« Þríeinn GuðBæn biskups - eftir heilögum Jóhannesi frá Damaskus »

16.05.08

  21:43:29, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 227 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Hvað þýðir “kaþólskur”?

"……… 830. (795, 815-816) Orðið “kaþólskur” þýðir “almennur” í þeim skilningi að vera “allsherjar” eða “viðkomandi öllu - heildinni”. Kirkjan er kaþólsk í tvennum skilningi: Í fyrsta lagi er kirkjan kaþólsk vegna þess að Kristur er nærverandi í henni. “Þar sem Kristur Jesús er nærstaddur, þar höfum við kaþólsku kirkjuna.” [307] Í henni er að finna fullnustu líkama Krists í einingu við höfuð sitt; það þýðir að hún fær frá honum alla “fullnustu meðala hjálpræðisins” [308] sem eru að hans vilja: rétt og full játning trúarinnar, fullt sakramentislegt líf og vígð hirðisþjónusta samkvæmt hinni postullegu vígsluröð. Samkvæmt þessum grundvallarskilningi var kirkjan kaþólsk þegar á hvítasunnudaginn [309] og hún verður kaþólsk þar til Kristur snýr aftur.

831. (849, 360, 518) Í öðru lagi er kirkjan kaþólsk vegna þess að hún er send með erindi út til alls mannkynsins: [310] Allt mannkyn er kallað til þess að tilheyra hinum nýja Guðs lýð. Hann á að vera einn og einstæður og breiðast út um heim allan og vera til á öllum öldum, svo að tilgangur vilja Guðs geti náð að rætast. ………"

_________________________

307 Hl. Ignatíus frá Antíokkíu, Ad Smyrn. 8, 2.
308 UR 3; AG 6; EF 1:22-23.
309 Sbr. AG 4.
310 Sbr. Mt 28:19.

_________________________

Hérna er að finna Tkk. http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

No feedback yet