi hann þær „hugmyndafræði sem er fjandsamleg smokkum sem kæmi í veg fyrir raunhæfar aðgerðir til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins.“

Ummæli Coventrys eru mild í samanburði við það sem Toynbee sagði árið 2005 þegar hún líkti Jóhannesi Páli II við Vladimir Lenín: „Báðir tóku þeir öfgafulla hugmyndafræði fram yfir mennskt líf og hamingju sem varð mannkyninu ósegjanlega dýrkeypt.“

Toynbee komst svo að orði: „Sér til vansæmdar hafa hinir auðugu Evrópubúar hafnað annarlegum kenningum kirkjunnar um getnaðarvarnir án þess að gera uppreisn fyrir hönd hinna snauðu í Þriðja heiminum sem deyja vegna rangsnúnar trúar þeirra. Hendur þessara „siðuðu“ kaþólikka eru jafn ataðar í blóði eins og Vatíkansins sem þeir styðja.“

Lausleg athugun á tíðni eyðnismitunar meðal þeirra Afríkuþjóða þar sem stór hluti íbúanna er kaþólskur leiðir í ljós að þessir gagnrýnendur kirkjunnar hafa annað hvort vanrækt heimavinnu sína eða rangtúlka staðreyndirnar vísvitandi. Fyrirliggjandi tölfræði leiðir í ljós að eyðnismitum í þeim löndum þar sem fjöldi kaþólikka er hár er áberandi lægri en í löndum þar sem fjöldi kaþólskra er nánast sagt enginn.

Tölur úr „World Factbook of CIA“ frá 2003 sýna að kaþólskir íbúar Búrundí eru 62% og tíðni eyðnismitunar 6%. Rómversk kaþólskir í Angóla eru 38% og smitunartíðnin 3, 9%. Í Ghana eru 63% íbúanna kristnir og á sumum svæðum teljast kaþólskir 33% og smitunartíðnin 3, 1%. Nígería skiptist svo til jafnt á milli múslima í norðri og kristinna í suðri þar sem smitunartíðnin er 5, 4%.

Úganda sem er kristið að stórum hluta angrar áróðursmeistara smokkanotkunar hjá Sameinuð þjóðunum í sífellu með því að standa fast á aðhaldsemi í kynlífi og trúfestu í hjónabandi. Tíðni eyðnismitunar þar er ein sú lægsta í Afríku eða 4, 1%. Samkvæmt „World Factbook of CIA“ eru 33% íbúanna kaþólskir og 33% mótmælendur.

Meðal landa í Afríku þar sem hlutfall kaþólskra er lágt er Botswana klassískt dæmi með 37, 3% eyðnismitunartíðni, einni þeirri hæstu í Afríku, en einungis 5% íbúanna eru kaþólskir. Árið 2003 var tíðni eyðnismitunar í Swazilandi 38, 8%, en einungis 20% íbúanna eru kaþólskir.

Sjá tengda umfjöllun á LifeSiteNews.com:

http://www.lifesite.net/ldn/2005/feb/05020408.html

12 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Hvað árærir afstöðu kirkjunnar til getnaðarvarna vil ég enn að nýju vekja athygli á NFP (Natural Family Planning) aðferðinni. NFP er heildarheiti yfir ákveðnar aðferðir sem stuðst er við til að forðast getnað vegna þess að það er ekki ósk kirkjunnar að hjón ali fleiri börn en þau geta alið önn fyrir.

Þessar aðferðir eru byggðar á athugunum á náttúrlegum ummerkjum eða einkennum frjósemis- og ófrjósemisskeiða konunnar með hliðsjón af tíðahring hennar. Hjón sem styðjast við NFP til að koma í veg fyrir þungun forðast samfarir meðan konan er frjósöm. Engin lyf eða önnur úrræði eru notuð til að forðast þungun.

Aðferðin er 99, 3% örugg og hefur nú um nokkurt skeið tekið tölvutæknina í þjónustu sína. Í Japan geta konur nú fengið allar nauðsynlegar upplýingar um tíðahring sinn sendar í gegnum farsíma. Þetta voru viðbrögð Japana við yfirvofandi fólksfjöldahruni vegna óheftra fósturdeyðinga.

SJÁ

07.03.07 @ 17:00
Athugasemd from: Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

Burtséð frá NFP……hvaða leiðir leggur kaþólska kirkjan til að verði farnar til að minnka útbreiðslu kynsjúkdóma?

Nú stundar fólk kynlíf með hinum og þessum (ég er ekki endilega að prómótera þá hegðun)) og mun halda því áfram. Bjóðið þið upp á eitthvað betra en litlu blöðruna?

08.03.07 @ 00:26
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Burtséð frá NFP……hvaða leiðir leggur kaþólska kirkjan til að verði farnar til að minnka útbreiðslu kynsjúkdóma?

Nú stundar fólk kynlíf með hinum og þessum (ég er ekki endilega að prómótera þá hegðun)) og mun halda því áfram. Bjóðið þið upp á eitthvað betra en litlu blöðruna?

Þú átt við lauslæti? Nautnahyggja (hedonismi) veraldarhyggjunnar hefur afmáð þetta orð úr orðasafni sínu og í stað þess sett inn hugtakið „frjálslyndi í kynferðismálum.“ Í kristindóminum er lauslæti afleiðing einna dauðasyndanna sjö: Lostans.

Kirkjan boðar sama sannleikann og Kristur gerði fyrir 2000 árum. Hann hljóðar svo samkvæmt guðspjalli dagsins:

Einu sinni var maður nokkur ríkur, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus. Feginn vildi hann seðja sig á því, er féll af borði ríka mannsins, og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans. En nú gjörðist það, að fátæki maðurinn dó, og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn.

Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans. Þá kallaði hann: ,Faðir Abraham, miskunna þú mér, og send Lasarus, að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína, því ég kvelst í þessum loga.’

Abraham sagði: ,Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði, meðan þú lifðir, og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður, en þú kvelst. Auk alls þessa er mikið djúp staðfest milli vor og yðar, svo að þeir, er héðan vildu fara yfir til yðar, geti það ekki, og eigi verði heldur komist þaðan yfir til vor.’ En hann sagði: ,Þá bið ég þig, faðir, að þú sendir hann í hús föður míns,  en ég á fimm bræður, til þess að vara þá við, svo þeir komi ekki líka í þennan kvalastað.’ En Abraham segir: ,Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim.’ Hinn svaraði: ,Nei, faðir Abraham, en ef einhver kæmi til þeirra frá hinum dauðu, mundu þeir gjöra iðrun.’ En Abraham sagði við hann: ,Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, láta þeir ekki heldur sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum.“ ’

Í hugleiðingu dagsins kemst Ísak Sýrlendingur (7. öld) svo að orði:

„Ég kvelst í þessum loga.“

Hvað mig áhrærir, þá trúi ég því að þeir sem kvaldir eru í víti séu svona þjakaðir vegna elskunnar. Er nokkuð eins sársaukafullt eða kvalafullt eins og þjáningar elskunnar? Þeir sem finna að þeir hafa syndgað gegn elskunni bera hið innra með sé þyngri byrðar en nokkur önnur reynsla getur falið í sér. Þjáningarnar sem orsakast af því að hafa syndgað gegn elskunni eru átakanlegustu píslirnar.

Það er fáránlegt að ímynda sér að syndarar í víti séu sviptir elsku Guðs. Elskan er barn sannleikans sem öllum er gefinn. Í mætti sínum starfar elskan með tvenns konar hætti. Hún kvelur syndarana, rétt eins og einn vinur getur kvalið annan hér á jörðinni. En hún gleður þá hins vegar sem gert hafa það sem af þeim var ætlast. Þetta tel ég vera kvalir vítis: Eftirsjáin. Sálir þeirra sem dvelja á himnum dveljast hins vegar í hrifum fullsælunnar.

Allar Dúddurnar, Sissurnar, Dídíarnar og Stínurnar á blogginu sem segja: „Gvöð, að lesa það sem þessir menn segja þarna á Kirkjunetinu er geggjað miðaldarugl. Gvöð, hvað þeir eru bilaðir.“

Þetta er ekki alls kostar rétt hjá þeim. Boðskapurinn er 2000 ára gamall og varð til á Fórnarhæð krossins! Það er þetta sem kirkjan boðar.

Nota bene! Þetta eru orð Drottins Jesú Krists sjálfs og hann er jú einu sinni: „Vegurinn, sannleikurinn og lífið“ (Jh 14. 7).

Í gamalli þjóðsögu er greint frá dansinum í Hruna. Af henni er dregið orðið hrunadans. Þeir sem vilja njóta gleði hans meðan hann varir ættu að dans, gleðjast og fagna meðan tími gefst til þess eins og ríki maðurinn í dæmisögunni: „Þjáningarnar sem orsakast af því að hafa syndgað gegn elskunni eru átakanlegustu píslirnar.“

08.03.07 @ 07:44
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Já, þetta málefni var mikið áberandi í kringum andlát páfa. Það vildi því svo til að ein af fyrstu greinunum sem ég skrifaði á netið var um þetta málefni: [Tengill]. Ekkert mér vitanlega hefur komið fram þessi tvö ár frá því að greinin var rituð sem rennt gæti stoðum undir þessar ofboðslegu ásakanir í garð páfanna sem er ekki furða því til að gagnrýnin gangi upp þarf að skoða bjagaða mynd af boðskap þeirra. Þá þegar töldu margir innan kirkjunnar að réttlætanlegt væri að maki sýkts aðila verði sig sýkingu með öllum tiltækum ráðum og mér skilst að Benedikt páfi sé núna búinn að staðfesta það viðhorf.

08.03.07 @ 18:01
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég renndi yfir grein þína Ragnar og þá rifjuðust þessi ummæli upp fyrir mér. Hvað varðar þann víðfræga (af endemum) fríkirkjurprest, Hjört Magna, er engu líkara en að hann hafi sótt námskeið hjá Planned Parenthood í malthusisma og kenningum frú Margarét Sanger. En eins og séra Sigurður Pálsson benti réttilega á er ekkert mark á manninum takandi!

Ég minni jafnframt á greinina á kaþólsku fréttasjánni hér á kirkju.net frá 18 til 24, júní 2006 þar sem sérfræðingar kveða upp um álit sitt á öryggi smokka: TENGILL

Sue Ellin Browder sem er dálkahöfundur um heilbrigðismál og skrifar fyrir Crisis Magazine segir það meðal annars að tölfræðilegar upplýsinga frá Suðurafríku leiði í ljós að smokkamagnið jókst úr 6 milljónum árið 1994 í 198 milljónir 1998 á sama tíma sem tíðni eyðnismitana jókst um 57%.

Skýrsla frá Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNAIDS) frá 2003 varar við því að treysta svo mjög á smokka til að hefta útbreiðslu eyðni. Skýrslan var eins og hnefahögg í andlit fólksfækkunarsinna sem hafa sífellt fullyrt að smokkar fælu í sér 100% vörn. Dr. Norman Hearst frá Kalifórníuháskólanum varaði alvarlega við oftrú manna á smokkum sem vörn gegn eyðni í skýrslu árið 2004.

En það er ekki auðvelt fyrir sérskipað sérfræðingastóð að útskýra hvernig þeir hafa varið milljörðum dollara í tóma vitleysu. En smokkurinn er sprunginn sem hver önnur blaðra sem sóttvörn. En gróði smokkaframleiðanda í Bandaríkjunum hefur verið óheyrilegur. Þessum fjármunum hefði verið unnt að verja betur með því að kenna fólkinu að forðast allt lauslæti og útstáelsi, en þar er frumorsakarinnar að leita eins og á Vesturlöndum.

Meira um saman efni:
http://www.zenit.org/english/visualizza.phtml?sid=91414

Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að smokkar bregðist í 10% tilvika:
http://www.lifesite.net/ldn/2003/jun/03062303.html

Nýjar rannsóknir staðfesta að smokkar eru varasöm vörn gegn eyðni:
http://www.lifesite.net/ldn/2004/jan/04011408.html

Reiði Sameinuðu þjóðanna gegn miklum árangri í Úganda gegn eyðni
með aðgát í kynlífi:
http://www.lifesite.net/ldn/2005/oct/05101404.html

08.03.07 @ 20:19
Athugasemd from: Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

Þó að smokkurinn sé bara 98% vörn, 95% vörn…….þó hann væri bara 70% vörn þá getið þið varla sagt að hann sé ekki betri en engin vörn?

08.03.07 @ 20:59
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Sóttvaranarlæknum (líka á Íslandi) ber saman um að ein öruggasta leiðin til sóttvarna sé að þvo sér um hendurnar nokkrum sinnum á dag (líkt og Gyðingarnir gerðu til forna. Það er mikil speki falin í lögmáli Móse).

Vandamálið hvað áhrærir slíkan þvott á öðrum líkamshlutum, t. d. kynfærum, er sá að stór hluti kynfæra kvenna er innvortis. En unnt er að forðast klamadíu að vissu marki ef lauslætinu er stillt í hóf með þvotti á sköpunum. En þegar menn láta stjórnast af fýsnum sínum eins og skynlausar skepnur (það var þetta sem okkur var kennt í náttúrufræði í barnaskólanum í gamla daga að væri það sem aðgreindi menn og skynlausar skepnur að) er úr vöndu að ráða.

Meðal annars sýktust gyðingakonur ekki af barnfararsótt vegna hreinsunardaganna 8 eftir fæðingu.

Það skyldi ekki vera að ein af speki þess felist í að forðast subbuskap í kynlífi, það er að segja að forðast lauslæti (mök við fjölmarga aðila)? Frjálslyndi veraldarhyggjunnar er dýru verði keypt. Á einum áratug hafa orðið til 44 ný afbrigði kynsjúkdóma sem kostað hafa milljónir manna lífið.

Í reynd varaði Guðsmóðirin við eyðnifaraldrinum í opinberununum í Kibeho í Rúanda árið 1981 (sjö árum áður en þessi hrollvekja hófst. Hún bað fólk um forðast allt lauslæti í kynlífi sínu.

Sóttvörn sem bregst í 10% tilvika gegn bráðsmitandi sjúkdóms er alls ekki ásættanleg, heldur þvert á móti stórvarasöm og stuðlar að útbreiðslu sýkingarinnar vegna falsks öryggis. Enginn óvitlaus maður tæki þá áhættu að hlaða magasín á marghleypu með tíu skothólfum með einu skoti og beina henni síðan að hausnum á sér og hleypa af. Það væri að spila rússneska rúllettu!

Enginn færi á bíl út í umferðina sem væri í svo lélegu ástandi að það væru einungis 90% líkur á því að hann kæmist lifandi á áfangastað (nema búið væri að telja honum trú um það fyrirfram að hann nyti fyllsta öryggis þrátt fyrir það).

08.03.07 @ 21:10
Athugasemd from: Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

Neinei, en nú vitum við það báðir, þú og ég, að þið eruð ekki að fara að binda enda á lauslæti heimsins…..hugsanleg alheimsvakning er fjarlæg og ósennileg.

“Falska öryggið” er þó öryggi fyrir langstærstan hluta þess sem stundar óábyrgt kynlíf. En þó það væri ekki til staðar þá myndi það varla koma í veg fyrir að nautnaseggir heimsins fullnægðu hvötum sínum.

Er þá ekki betra að þeir fái að hafa blöðruna?

09.03.07 @ 02:32
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Haukur Viðar! Ég vísa til nýjustu greinar minnar um átök kærleiksríkrar og kærleiksnauðar þekkingar.

Veraldarhyggjan er arftaki illvirkja víngarðsins sem deyddu Soninn, „refirnir, yrðlingarnir, sem skemma víngarðana, því að víngarðar vorir standa í blóma” (Ll 2. 15) og vitaskuld munu þeir ekki láta af lauslæti sínu, fósturdeyðingum og liknarmorðum og því mun dagurinn renna upp fyrir þeim sem ógnardagur, í þessum heimi eða öðrum.

Við hin munum halda áfram að biðja um náð til að vera góðir verkamenn í VÍNGARÐI GUÐS.

09.03.07 @ 10:25
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég vil jafnframt vekja athygli á því að 29,6% eyðnismitaðra í heiminum njóta verndar á líknarheimilum kaþólsku kirkjunnar, þó að kaþólskir teljist einungis 17,2% af íbúafjölda heimsins.

Með þeim tugum milljarða dala sem varið er árlega til hernaðarútgjalda í heiminum mætti leysa alla neyð íbúa Þriðja heimsins með skjótum hætti.

Vikuleg útgjöld Bandaríkjamanna einna í Írak nema hærri upphæð en Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur úr að spila árlega.

Sem sagt: Dauðamenningin er mannkyninu dýrkeypt. Það er því hjákátlegt þegar þau myrku öfl sem standa að baki dauðamenningarinnar gera páfann í Róm og Vatíkanið að blóraböggli sínum!

Þetta eru viðbrögð óknyttastráksins sem benti á einhvern annan þegar hann braut sjálfur rúðuna: Hann gerði það!

11.03.07 @ 08:46
Athugasemd from: Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

Ég var ekkert að tala um þetta. Ég var að tala um smokka. Þið gerið útúrsnúning að ólympískri grein.

Ég tala um smokka og fæ röfl til baka um “víngarð Guðs"?

11.03.07 @ 17:09
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þessi orð segja allt og ekki meira um það.

11.03.07 @ 17:33