« KraftaverkBiðjið og yður mun gefast »

15.03.06

  22:12:48, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 179 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Hvað hefur þú gert í dag ástin mín?

Dag einn kom eiginmaður heim úr vinnu að öllu í óreiðu. Börnin voru enn í náttfötunum, úti að leika sér í drullunni. Tóm matarílát og umbúðir voru út um allt.

Þegar hann kom inn í húsið kom hann að jafnvel enn meiri óreiðu. Óhreinir diskar, hundamatur á gólfinu, brotið glas undir borðinu og sandur við bakdyrnar. Leikföng og föt út um allt og lampi sem hafði oltið á gólfið.

Maðurinn klofaði yfir leikföngin og flýtti sér upp tröppurnar, í leit að eiginkonunni. Hann var áhyggjufullur þar sem hann hélt að hún væri veik.

Hann fann hana í svefnherberginu, í rúminu að lesa bók. Hún brosti og spurði hann hvernig dagurinn hefði verið.

Hann horfði ringlaður á hana og spurði:
"Hvað gerðist hér í dag?"

Hún svaraði brosandi:
"Á hverjum degi þegar þú kemur heim úr vinnunni, spyrð þú mig hvað ég hafi gert í dag?"

"Já," svaraði hann.

"Í dag gerði ég það ekki!"

No feedback yet