« Rósakransinn: Kristin íhugunMóðir Angelica stofnandi EWTN heiðruð af páfa »

23.10.09

  20:59:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 268 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Indland: Stúlkum lofað heitorði til að koma í kring trúskiptum

AsiaNews - Nýju Delhi. Hæstiréttur Kerala hefur farið þess á leit að hafin verði rannsókn á því þegar stúlkum sem lofað er heitorði enda í höndum íslamskra samtaka þar sem reynt er að fá þær til trúskipta. Óttast er að tilfellin séu yfir 4 þúsund. Ungir menn fá í verðlaun 100 þúsund rúpíur (um 1400 evrur) ef trúskipti verða.

Tveir kvenstúdentar hafa lýst því fyrir dómara að þær hafi verið ginntar með loforðum um hjónaband og síðan haldið föngnum í miðstöð múslima. Þær segjast hafa verið þvingaðar til að horfa á myndefni og lesa bækur sem vegsömuðu trúarofstæki.

Lögreglan í Kerala óttast að um mörg tilfelli sé að ræða. Fyrstu vísbendingar um þetta urðu í ársbyrjun 2009 þegar lögreglan hafði skráð liðlega 4 þúsund trúskipti til íslam á hálfs árs tímabili meðal stúlkna.

Ungir menn sem eru tálbeitur fá tvær vikur til að vega og meta líkur á trúskiptum stúlku og sex mánuði til að koma þeim í kring. Á meðan fá þeir farsíma, reiðhjól og föt. Ef trúskiptin nást fram eru verðlaunin 100 þúsund rúpíur eða nálægt 1400 evrur í formi styrks til að byrja með eigin atvinnurekstur.

Hæstiréttur Kerala hefur farið fram á að yfirvöldin rannsaki hvaðan peningarnir komi og í dag hefur verið upplýst að þeir koma erlendis frá, líklega frá Mið-Austurlöndum eða Arabíuskaga.

Þessar fréttir hafa þegar vakið hörð viðbrögð róttækra hindúa sem bregðast við með dreifingu fræðsluefnis. Leiðtogi þeirra hefur sagt að fyrir hverja stúlku sem gengur íslam á hönd verði fimm múslimastúlkur að gerast hindúar.

Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar í Kerala hefur gefið út leiðbeiningar til foreldra um hvernig þeir geti verið á varðbergi gagnvart þessu.

Heimildir:
AsiaNews.it: [Tengil1l][Tengill2]
Ucanews: [Tengill]

Múslimastúlkur

No feedback yet