« Friðarbæn eignuð hl. Frans frá Assisi„Friðsæld í dalnum“ - ísl. söngtexti við þekkt lag »

09.05.10

  08:15:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 172 orð  
Flokkur: Tilbeiðsla

Íhugunarefni rósakransins: Fögnuður - þjáning - dýrð

Hinum svonefndu leyndardómum (e. mysteries) eða íhugunarefnum rósakransins má skipta í þrjá flokka; fagnaðarrík, þjáningarfull og dýrðleg. Þessi skipting hefur varað lengi en Jóhannes Páll II páfi bætti árið 2002 við hinum skíru íhugunarefnum og verður ekki fjallað um þau hér. Hin hefðbundna skipting íhugunarefna er þannig að á mánudögum, fimmtudögum eru fagnaðarrík íhugunarefni, á þriðjudögum og föstudögum eru þjáningarfull íhugunarefni en á miðvikudögum og laugardögum eru dýrðleg íhugunarefni.

Sunnudögum er skipt þannig að sunnudaga í jólaföstu (aðventu) eru fagnaðarrík íhugunarefni, á sunnudögum í föstu eru þjáningarfull íhugunarefni en aðra sunnudaga eru dýrðleg íhugunarefni.

Fagnaðarríku leyndardómarnir eru:
Engillinn Gabríel flytur Maríu fagnaðarboðskapinn.
María heimsækir Elísabetu.
Jesús fæðist í fjárhúsi í Betlehem.
Jesús er færður Drottni í musterinu.
Jesús er fundinn aftur í musterinu.

Kvalafullu leyndardómarnir eru:
Jesús sveitist blóði í grasgarðinum.
Jesús er húðstrýktur.
Jesús er þyrnikrýndur.
Jesús ber hinn þunga kross.
Jesús deyr á krossinum.

Dýrðlegu leyndardómarnir eru:
Jesús rís upp frá dauðum.
Jesús stígur upp til himna.
Jesús sendir Heilagan Anda.
María er uppnumin til himna.
María er krýnd á himnum.

No feedback yet