« Móðir Teresa frá KalkúttaEngill Guðs »

25.04.08

  20:45:13, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 170 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Hvað hrífur okkur meira en ………?

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(7. k.)

"……… Í 10. kafla Markúsarguðspjalls er frá því sagt að ungur maður kemur til Jesú og spyr: "Góði meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?" Hann er því að leita þess sem ævarandi er, þess sem veitir lífinu fyllingu. Jesús bendir honum þá á boðorðin. Ungi maðurinn segir að þau hafi hann haldið frá æskudögum sínum. Ljóst er að hann hefur ekki fundið innihald lífsins, lífshamingjuna, í því og þessvegna heldur hann áfram að spyrja. Og þá kemur það sem úrslitum ræður: "Jesús horfði á hann með ástúð." Það er upphaf lífshamingjunnar, þess að finna innihald lífsins, að einhver tekur á móti okkur með kærleika. Það eru áhrifaríkustu tíðindin sem menn geta fengið, því að hvað hrífur okkur meira en að komast að raun um að við séum elskuð? ………"

No feedback yet