« Galli og synd er ekki það sama. | Ættartala » |
Hversu vel þekki ég sjálfan mig?
Þessa mikilvægu spurningu ætti hver og einn ætti að spyrja sig. Margir dýrlingar hafa í skrifum sínum gefið góðar ráðleggingar í þeim efnum. Spurningin er mikilvæg vegna þess að ef við reynum að svara henni getur það þroskað andlegt líf okkar. Það gerir okkur kleift að sjá okkur í því ljósi sem Guð sér okkur. Þetta er að sjálfsögðu merking sannrar auðmýktar — að sjá sjálfan sig í því ljósi sem Guð sér okkur. Engin sýndarmennska, ekkert er falið, við birtumst eins og við erum í raun og veru með alla okkar kosti og galla.
Heilagur Antoníus mikli, sem kallaður hefur verið faðir munkalífs, var fæddur í Egyptalandi í kringum árið 251. Margt af því sem hann skrifaði hefur varðveist fram á okkar tíma. Eftirfarandi sagði hann eitt sinn um auðmýktina: „Ég sá ginningar óvinarins hvert sem litið var og ég sagði: „Hvað fær staðist slíkar ginningar?“ Og ég heyrði rödd sem sagði við mig:„Auðmýktin“.“