« Anglíkanska kirkjan: Ræða erkibiskups Kantaraborgar í Lourdes veldur titringi | Indland: Kristnir menn neyddir til að gerast hindúar » |
Ofstækismenn úr röðum hindúa brenndu í síðustu viku systraheimili Kærleiksboðberanna af reglu Móður Teresu í Kandhamal svæði í Orissa á Indlandi. Á fimmtudagskvöldið var réðust um 700 manns vopnaðir öxum, sverðum og járnstöngum á systraheimilið og kveiktu í því. Systurnar voru flúnar og sakaði því ekki. Ofbeldisalda gegn kristnum hefur riðið yfir Indland í kjölfar vígs á róttækum leiðtoga hindúa sem skæruliðar kommúnista hafa lýst á hendur sér. [Tengill]