« HvíldardagurinnHann hafði fórnað lífi sínu »

07.03.06

  20:16:22, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 167 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Já, Drottinn, ég gerði það

Einu sinni heyrði ég viðtal við mann sem hafði lent í alvarlegu bílslysi.
Hann dó næstum því, en margir báðu fyrir honum og á endanum náði hann sér að fullu.

Í viðtalinu, talaði hann um að hann myndi eftir að eitthvað hefði gerst rétt á eftir slysinu. Hann stóð fyrir framan dómshásætið og Jesús var að segja honum allt sem hann hafði aðhafst í lífi sínu.

Maðurinn sagði að það eina sem hann hafi geta sagt þegar Jesús minntist á syndir sem hann hafði drýgt var: "Já, Drottinn, ég gerði það, já, Drottinn ég gerði það."

Hann sagði að hann hefði ekki getað sagt neitt annað, það var ekki hægt að
vera með neinar afsakanir, vegna þess að hann vissi að allt sem Jesús segði var satt.

Hvernig skyldi verða dæmt í málum okkar þegar okkar tími kemur?

No feedback yet