« Filippseyjar: Uppreisnarmenn múslima hertaka kristin þorp | Nígería: Aukið misrétti og ofbeldi gagnvart kristnum » |
Asianews.it. Jakarta. Í Jayapura, höfuðborg indónesísku Papúa hafa meira en 3500 kristnir mótmælt upptöku sharia laga í héraðinu. Orðrómur er um að sharia verði komið á en mótmælendurnir halda fram að héraðið njóti sjálfsstjórnar og slík lög verði ekki innleidd nema með samþykki héraðsbúa. Í Padang höfuðborg Vestur-Súmötru minnir ástandið æ meir á íslamskt ríki. Kvenstúdentar sem ekki bera slæðu eru gjarnan reknir tímabundið úr skóla. Ákvæði frá 2005 um að virða skuli reglur islam er látið gilda fyrir aðra en múslima. Upptaka sharia líkra lagaákvæða í héruðum Indónesíu sést æ oftar og ríkisstjórnin hefur ekki staðið í vegi fyrir því þrátt fyrir mótmæli frá trúarlegum minnihlutahópum sem og mannréttindahópum. [Tengill1] [Tengill2]