« Af Tübingenmönnum og fleiraFúlt vin á lekum belgjum »

12.02.06

  19:22:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 157 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Hvernig öðruvísi?

Oft eru hvatvísar yfirlýsingar lúterskra presta dálítið broslegar. Þannig segir séra Þórhallur Heimisson: „Kaþólska kirkjan á Íslandi hefur alltaf verið öðruvísi en kirkjan á meginlandinu.“ Þetta hefur alveg farið fram hjá okkur kaþólskum. Hvernig?

Kannske á hann við einlífi presta (celibacy). Hann gerir sér augljóslega ekki grein fyrir því að kirkjan er sveigjanleg þegar á reynir. Prestum á Íslandi, Grænlandi og í harðbýlum löndum Austurlanda nær var heimilað að kvænast á miðöldum ef þeir æsktu þess. Hvers vegna? Þessi lönd voru svo harðbýl að prestar komust trauðla eða ekki af án eiginkvenna og barna og að stunda búrekstur.

Hvað áhrærir sjálfa guðfræðina. Miklu ósegjanlega var hún ekki fegurri, tærri og háleitari guðfræðin í Hómilíubókinni en þessi ósköp sem þeir eru að boða í þessum fríkirkjum í dag.

No feedback yet