« Hann spurði Guð hví hann gerði ekki eitthvaðJá, Drottinn, ég gerði það »

08.03.06

  21:42:51, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 101 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Hvíldardagurinn

Einu sinni ákvað Guð að taka sér hvíld. Í sex daga hafði hann verið að
skapa alskyns hluti. En á sjöunda deginum settist hann niður og tók sér
hvíld! Hann naut hvíldarinnar svo mikið, að hann ákvað að deila þessari
hugmynd með okkur!

Í Gamla testamentinu var laugardagurinn, síðasti dagur vikunnar hvíldardagur, í minningu þess, að Guð skapaði heiminn á sex dögum, en hvíldist hinn sjöunda. En frá dögum Nýja testamentisins höldum við helgan sunnudaginn, fyrsta dag vikunnar, vegna þess að Kristur reis upp frá dauðum á sunnudegi.

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þegar hún biður hann um að opinbera sér haga sinn, þá þráir hún að hann opinberi sér verund Orðsins guðdómlega, Sonar síns. Þetta er sökum þess að Faðirinn hvílist hvergi annars staðar nema í eingetnum Syni sínum vegna þess að hann er dýrð Föðurins. Þegar hún biður hann þannig um að sýna sér hvíldarstað sinn, þá er það að biðja um hann sjálfan vegna þess að Sonurinn einn er gleði Föðurins. Hann hvílir hvergi annar staðar og er hvergi annars staðar nærverandi nema í sínum heittelskaða Syni. Hann hvílir allur í Syninum og gefur honum hlutdeild í verund sinni um hádegið, eða eilíflega og þar sem hann getur hann í sífellu og hefur getið hann.
Þetta er haglendi Orðsins og Brúðgumans þar sem Faðirinn dvelur í eilífri dýrð. Og þetta er blómstrandi faðmur hans þar sem hann hvílir í ósegjanlegum ljúfleika elskunnar og hulinn öllum dauðlegum augum og öllu hinu skapaða. Því biður brúðarsálin um þetta þegar hún segir: „Hvar hefur þú hulið þig?“

Jóhannes af Krossi, Ljóð andans 1, 5.

08.03.06 @ 22:30