« Móðir Teresa frá Kalkútta | Engill Guðs » |
Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).
(7. k.)
"……… Í 10. kafla Markúsarguðspjalls er frá því sagt að ungur maður kemur til Jesú og spyr: "Góði meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?" Hann er því að leita þess sem ævarandi er, þess sem veitir lífinu fyllingu. Jesús bendir honum þá á boðorðin. Ungi maðurinn segir að þau hafi hann haldið frá æskudögum sínum. Ljóst er að hann hefur ekki fundið innihald lífsins, lífshamingjuna, í því og þessvegna heldur hann áfram að spyrja. Og þá kemur það sem úrslitum ræður: "Jesús horfði á hann með ástúð." Það er upphaf lífshamingjunnar, þess að finna innihald lífsins, að einhver tekur á móti okkur með kærleika. Það eru áhrifaríkustu tíðindin sem menn geta fengið, því að hvað hrífur okkur meira en að komast að raun um að við séum elskuð? ………"