« Indland: 10 milljóna stúlknafæðinga er saknað úr fæðingartölum | Reykjavík: Séra Patrick Breen skipaður staðgengill biskups í Reykavíkurbiskupsdæmi » |
Asianews.it - Delhi. Biskuparáðstefna Indlands tók þá ákvörðun að loka öllum kaþólskum skólum í mótmælaskyni við ofbeldi gegn kristnum í Orissa. Þetta eru meira en 25.000 skólar og fóru nemendur þeirra og kennarar í mótmælagöngur.
Bæði hófsamir hindúar sem og múslimar hafa fordæmt ofbeldið. Samkvæmt nýjustu fregnum eru 12 manns látnir og tveir alvarlega særðir. 41 kirkja var eyðilögð, hundruð heimila, fjögur klaustur, fimm gisti- og unglingaheimili, sex kaþólskar sjálfboðaliðastofnanir voru eyðilagðar, hundruð bíla og aðrar persónulegar eigur fólks í óeirðunum sem róttækir hindúar stóðu fyrir.
[Tengill]