« Merki krossins 1. hefti 2007 er komið út | Tveir nýir prestar til starfa í Reykjavíkurbiskupsdæmi » |
Í kaþólska mánaðarritinu Alive sem er stærsta fríblað Írlands er forsíðufrétt júlí-ágúst tölublaðsins tilvitnun í David Quinn hjá Iona Institute þar sem hann segir að umræða um hjónabandið sé nauðsynleg. Hann segir að fjölskyldulíf á Írlandi sé í hættu. Á síðastliðnum 20 árum hafi orðið 530% aukning í hjónaskilnuðum og að tíðni óvígðrar sambúðar sé hærri en í Bandaríkjunum. Fréttin er í heild sinni á forsíðu blaðsins á pdf formi sem finna má hér: [1]