« Bæn til Maríu Stjörnu hafsins | Liturinn á skrúðanum » |
Kirkjan ræður til pílagrímsferða:
1. vegna þess, að það er kristinn siður, jafn gamall kirkjunni;
2. vegna þess, að þær veita mikla blessun, þegar þær eru framkvæmdar á réttan hátt.
Þegar á elstu tímum fóru kristnir menn pílagrímsferðir til þeirra staða, þar sem Jesús lifði og leið dauða, og sömuleiðis til legstað postulanna og píslarvottanna. Að vísu er Guð alstaðar nálægur og heyrir bænir okkar, hvar sem við biðjum hann, en á vissum helgum stöðum er honum það þóknanlegt að auðsýna okkur sérstaka náð. Slíkir staðir eru nefndir náðarstaðir.