« Heilagur Andi er hinn Óskapaði „Flekklausi Getnaður“ – Hl. Maximilian KolbeHeil. Pétur frá Damian – Um einingu kirkjunnar í Heilögum Anda »

11.05.08

  07:31:03, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 348 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Í einingu Heilags Anda er kirkjan kaþólsk og alheimsleg – Joseph Ratzinger kardínáli (Benedikt páfi XVI)

„Vér heyrum þá tala á vorum tungum um stórmerki Guðs" (P 2. 11). Hvítasunnudagur opinberar okkur hina kaþólsku og alheimslegu kirkju. Heilagur Andi kunngerir nærveru sína með náðargjöfum tungnanna. Þannig endurnýjar hann og snýr atburðinum í Babel (1M 11) til betri vegar, þessari ytri tjáningu þeirra sem í hroka sínum vildu vera eins og Guð í sínum eigin mætti – það er að segja án Guðs – að byggja brú til himins: Babelsturninn. Slíkur hroki er tilefni deilna í heiminum og setur upp veggi aðskilnaðar. Vegna hrokans viðurkennir maðurinn einungis sinn eiginn skilning, sinn eigin vilja, sitt eigið hjarta. Afleiðingin er sú að hann er þess ekki lengur umkominn hvorki að skilja tungutak annarra fremur en að heyra raust Guðs.
Heilagur Andi, hin guðdómlega elska, skilur bæði og glæðir skilning á tungutaki annarra. Hann skapar einingu úr óeiningu. Þannig talar kirkjan allar tungur frá upphafi tilurðar sinnar. Frá upphafi er hún kaþólsk og alheimsleg. Brúin á milli himins og jarðar er sannarlega til: Þessi brú er krossinn og það er elska Drottins okkar sem hefur smíðað þessa brú. Hönnun þessarar brúar er ofar getu tækninnar: Takmark Babels verður og hlýtur að misheppnast. Einungis elska Guðs holdi klædd megnar að uppfylla slíkt takmark . . .

Kirkjan er kaþólsk frá fyrsta andartaki tilurðar sinnar og heimkynni allra tungna. Náðargjöf tungnanna tjáir afar mikilvægan þátt kirkjuskipunarinnar sem er í samhljóðan við Ritninguna: Hin alheimslega kirkja kemur á undan öllum staðarkirkjum; einingin kemur á undan hinum ýmsu limum. Hin alheimslega kirkja felst ekki í síðari samruna staðarkirkna. Þetta er kirkja sem er alheimsleg og kaþólsk sem elur af sér sérstakar kirkjur og þær geta einungis haldið áfram að vera kirkjur meðan þær varðveita samband sitt við kaþólskuna. Auk þess krefst kaþólskan fjölbreytni tungnanna, sameiginlegra samskipta, að leiða ríkidæmi mannkynsins til samsemdar í elsku hins krossfesta.


(Kyrrðardagar í Vatíkaninu 1983).

No feedback yet