« Guð biður okkur að gera heiminn betriAð finna það bænaform sem hentar best »

03.04.06

  09:13:03, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 125 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Hvað myndir þú segja?

Saga er sögð um mann, sem var týndur í eyðimörk. Seinna, þegar hann var að lýsa því sem gerðist fyrir vini sínum, þá lýsti hann því hverning hann kraup á kné og bað Guð að hjálpa sér.

"Og hjálpaði Guð í raun og veru?" spurði vinur hans.

"Nei, nei, alls ekki. Áður en hann gat hjálpað mér, kom landkönnuður og sýndi mér leiðina."

* Sumir munu segja að það hafi verið tilviljun að landkönnuðurinn kom á þessum tíma.

* En aðrir, munu segja að Guð hafi á sinn hátt komið því þannig fyrir að landkönnuðurinn rakst á týnda manninn, svo sem af tilviljun.

* Hvað myndir þú segja?

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Gott tilefni til langs ofsaæðis fyrir strákana á Vantrúarnetinu!

03.04.06 @ 09:20