« Biskupinn biðst afsökunar og leggur drög að rannsóknarnefndMál tengt Margréti komið til ákæruvaldsins »

24.06.11

  19:17:30, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 40 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Iðunn Angela: Nauðynlegt að kirkjan biðjist afsökunar

Iðunn Angela var í fréttatíma RÚV Sjónvarpsins í kvöld. Hér er frétt af vef RÚV um málið og hér er upptaka af viðtali síðdegisútvarpsins við hana.

Nú þyrfti herra Pétur biskup að gefa út afsökunarbeiðni og það sem allra fyrst.

14 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Í hvaða formi á þessi afsökunarbeiðni að vera samkvæmt þinni tillögu, Ragnar? Á Pétur biskup að biðjast afsökunar á einhverju, sem hann gerði, eða því sem einhver annar gerði? Það er nú varla ráðlegt, að hann flýti sér svo með þessa umbeðnu afsökunarbeiðni, að þetta verði ekki haft á hreinu.

En kemur það yfirleitt til greina, að við ætlumst til þess, að einhver A. biðjist afsökunar á því, sem einhver B. gerði?

Það er alveg ljóst, að meintar gjörðir G. gagnvart bæði drengjum og stúlkum* voru í algjöru trássi við vilja og boð kaþólsku kirkjunnar. Ekki voru þær gjörðir löghelgaðar af siðakenningu kirkjunnar, nema síður sé. Þær gjörðir voru því á engan hátt á vegum kirkjunnar og alls ekki með hennar samþykki.

Pétur Bürcher kom hingað til lands mörgum áratugum eftir þá atburði sem þarna er talað um. Ábyrgðin á þeim atburðum getur ekki verið hans.

* Óvenjulegt (en ekki útilokað), því að menn hneigjast oftast til annars hvors kynsins.

25.06.11 @ 03:39
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Jón. Ég skal svara þessu lið fyrir lið:

1. Formið. Þetta gæti verið góð byrjun:

The day he received two allegations of abuse committed by priests in the 1940s and 1960s, Sweden’s sole bishop asked for forgiveness.

“It is with deep sadness and grief that I receive these reports that some of our priests have abused children,” said Bishop Anders Arborelius, OCD, who has led the Diocese of Stockholm since 1998. “It is important that the victims dare to step forward with their stories, enabling us to get to the bottom of these terrible crimes once and for all.”

“We know it is incredibly difficult for victims to dare to talk about this but if there are more people who have been exposed to this by priests here in Sweden, I hope and pray that they have the strength to contact me,” added Bishop Arborelius, the first Swedish-born bishop since the sixteenth century. “We can then look into what happened and they can get redress, while the guilty priests– if they are still alive– can receive just punishment for the crimes they have committed.”

Only 1.5% of the nation’s 9.2 million people are Catholic. 163 priests minister in Sweden’s 43 parishes.

Sjá hér: http://www.catholicculture.org/news/headlines/index.cfm?storyid=6017

2. Að biðjast afsökunar á gjörðum annarra. Það er alvanalegt. Benedikt páfi hefur gert það og Jóhannes Páll á undan honum, sem og þessi sænski biskup sem ég vitna í.

3. Þessar gjörðir voru framkvæmdar í stofnun kirkjunnar og af starfsfólki þess. Þannig snertir það hana.

4. Ábyrgð Péturs, rétt er það hann ber ekki persónulega ábyrgð á neinu fyrr en frá þeim tíma er hann tekur við embætti en hann ber ábyrgð á og er leiðtogi kirkjunnar og það kemur því í hans hlut að svara fyrir þetta.

25.06.11 @ 08:37
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér svarið, Ragnar. Það er þeim mun skýrara sem það er sett fram í fleiri liðum, og skal ég nú svara þér í hverjum lið.

1. Augljóst er, að orð Anders biskups Arborelius eru ekki í formi afsökunarbeiðni eða ekki af því tagi og í þeirri merkingu, sem ég taldi orð þín í frum-færslunni merkja. Arborelius lýsir að sjálfsögðu sorg sinni og harmi yfir því, að þetta hafi gerzt. Það hljótum við líka öll að gera, kaþólskir (og jafnvel aðrir Íslendingar), vegna fregnanna ljótu og skelfilegu úr Landakotsskóla, jafnvel þótt við eigum enn eftir að sjá betur heildarmynd þeirra, með vitnisburði miklu fleiri nemenda og helzt kennara líka. Arborelius hvetur fórnarlömbin til að hafa samband við sig. “We can then look into what happened and they can get redress, while the guilty priests– if they are still alive– can receive just punishment for the crimes they have committed.” Redress er þarna sára- eða skaðabætur, en biskupinn sænski er alveg skýr á því, hverjir þar eru sekir: það eru gerendurnir, tilteknir prestar, ekki sænska kirkjan sem slík, og það eru þeir seku, sem eiga að fá refsinguna.

2. Arborelius var ekki að biðjast þarna afsökunar á gerðum annarra, heldur að lýsa harmi sínum yfir þeim, sannarlega miklum harmi, en hann blandar ekki saman tvennu ólíku.

3. Vitaskuld “snertir” þetta kirkjuna, rétt eins og það snertir skóla, ef þar hefur verið beitt ómannúðegum aga, sem og það sveitarfélag eða ríki, sem á skólann. Ábyrgðin á tiltækinu er þó gerendanna og þeim mun fremur sem þeir hafa í sínu illa vali kosið að brjóta reglur stofnunar sinnar, um leið og þeir níddust á nemendum þar.

4. Þakka þér fyrri hluta setningarinnar (Pétur biskup ber ekki persónulega ábyrgð á þessu), en í þeim seinni segirðu: Pétur biskup ber, frá þeim tíma er hann tekur við embætti, ábyrgð á kirkjunni; það kemur því í hans hlut að svara fyrir þetta [liðna]. – En ég bæti við: Þessi ábyrgð hans á kirkjunni er ekki ábyrgð á verkum Georgs, þótt eðlilegt sé, að Pétur biskup geri allt til að hjálpa til við rannsókn á því liðna.

Við þurfum að vera skýrir á hlutunum. Eitt, sem hér um ræðir er hugtakið kirkja. Það merkir ekki minna en þrennt:

1) Upphafleg merking er: söfnuður hinna kölluðu, þ.e. trúaðra, og síðan allt samfélag trúaðra, kristinna manna, kaþólskra í þessu tilfelli og þá í víðtækustu merkingu: allir meðlimir hennar, sem eru “bruttó” um 1100 milljónir manna, og í afleiddri eða staðbundinni merkingu eru það meðlimir þeirrar kirkju á Íslandi, yfir 7.000 manns.

2) Orðið merkir líka kirkjuhús. Það á ekki við hér.

3) Oft er orðið notað í merkingunni: yfirstjórn kirkjunnar, helgivaldið eða biskupinn og hans æðsta stofnun, sem hér gæti verið reglulegur prestafundur (sýnóda) kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.

Hafi þessar umtöluðu misgjörðir aldrei komið fyrir þá sýnódu eða prestana og biskupinn, fyrr en nú, þá bera þeir ekki sök í eiginlegri merkingu né í merkingu hlutdeildar-, samsekra eða vitorðsmanna.

Ekki fæ ég séð, að söfnuður kaþólskra á Íslandi – eða t.d. Landakotssöfnuður – beri neina ábyrgð á neinum illvirkjum neinna einstakra presta. Það gerir heimskirkjan ekki heldur. Sé allt þetta satt um séra Georg, kom athæfið ekki til af hlýðni hans við starfsskyldur sínar né kaþólsk siðaboð, heldur af viljandi óhlýðni hans, þar sem hann fór sína eigin vegu, ekki kristinnar kirkju.

25.06.11 @ 12:04
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Afsökun og beiðni um fyrirgefningu er sjálfsögð í svona alvarlegu máli Jón. Georg og Margrét virðast hafa framið mest af brotum sínum “í vinnunni” þ.e. í skóla- og sumarbúðastarfinu en ekki í frítíma sínum. Þannig séð blanda þau vinnuveitandanum óhjákvæmilega í málið.

Páfinn hefur oft beðist fyrirgefningar í hliðstæðum og líkum málum. Prófaðu að gúgla “pope apologizes". Skoðaðu t.d. hvernig hann biður fórlömb kynferðisofbeldis á Írlandi afsökunar:

Pope Benedict XVI has released a letter apologizing for years of physical and sexual abuse suffered by Irish children at the hands of priests.

The seven-page letter, published in Rome Saturday, has various sections addressed to the victims, their parents, the abusers, church leaders and the Irish faithful as a whole.

The Pope’s pastoral letter to the Catholics of Ireland

The letter, to be read at Sunday mass, rebukes church leaders for “grave errors of judgment” by failing to respond adequately to allegations of abuse.

“Your trust has been betrayed and your dignity has been violated,” the Pope told victims. “I am truly sorry. I know that nothing can undo the wrong you have endured.” [1]

(Leturbr. mín.)Yfirlýsingar í þessum dúr er beðið frá Pétri biskupi.

[1] http://www.cbc.ca/news/world/story/2010/03/20/pope-abuse-apology.html

25.06.11 @ 12:56
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Athugaðu, Ragnar, að textinn í byrjun þessarar tilvitnunar þinnar er fréttamannsins. Verum skýrir. Lesum orð páfans þarna, eins og þau eru þar innan gæsalappa – þetta eitt: … “grave errors of judgment” ….
“Your trust has been betrayed and your dignity has been violated,” … “I am truly sorry. I know that nothing can undo the wrong you have endured.”

25.06.11 @ 13:09
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

“I am truly sorry” þýðir: ég er sannarlega hryggur, þetta hryggir mig mjög. Það þýðir ekki: Ég biðst afsökunar á gerðum annarra.

25.06.11 @ 13:15
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Mig langar að bæta því við síðasta innlegg að auk þess að “vera í vinnunni” þá hlotnaðist þeim og sérstaklega Georg mannvirðingar og vegsauki af hálfu kirkjunnar og einnig frá forseta Íslands. Hann var mikils metinn skólastjóri í kaþólskum skóla svo að allt sem hann hefði gert hefði ávallt snert kirkjuna á einhvern hátt.

Kirkjan á að veita andlega og siðferðilega leiðsögn og kjarninn í boðun hennar er fyrirgefning og stór hluti af starfi hennar er sálgæsla. Hún á að vera fyrirmynd í siðferðislegum og andlegum efnum og á því að taka með sérstakri festu á svona málum.

25.06.11 @ 13:17
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Kaþólskt fólk var sér ómeðvitað um þessa atburði, Ragnar, þú hlýtur að vita það. Við fengum að vita þetta um leið og aðrir landsmenn – fyrir nokkrum dögum! Það sama á við um forseta Íslands. Á hún að biðjast afsökunar á gerðum Georgs? Nei, það væri fráleitt. Og það er ekki Vigdísar að biðjast fyrirgefningar á því, sem hann hefur aðhafzt, það væri jafn-fráleitt.

Það er ekki Péturs biskups að biðjast afsökunar á gerðum skólastjóra Landakotsskóla fyrir mörgum áratugum. Málið er ekki, að sökin sé kannski að veraldlegum lögum fyrnd, heldur hitt, að herra Pétur á ekkert með það að gera að taka sök séra Georgs á annarra herðar, hvorki biskupsins né kirkjunnar.

Pétur biskup á heldur ekki að biðjast fyrirgefningar á gerðum Georgs. Það var Georgs eins að gera það, hans var ábyrgðin. Hafi hann ekki iðrazt synda sinna, er það of seint eftir dauðann.

Ég tek samt fram, að ég er ekki að gefa mér, að hann sé sekur um það allt sem hann er sakaður um. Rannsaka ber það mál, og það þarf að kanna vitnisburði og hvort þeir standist eða hvort eitthvað í þeim standist ekki, hvort sem það rýrir gildi þeirra að einhverju leyti, verulega eða alls ekki.

Mér er t.d. tjáð af einum, sem var nemandi í Landakotsskóla og fór líka með Georg og Margréti í Riftún, að það sé rangt, sem haft er eftir Iðunni Angelu í viðtalinu í Fréttatímanum í gær, að séra Georg hafi verið “rosalega loðinn á bringunni". Viðkomandi nemandi, sem hringdi í mig, er dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur í Kaupmannahöfn (nú staddur hér á landi vegna a.m.k. eins fyrirlesturs í kirkju fyrir norðan). Hann sagði séra Georg alls ekki hafa verið loðinn á bringunni, heldur þvert á móti hárlausan, og þetta gæti hann borið vitni um, því að hann hefði farið með honum og öðrum í sund. Hann taldi einnig, að hugsanlegt sé, að myndir af Georg séu til, sem geti sannað þetta.

Svo er ennfremur ljóst, eins og Vilhjálmur benti mér líka á, að það getur ekki verið rétt, sem sagt er í innskoti blaðamanns undir lok sama viðtals, að faðir Iðunnar Angelu hafi kvartað yfir þessum kynferðisáníðsumálum í Hinrik biskup Frehen. Þetta á að hafa gerzt 1963, en Hinrik biskup var ekki vígður hingað fyrr en 1968.

Það gleður mig a.m.k. að Hinrik biskup er hreinn af nokkurri samsekt með þessu máli.

25.06.11 @ 14:25
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ath.: Vilhjálmur var ekki í Landakotsskóla, skv. aths. hans við annan vefþráð hér, en hann var í Riftúni.

26.06.11 @ 15:22
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Nú er afsökunarbeiðnin komin fram. Þessi tilvitnun í Pétur biskup var að birtast á mbl.is:

Að lokum vil ég, sem biskup kaþólsku kirkjunnar, feta í fótspor Benedikts páfa og biðja alla þá afsökunar og fyrirgefningar sem kunna að hafa orðið fyrir kynferðislegum brotum af hálfu presta eða starfsmanna kirkjunnar.

Sjá hér: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/28/rannsoknarnefnd_skipud/

28.06.11 @ 12:08
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Til hvaða orða Benedikts páfa er hann að vitna þarna?

28.06.11 @ 13:29
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ekki veit ég það Jón, en auk þess að vera tímabær er hún er vel orðuð, bæði er talað um afsökun og fyrirgefningu. Mér létti mjög þegar ég sá hana.

Nú væri afar vel þegið ef einhver huggunar- og hughreystingarorð myndu fylgja fljótlega, bæði til allra hlutaðeigandi aðila, meintra fórnarlamba, aðilum tengdum þeim og vinum og ættingjum þeirra sem látnir eru og bornir eru sökum sem og kaþólska safnaðarins sem er án efa í áfalli ennþá yfir þessu. Einnig væri viðeigandi að fara að fordæmi Arboreliusar biskups í Svíþjóð og hvetja þau fórnarlömb sem ekki hafa enn stigið fram, ef einhver eru að gera það og segja sögu sína.

28.06.11 @ 15:13
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Við höfum rætt þetta mál hér ofar á þessari vefslóð, Ragnar. Ég vísa til minna skrifa þar.

Svo verð ég á Rás 2 í umfjöllun um þetta mál á 5. tímanum.

28.06.11 @ 15:31
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Skilyrt afsökunarbeiðni eins og sú sem Pétur biskup setur fram er að mínu mati sjálfsögð því kirkjan sem stofnun naut mikils trausts og fólk virti það traust. Landakotsskóli naut því sjálfkrafa mikils trausts því hann var rekinn á ábyrgð kirkjunnar.

Það var í skjóli þess trausts sem meint glæpaverk eiga að hafa átt sér stað og það var líka án efa að hluta til vegna þess trausts að svo lítill gaumur var gefinn að umkvörtunarefnum barnanna í Landakotsskóla.

Með afsökunarbeiðnininni er biskupinn að viðurkenna að ef eitthvað hefur farið aflaga þá hafi það verið brot á þessu trausti og viðurkenning á því að eftirlit með starfseminni og starfsmönnunum hafi hugsanlega brugðist, en jafnframt að allt verði gert sem hægt er til að leiða sannleikann í ljós.

30.06.11 @ 12:06