« KNOCK Á ÍRLANDI 1879: MÓÐIR GUÐS OG ÞÖGULLAR LOFGJÖRÐAR Í SAMFÉLAGI KIRKJUNNAR [5]LOURDES Í FRAKKLANDI 1858: DROTTNING OG UPPSPRETTA ALLRAR NÁÐAR (4) »

03.01.07

  08:19:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 181 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

Hversu margar hafa opinberanir Guðsmóðurinnar verið síðustu aldirnar?

Á 42. Maríuvikunni í Saragossa á Spáni árið 1986 áætluðu sérfræðingar að um 21.000 opinberanir Maríu væri að ræða frá því árið 1000, þrátt fyrir að kirkjan hafi einungis samþykkt um það bil 12 þeirra.

Einungis á 20. öldinni voru um 400 opinberanir skráðar og þar af 200 á árabilinu 1944-1993. Sjö þessara opinberana hafa verið viðurkenndar opinberlega sem yfirskilvitlegar af staðarbyskupum: Fatíma (1917 – Portúgal), Beauraing (1932 – Belgíu), Banneux (1933 – Belgíu), Akita (1973 – Japan), Sýracúsa (1953 – Ítalíu), Betanía (1976 – Venesúela) og nýlega Kibeho (1981 – Rwanda). Við þessar opinberanir má bæta Zeitoun (1968 – Egyptaland) og Shoubra (1983 – Egyptaland) sem páfi koptísku kirkjunnar hefur samþykkt.

Meðal opinberana þeirra sem kirkjan hefur enn ekki tekið afstöðu til eru opinberanirnar í Medjugorje og staðarbyskupinn hefur ekki samþykkt þær. Þannig verður hér aðeins greint frá þeim opinberunum á 20. öldinni sem kirkjan hefur samþykkt. Síðasta viðurkennda opinberunin á 19. öldinni er opinberunin í Knock á Írlandi árið 1879 sem greint verður frá næst í þessari umfjöllun.

Sjá: www.maryofnazareth.com
(Apparitions of the Virgin Mary throughout the World).
 

No feedback yet