« Orígen (um 185-253), prestur og guðfræðingur: HugleiðingHvernig kaþólska kirkjan lagði grunninn að vestrænni menningu (1) »

28.10.10

  20:09:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1452 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd, Getnaðarverjasamfélagið

Inntak lífsverndarstefnunnar – eftir föður Paul Marx, O.S.B.

Faðir Paul Marx er stofnandi og fyrrum forseti „Human Life International.“ Samtökin sem stofnuð voru árið 1981 eru stærstu samtök lífsverndarsinna og fjölskylduverndar í heiminum. Hlutverk þeirra er að þjálfa, skipuleggja og styðja leiðtoga lífsverndarsinna víðsvegar um heim og verja mannhelgi lífsins og gildi fjölskyldunnar. Samtökin hafa bjargað lífi tugþúsunda barna víðsvegar um heim. Við getum sem best kallað afstöðu Pauls Marx marxisma lífshyggjunnar til mótvægis við marxisma dauðamenningar frú Margaretar Sangers og samtaka hennar: Planned Parenthood International.

Þann 17. nóvember 1979 ræddi ég um lífsverndarhreyfinguna við Jóhannes Pál páfa II. Hann var nýkominn úr ferð til Bandaríkjanna þar sem hann fordæmdi fóstudeyðingar í ávarpi sínu til byskupanna.

Ég þakkaði honum fyrir andstöðu hans við getnaðarvarnir. Ég greindi honum frá reynslu minni í 48 löndum (nú 91). Ég sagði við hans heilagleika að þegar getnaðarvarnir hafa í eitt skiptið fyrir öll öðlast viðurkenningu, þá væru afleiðingarnar fyrirsjáanlegar. Ég tíundaði þetta fyrir honum: Í sérhverju landi leiða getnaðarvarnir til ógnvænlegra fósturdeyðinga. Þegar getnaðarvarnir og fósturdeyðingar hafa verið lögleiddar og náð að breiðast út fellur fæðingartíðnin, þjóðir riða til falls og börnin fylgja fordæmi foreldranna í afskræmingu kynlífsins.

Sífellt fleiri lifi í sambúð án þess að njóta blessunar hjónabandsins og ættleiðingarstofnanir verða verkefnalausar vegna þess að um 90% þeirra táninga sem grípa ekki til fósturdeyðinga ali börn sín upp sem einstæðir foreldrar og vændi kemur í kjölfarið. Kynsjúkdómar aukist til muna, ófrjósemi eykst og ef unnt sé að deyða fyrir fæðingu, því þá ekki að deyða eftir fæðingu? Þannig eru líknarmorð óumflýjanleg.

Páfi horfði á mig hljóður í óþægilega langan tíma líkt og hann væri að biðjast fyrir og sagði loks: „Þú býrð yfir mikilli reynslu. Þú verður að útbreiða þessa hreyfingu um lífsvernd og fjölskylduvernd út um allan heim og ef þú gerir þetta leysir þú mikilvægasta verkefnið á jörðu af hendi.“

Nokkrum árum áður höfðu getnaðarvarnir verið til umræðu í Vatíkaninu. Meðan núverandi páfi var enn erkibyskup í Kraká kallaði hann hæfustu guðfræðingana í Póllandi saman til að ræða siðgæði getnaðarvarna, einkum hverjar afleiðingarnar yrðu ef þær breiddust út í miklum mæli. Niðurstaðan: Ef getnaðarvarnir verða almennt tíðkaðar mun hvorki kirkjan eða samfélagið geta staðið á siðfræði kynlífsins. Afleiðingarnar yrðu skelfilegar.

Á ferðum mínum er ég iðulega inntur eftir því hver sé innsta og dýpsta sannfæring mín eftir að hafa starfað að lífsverndarmálum í 36 ár og heimsótt 91 land og skrifað 11 bækur um þetta efni. Án þess að hika hef ég svarað svo alvarlega þenkjandi fyrirspyrjendum svo:

Þegar getnaðarvarnir hafa náð að breiðast út sjáið þið það sem ég lýsti fyrir páfa. Öll síðari reynsla og athuganir hafa staðfest þetta. Getnaðarvarnir eru ógnvænlegt siðrænt krabbamein sem hefur lamandi áhrif sem tortíma kirkjunni, fjölskyldunni, æskunni og þjóðunum. Það tæmir prestaskólana og aðstreymi nýnema, það leiðir til uppflosnunar (hafið EYÐNINA í huga!). Það leiðir ekki neitt gott af sér heldur er eyðandi illska eða óheiðarleiki (inhones), eins og Páll páfi VI orðaði það í Humanae Vitae. [1]

Útbreiddar getnaðarvarnir blinda fólk jafnframt gagnvart því hvernig náttúran stjórnar frjóseminni, það er að segja aðferð Guðs. Konan er meðal ófrjósömustu spendýranna á jörðu. Hin náttúrlega fæðingarstjórn (NFP) [2] er afar áhrifarík hjá hjónum sem eru vel upplýst og hafa stjórn á sjálfum sér sem stendur fósturdeyðingarlyfjunum framar. Þrátt fyrir þetta er hin náttúrlega aðferð eitthvað mesta leyndardmálið í kaþólsku kirkjunni. Lesandinn getur svo dæmt um það hver ástæðan er.

Jafnframt því sem við höfum þörf fyrir fjölmarga hópa lífsverndarsinna til að herja á ófreskju dauðamenningarinnar, þá er það afar árangursríkt og lýsir mikilli skammsýni, að horfa fram hjá aðalorsök barnamorðanna sem eru getnaðarvarnirnar.

Hafið í huga að stór hluti getnaðarvarna í dag eru fósturdeyðingarlyf: Pillan, Norplant, Depo-Provera, hormónalykkjan og skyndigetnaðarvarnarpillan (morning after pill). Það sem eftir er af getnaðarverjum er smokkurinn, hettan og takmarkað úrval af hormónasmyrslum. Og staðreyndin er sú að allar rannsóknir á fæðingarstjórnun framtíðarinnar felst í fósturdeyðingarlyfjum. Það þarf ekki að færa sönnur á það hér hvernig getnaðarverjur og fósturdeyðingarlyf hafa leitt til til ógnvænlegra vandamála á sviði samfélagsins hvað áhrærir íbúafjöldann og fjölskyldulífið og orsakað óhamingju og skaðað heilsu fólks. Nægilegt er að benda á þá allsherjarupplausn sem ríkir í kynferðismálum um allan heim og þá staðreynd, að í Bandaríkjunum einum hafa 60% hjóna sem orðin eru 45 ára gengist undir ófrjósemisaðgerð!

Svo sannarlega þörfnumst við fjölmargra hópa lífsverndarfjölskyldna sem vinna að ýmsum hliðum málsins í að útbreiða lífsgildi og mikilvægi fjölskyldunnar, eins og prestur nokkur komast að orði nýlega.

En umfram allt annað verðum við að sannfæra sífellt fleiri presta um orsök meins tortímingar lífsins, fjölskyldna og þjóða, það er að segja að prestar verði að kynna sér og predika Human Vitae í spámannlegum boðskap þess og tala gegn getnaðarvörnum, fósturdeyðingarlyfjum og ófrjósemisaðgerðum. Að leyfa prestum að standa í þeirri trú að fósturdeyðingarnar séu eina vandamálið sem ógnar lífinu og fjölskyldunni (og margir þeirra predika jafnvel ekki gegn sjálfum fósturdeyðingunum) er að svæfa þá í afar öfugsnúinni hugarfarsafstöðu. [3]

Ég hef predikað í um 800 sóknum á síðustu 36 árum. Í meira en 90% þessara sókna hafa sóknarbörnin greint mér frá því að þau hafi aldrei heyrt predikun þar sem vikið hefur verið að getnaðarvörnunum, aldrei heyrt svo mikið sem vikið einu orði að fósturdeyðingarlyfjum og ófrjósemisaðgerðum – og í allt of mörgum tilvikum jafnvel ekki heyrt vikið að fósturdeyðingum!

Sérhver hópur eða hreyfing, sérstaklega þeir sem leitast við að hafa áhrif á presta til að snúast að fullu til liðs við lífsvernd og leitast ekki við að vekja athygli á allsherjarillsku getnaðarverjanna slær máttlaust vindhögg. Þegar ég segi þetta er ég sjálfum mér samkvæmur. Ég hef sagt og skrifað um þetta í hartnær 40 ár. Enginn sannur lífsverndarsinni, enginn byskup, enginn prestur, enginn reglumeðlimur eða leikmaður hefur nokkurn tímann getað bent á land þar sem getnaðarvarnir eru iðkaðar þar sem finna má eðlilega fæðingartíðni eða fjölskyldulíf.

Þegar þið predikið og útbreiðið allan boðskap lífsverndarinnar í heild munuð þið vissulega verða ásökuð um að vera sjálfum ykkur ósamhljóða af hálfu þeirra sem vilja ekki horfast í augu við lífið og sannleikann.

Í öllu sínu lífi sem prestur, byskup og páfi hefur Jóhannes Páll páfi II sýnt fram á að við verðum að starfa á mörgum vígstöðvum, en að getnaðarverjurnar séu kjarni málsins, eins og hann hefur svo iðulega vikið að þegar hann hefur rætt við lífsverndarhópa í Róm. Allt frá fyrstu dögum prestsþjónustu sinnar barðist hann fyrir heilbrigðum sóknum (án getnaðarverja) og þegar árið 1960 samdi hann hið stórbrotna verk sitt „Elskan og ábyrgðin,“ en allt verkið snýst um hina fornu og óumbreytanlegu boðun kaþólsku kirkjunnar.

Fyrir nokkrum árum kom leiðtogi bandarískra samtaka sem berjast einungis gegn fósturdeyðingum með skurðaðgerðum til fundar við páfann í Róm og fullvissaði hann um að samtök hans berðust einungis gegn fósturdeyðingum. Leiðtoginn lagði áherslu á þetta. Páfinn hlustaði á hann af fyllstu þolinmæði. Í svari sínu vék hann að nauðsyn þess að berjast einnig gegn getnaðarverjunum og endurtók þetta í lokaorðum sínum! Páfinn hefur að minnsta kosti fordæmt getnaðarverjurnar einu sinni í sérhverju landi sem hann hefur sótt heim, að undanskildu Japan þar sem hann dvalið einungis í 16 tíma og talaði um ógnina sem stafaði af atómvopnunum.

Í lengsta hirðisbréfi allra tíma, Evangelium Vitae, einbeitir páfinn sér að getnaðarvörnum og fordæmir allar skaðvænlegar afleiðingar þeirra.

Ég þori að segja að ég hafi talað við fleiri leiðtoga lífsverndarsinna um allan heim en nokkur annar einstaklingur. Þegar ég tala fyrir munn kaþólskra bendi ég á að hinn einlægi lífsverndarsinni og baráttumaður fyrir fjölskyldunni er fullkomlega sannfærður um það sem ég hef leitast við að fjalla um hér, það er að segja að getnaðarverjurnar eru rætur meinsins og að sérhver meiriháttar samtök sem vonast til að geta upprætt barnamorðin í þjóðfélaginu verður að einbeita sér að miklum hluta að illsku getnaðarvarnanna.

Og nú sé ég að sífellt fleiri mótmælendur og lífsverndarhópar mótmælenda aðhyllast þessa afstöðu og skipuleggja hópa til að berjast gegn getnaðarverjunum. Við vitum líka öll um fjölmarga mótmælendur sem snúið hafa til kaþólsku kirkjunnar, fyrst og fremst sökum Humanae vitae, þessa spámannlega hirðisbréfs sem fjallar fyrst og fremst um getnaðarvarnir. Leyfið mér að vitna í orð Scott Hahns í bók hans: Rome Sweet Home:

Ég hafna því að þessi orð leiði til óeiningar. Þvert á móti! Þegar við sjáum illsku getnaðarverjanna (og hafið í huga að hér er að mestu um fósturdeyðingarlyf að ræða), þá getur þetta leitt til einingar í viðleitni alls samfélagi lífsverndarsinna og meðal allra þeirra fjölmörgu hópa sem glíma við ýmsa þætti málsins. Ég spái því að þetta verður raunin í framtíðinni.

[1]. Humana Vitea (Um mannlegt líf) má finna hér: http://mariu.kirkju.net/humanevitae.html
[2]. Sjá: http://www.kirkju.net/index.php/jonrafn/2006/03/14/p271
[3]. Segja verður sem er að fjölmargir kaþólskir prestar hafa sofið á verðinum í þessum efnum sem hefur haft geigvænlegar afleiðingar í för með sér. Hér er aðeins tekið eitt dæmi sem er einkennandi fyrir þetta ástand í heimskirkjunni: Áhrif fólksfækkunarstefnu Sameinuðu þjóðanna í Keralafylki í Indlandi. Sjá: http://www.kirkju.net/index.php/jonrafn/2006/06/17/katolska_frettasjain_vikan_11_juni_til_1_2006

Endurbirtur pistill sem birtist fyrst hér á vefsetrinu 20.03.2007

No feedback yet