« 12. sunnudagur almennur, textaröð CHeilög Margrét María Alacoque »

05.03.08

  13:44:26, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 247 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Hvenær dey ég?

Til er saga um lítinn, hugrakkan dreng.

Þessi litli drengur átti fjögurra ára gamla systur, sem glímdi við sjaldgæfan sjúkdóm. Stúlkan litla þurfti því nauðsynlega á blóðgjöf að halda. Blóðið varð að koma úr ættingja með sama blóðflokk, og stungið var upp á drengnum sem sjálfsögðum blóðgjafa.

Læknirinn spurði drenginn: "Vilt þú gefa blóðið þitt svo að systir þín megi lifa?" Undrunarsvipur kom á andlit drengsins.

Að lokum svaraði hann hugrakkur: "Allt í lagi, ég skal gefa blóðið."

Drengurinn lá enn í rúminu eftir að nauðsynlegt magn blóðs hefði verið tekið. Þá átti læknirinn leið hjá.

"Læknir", spurði litli drengurinn, "hvenær dey ég?"

Þá fyrst gerði læknirinn sér grein fyrir að drengurinn hafði misskilið hann - hann hafði haldið að hann ætti að gefa ALLT blóð sitt fyrir litlu systur sína!

Læknirinn flýtti sér að fullvissa drenginn um að aðeins lítið magn blóðs hefði verið tekið og að hann mundi ekki deyja.

Hvílíkt hugrekki hjá þessum litla dreng! Þegar hann sagði já við lækninn, hélt hann í raun og veru að hann mundi deyja. Hann var reiðubúinn að gafa allt blóð sitt fyrir systur sína.

En Jesús gaf okkur öllum ALLT sitt blóð.

Vegna blóðsins sem hann úthellti á krossinum erum við hólpin orðin.

No feedback yet