« Jafnframt því sem andstæðingar kaþólsku kirkjunnar ásaka hana um aukna dánartíðni vegna eyðni, leiðir tölfræðin þveröfugar niðurstöður í ljós.Sænskir trúarleiðtogar vara við „fósturdeyðingarparadís“ »

07.03.07

  10:52:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 445 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

J’ accuse – ég ásaka

Þetta eru hin fleygu orð sem rithöfundurinn Zola viðhafði á sínum tíma þegar hann skrifaði hið víðfræga bréf sitt þegar hann ásakaði frönsk stjórnvöld fyrir meðferðina á Dreyfusi. Það var reyndar ekki hann, heldur annar víðfrægur franskur rithöfundur sem kom í heimsókn til Íslands þann 8. júní 1901. Þetta var Victor Hugo ásamt eiginkonu sinni og þeim dr. Jean Charcot, og M. Bonniers. Ferðalangarnir heilsuðu meðal annars upp á föður Ypes Hamon (1864-1925), franskan prest sem starfaði þar á vegum franska sjómannatrúboðsins (Apôtre des Marins). Saga föður Hamons er ein sér afar merkileg. Eftir að hafa verið lokaður inni í Beijing í Kína í boxarauppreisninni ásamt öðrum Evrópumönnum, var hann sendir til Nýfundnalands og síðar Íslands þar sem hann starfaði í mörg ár. Að Íslandsdvölinni lokinni var hann sendur til eyjarinnar Martineque í Indlandshafi. [1]

Nú höfum við þremenningarnir skrifað efni á þessa vefsíðu í dágóðan tíma og vinsældir hennar farið fram úr björtustu vonum sjálfs upphafsmannsins, Ragnars Geirs Brynjólfssonar. Í því fárviðri lyga og rangtúlkana sem ganga um kirkjuna í fjölmiðlum veraldarhyggjunnar bæði hér á landi og um allan hinn Vestræna heim er mikilvægt að halda vöku sinni og verjast þessu fárviðri eftir fremsta megni. En þremur einstaklingum eru takmörk sett í þessum efnum.

Þannig höfum við engin tök á því sjálfir að þýða fjölmargar greinar sem birtast daglega á kaþólskum veffjölmiðlum. Þar sem fjölmargt kaþólskt fólk á Íslandi er ágætlega menntað hvet ég það til að koma til samstarfs við okkur og þýða eina og eina grein. Öll vitum við hversu yfirhlaðnir störfum kaþólskir prestar eru á Íslandi, en við getum lagt okkar að mörkum með því að koma sannleikanum á framfæri. Hristið af ykkur slyðruorðið og látið ekki aðeins nöldrið í kirkjukaffinu nægja, nöldur sem kemur mest frá þeim sem leggja sjálfir ekkert af mörkum, nöldur sem felst í því að ekkert sé gert! Minnist orða Frelsarans: Sælla er að gefa en að þiggja! Ég ásaka þá meðlimi kirkjunnar sem hafa alltaf nægjan tíma til að gera allt annað en það að leggja eitthvað af mörkum sannleikanum til varnar

[1]. Þetta má lesa í lítilli bók sem vinir hans gáfu út að honum látnum: Le P. Yves Hamon, Assomptioniste, Aumônier à Terre-Neuve et en Islande, eftir E. Lacoste, Maison de la bonne presse, Paris, 1929.

1 athugasemd

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ég tek undir þessi tilmæli Jóns Rafns til trúsystkina okkar: leggið okkur lið með aðstoð við að þýða greinar og birta hér, söfnuðum og einstaklingum til upplýsingar, trúarstyrkingar og til að efla okkar andlega samfélag. Allur sá sægur vefgreina, sem hér er að finna, verður ekki til af sjálfu sér. Og tími þriggja manna eða fjögurra er takmarkaður af ytri aðstæðum líka. Komið einnig inn í umræðurnar, sem hér fara fram, látið ekki þá vantrúuðu keyra hér yfir vefsíður okkar án þess að þið þorið að taka til máls. Við erum jafnófullkomnir og þið, en viljum fá aðra ófullkomna með okkur! Og ef einhverjum einlægum kaþólikka eða kristnum manni kynni að líka ekki alveg 100% við áherzlur okkar, vinsamlega verið þá ekki feimin við að skrifa, spyrja eða setja fram ykkar sjónarmið stutt rökum eða ritningargreinum.

Kveðja og blessunarósk til lesendanna.

10.03.07 @ 01:13