« Allir skírðir eiga að ganga veg heilagleikans | Sýrland: Ferðamenn upplifa trúaranda í klaustri frá 6. öld » |
Cwnews.com - Ítalía. Kaþólskt tímarit á Ítalíu olli nýlega fjaðrafoki vegna ritstjórnargreinar þar sem sagt var að aðgerðir Ítalíustjórnar í málefnum ólöglegra innflytjenda væru 'afturhvarf til fasisma'. Talsmaður kirkjunnar benti í kjölfarið á að tímaritið væri hvorki málpípa Páfastóls né ítölsku biskuparáðstefnunnar. Meðal aðgerða sem ríkisstjórnin hefur gripið til er að senda 3000 hermenn inn í ítalskar borgir til að reyna að stemma stigu við glæpaöldu. Einnig hefur verið boðað að nýir og áhrifaríkir brottvísunarverkferlar verði innleiddir sem og að refsingar verði þyngdar fyrir brot á innflytjendalöggjöfinni. [Tengill]