« Lög gegn trúhatri samþykkt í breska þinginuHeimsbréf páfa „Guð er kærleikur“ komið út »

03.02.06

  20:35:42, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 274 orð  
Flokkur: Sakramentin

Hversu mörg eru sakramentin?

Hversu mörg eru sakramentin? Svarið við þeirri spurningu tekur mið af því hvaða kirkjudeild átt er við með spurningunni. Ef spurt er um rómversk kaþólsku kirkjuna og orþodoxar kirkjudeildir þá er svarið að þær eru með sjö sakramenti:

1210. (1113) Kristur stofnsetti sakramenti hins nýja lögmáls. Þau eru sjö: skírn, ferming (eða biskupun), evkaristían, skriftir, smurning sjúkra, helgar vígslur og hjónaband. Sakramentin sjö snerta öll stig og allar mikilvægar stundir kristilegs lífs:1 þau leiða af sér fæðingu og vöxt, græðingu og erindi hins kristna trúarlífs. Þannig er viss líking með þróunarstigum náttúrlegs lífs og hins andlega lífs. [1]

Hin evangelísk - lútherska þjóðkirkja og aðrar mótmælendakirkjur eru aftur á móti með tvö sakramenti. Einar Sigurbjörnsson prófessor segir á vísindavefnum:

Orðið sakramenti er latneskt og þýðir „leyndardómur” eða „helgur dómur”. Í kirkjunni er orðið notað um ákveðnar athafnir og hefur sakramenti verið skýrgreint á þennan hátt:

"Sakramenti er heilög athöfn, sem Kristur stofnsetti sjálfur, þar sem hann veitir ósýnilegum, himneskum náðargjöfum gegnum sýnilegt, jarðneskt efni samkvæmt orði sínu."

Að skilningi þjóðkirkjunnar og annarra mótmælendakirkna eru það aðeins tvær athafnir sem standast þessa skýrgreiningu og þær eru annars vegar skírn og hins vegar heilög kvöldmáltíð eða altarissakramentið. [2]

RGB/Heimildir
[1] Trúfræðslurit Kaþólsku Kirkjunnar http://mariu.kirkju.net
[2] Vísindavefur HÍ. http://visindavefur.hi.is

No feedback yet